Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 20
108 VITASTÍGURINN N. Kv. herbergi niðri. Önnur stofan var aðeins not- uð til prýði. Hún var þeirra „allra-helg- asta,“ sem aðeins var opnað við hátíðleg tækifæri. Stórt rauðaviðarborð á ljónsfót- um stóð á miðju gólfi. Upjji yfir því lrékk stór látúnslampi, og var svo lágt undir loft, að hann náði allt að því niður á borðið. Hjá borðinu stóðu tveir stórir og viðamikl- ir hægindastólar úr rauðaviði. Þetta voru minjar frá afa gamla admírál. í einu stofu- horninu stóð grannvaxinn nýtízku legu- bekkur, fóðraður rauðu flosi; það var alveg eins og hann roðnaði af feimni yfir því að vera kominn í svona forngöfugan félags- skap. Á veggnum hékk gömul mynd af admírál Adam Weidemann Stolz með und- irskrift á þessa leið: Á þiljum ,,Desíderíu“ var ei djarfari neinn en hann. Af sægörpum öllum seggur bar, sídjarfur Noregs-mann. En uppi yfir eldiviðarkassanum hjá ofn- inum hékk ljósmynd af ,,E/S Sigurði kon- ungi, skipstjóri B. Önundarson.“ Var mynd þessi í haglega skorinni umgerð, og hafði Fía fengið hana að gjöf frá vélstjóranum á „Sigurði konungi," þegar „hún hætti sigl- ingum.“ Fía tók rykþurrkuna og fór að fága görnlu húsgögnin. Er hún hafði lokið því, sótti hún hvítan dúk og lagði á borðið. Ósjálfrátt datt henni í hug, að nú ætti hún að búa til gott kaffi og bera það fallega fram, þegar Adam kæmi aftur. Auminginn! Það gat svo vel verið, að Iiann gæti ekkert að þessu gert, og svo var það líka í fyrsta sinn, öll þessi ár, að hann hafði verið svona lengi að heiman. Nú kom allt í einu skriður á Fíu. Hún setti upp kaffiketilinn og tók út úr skápn- um gömlu „kommandör-bollana." Þeir voru úr postulíni, með bláum rósum brenndum inn í leirinn. Adam hafði mesta dálæti á bollum þessum, því að þá hafði faðir hans keypt í Austur-Indlöndum, jregar hann var í þjónustu sjóliers Erakka. — Þegar Fía ætl- aði að setja kökurnar á borðið, var blikk- kassinn galtómur. Auðvitað var þegar hafin yfirheyrzla, og varð Roosevelt litli að játa á sig sökina. Líkurnar urðu þegar of sterkar. Fía danglaði ofurlítið í endann á honum með höggspæni, og hann öskraði ofurlítið til málamynda. Þar með var réttlætinu full- nægt, og Fía fór síðan að baka vöfflur: „Veslings pabbi er auðvitað svangur, jregar hann kemur heim aftur.“ Það voru orðin al- gerð veðrabrigði í huga hennar. Hún var nú ekki ísköld framar, heldur jrýð og heit eins og vöfflurnar, sem hún var að baka. Henni leiddist, þegar Adam var ekki við. Hún f-yrirgaf honum og afsakaði á alla vegu. Bara að hann hefði nú ekki orðið veikur? Henni datt sem snöggvast í hug að þrífa sjalið sitt og hlaupa ofan í bæ; en í sama vetfangi heyrði hún gleðilæti í krökkunum fyrir utan. Loksins kom hann! Hann hafði lyft af- brotamanninum Roosevelt upp á herðar sér og skein á góðlegt andlit Adams milli fóta drengsins. Adam hafði mesta dálæti á litla þorparanum, sem fékk meira að segja að toga í skeggið á honum. Benedikta hélt i höndina á pabba sínum, og Franz Jósep, Oskar annar og Alfons héngu í frakkalöf- unum. Þegar Adam kom inn í stofuna og sá alla framreiðsluna á borðinu, tók hann utan um Fíu og kyssti hana. „Þú ert sannarleg perla, Fía! Og heitar vöfflur líka. Já, við auðkýfingarnir eigum gott.“ Fía reyndi af öllum mætti að bæla niður forvitni sína. Hún sagði ekki neitt, en brosti aðeins og ýtti undir hann með að drekka meira kaffi og borða fleiri vöfflur. Krakkarnir sátu umhverfis borðið og skildu ekki neitt í neinu, þau gláptu bara á for- eldra sína, sem brostu hvort framan í ann- að. Hvernig stóð á þessu óvenjulega borð- haldi? Það gátu þau með engu móti skilið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.