Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 35
NYTJAJURTIR 177 Eins og kunnugt er, þá er kartaflan langmikilvægasta garðjurtin, sem rækt- uð er á íslandi, og gæti þó ræktun henn- ar verið langtum meiri en nú er. Þess er samt að gæta, að ísland liggur á nyrztu takmörkum kartöfluræktarinnar, og líklega ókleift, eða að minnsta kosti torvelt að rækta kartöflur í köldustu hér- uðum landsins. En hitt er ekki óhugs- andi, að takast mætti að skapa svo harð- gerð tilbrigði, að þau þyldu loftslag hvar sem er á landi voru. Það mun sjaldgæft, að kartöflur nái hér fullum þroska, það sést á því, að grasið fellur mjög sjaldan nema ef á undan eui gengnar frostnætur, en sé plantan full- þroska fellur plantan eins og aðrar jurt- ir er hausta tekur, án þess að fro.st valdi, Aldin sjást hér einnig mjög sjaldan. Mjölvismagn íslenzkra kartaflna or minna en erlendra, og mun það vera sak- ir skemmri vaxtartíma. Fyrir nokkrum árum voru allmörg kartöfluafbrigði efnagreind í Gróðrarstöðinni á Akureyri, meðalmjölvismagn þeirra var 13,61%. Efnagreining, sem gerð var í Gróðrar- stöðinni í Reykjavík 1923, sýndi meðal- tal innlendu afbrigðanna 13,9%, erlendu afbrigðin, sem ræktuð voru á sama stað, höfðu ekki nema 12,9% mjölvi. Fyrstur íslendingur, sem ræktaði kart- öflur, var merkismaðurinn Björn Hail- dórsson prófastur í Sauðlauksdal. Árið 1759 fékk hánn eina skeppu af útsæðis- kartöflum frá Danmörku. Þessar kart- öflur komu ekki fyrr en í ágúst og voru þá mjög spíraðar. Huldi hann þær í Mold og fékk um haustið nokkur smá- ber. Næsta ár reyndi hann á nýjan leik. Gekk allt að óskum, og hann fékk þrosk- aðar kartöflur úr garði sínum haustið 1760. Má telja það meðal merkisáranna 1 búnaðarsögu vorri. Hér, eins og annar- staðar, gekk seint með útbreiðslu kart- aflanna, þrátt fyrir hvatningu og for- dæmi margra góðra manna. Lét stjórnin sitt heldur ekki eftir liggja, til að hvetja menn til garðyrkju. Og enn, nærri tveim- ur öldum eftir aö fyrstu kartöflurnar spruttu í íslenzkri mold, vantar mikið á, að við ræktum svo mikið, að þörfum þjóðarinnar sé fullnægt, er slíkt þó vandalaust. b. Gulrófan. Gulrófan er tvíær planta af kross- blémuiætt, af þeirri ætt er hrafnaklukka, vorblóm og íleiri algengar, íslenzkar plöntur. Lífsskeiði gulrófunnar . er hátt- að sem annarra tvíærra jurta, að fyrra árið, sem þær lifa, sprettur plantan af fræi. Stöngull hennar vex þá lítt, er hann liðastuttur og blöðin standa í þéttri hvirfingu niður við rótina. Það ár safn- ar plantan miklum forða í rótina, sem er gild stólparót. Fái plantan að lifa óáreitt vex stöngull hennar síðara árið. Ber hann stóran klasa af gulum blómum. Síð- an þroskast fræ og plantan deyr. Forða- næringin, sem í rótina hafði' safnazt, eyðist nú til þroskunar blómum og fræj- um. Ekki er sjaldgæft að gulrófur blómgist þegar á fyrsta ári, verður rót- in þá trénuð og lítt hæf til matar. Ilið æta af gulrófunni er rótin. Er hún bæði holl fæða og nærandi, enda þótt hún aö næringargildi standi kart- öflunni að baki. Hinsvegar er guh’ófan miklu kuldaþolnari en kartaflan, er hún því ræktuð í kaldari héruðum, t. d. allt til nyrztu stranda Noregs. Samt sem áð- ur er gulrófan ekki útbreidd sem yrki- planta. Hún má einkum teljast garð- jurt hinna norðlægustu landa. Þannig er hún mikið ræktuð í Skandinaviu, einkum norðantil, en er lengra dregur suður á bóginn fer ræktun hennar mjög minnkandi. Samt er hún allmikið rækt- uð bæði í Dánmörku og Þýzkalandi, en 23

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.