Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 33
N. Kv. DÆTUR FRUMSKÓGARINS 119 Banderas. „Þessu næst liggur fyrir að koma okkur í samband við Marano, eins og við höfum ákveðið.“ Báðir litlu flóttalega í kringum sig. „Málið horfir að vísu við á annan hátt en áður,“ hélt Banderas áfram, ,,ef það er rétt, sem þeir sögðu áðan í bjálkahúsinu." „Það er hverju orði sannara. Ef saga þeirra er sönn, að dalurinn sé orðinn þurr, þá gerist þess ekki þörf að leggja líf sitt í hættu, við að fara þá leið, sem við eina viss- um um,“ mælti Gomez. „Við verðum að finna hina nýju leið og í öðru lagi verðum við að ryðja úr vegi syst- kinunum í bjálkahúsinu. Þau verða að deyja, hvað sem öðru líður." Svipur Bande- rasar var skuggalegur, þegar hann mælti síðustu orðin. „Vissulega verða þau að deyja,“ mælti Gomez, „en ekki fyrr en Henry hefir sagt okkur hvar hin nýja leið liggur.“ „Hvernig eigum við að fá hann til þess?“ „Mér virðist það ekki svo vandasamt,“ svaraði Gomez með djöfullegu glotti. „Okk- ur er kunnugt um, að Henry og systir hans eru strokuþrælar og að sonur húsbónda þeirra er sendur á eftir þeim til þess að reyna að hefta þau aftur í ófrelsisfjötrana. Og þegar fullyrðing Gousalvos, um að kona að nafni Donna Valentína hafi falið hon- um að veita strokuþrælunum eftirför, getur verið uppspuni einber, hví skyldi honum þá vera betur treystandi þegar tveir kyn- blendingar eiga í hlut. Nei, hershöfðingi, við erum á amerískri grund hér er líf átt- ungsins einkis virði.“ „Þetta er nú allt gott og blessað,“ sagði Banderas, „en ég fæ ekki séð á hvern hátt við getum fengið strákinn til þess að leysa frá skjóðunni, jafnvel þótt við framseljum hann og systur lrans í hendur Gousalvos. Mér lízt þannig á piltinn, að hann muni frekar láta senda kúlu gegnum höfðuðið á sér, en að segja það sem honum er þvert um ;geð.“ „Ég hafði líka hugsað mér aðra leið,“ mælti Gomez. „Við segjum Marano alla söguna og kveljum hann til að láta kyrr- setja systkinin og gera þeim tvo kosti: ann- að hvort að þau gæfu allar nauðsynlegar upplýsingar um Gimsteinadalinn, eða þau yrðu framseld eigandanum. Strákfjandinn mun þá verða feginn að leysa frá skjóðunni. Þegar þeim hefir verið sleppt mun ég sæta lagi og stytta honum stundir, svo lítið beri á. Systur hans mun Gousalvo hljóta í sinn part. „Þú ert hreinasta gersemi, Gornez!“ mælti Banderas. „Við verðum aðeins að forðast að gefa Marano nokkrar upplýsingar um hvar Gousalvo er staddur nú. Það gæti auðveld- lega farið svo, að hann teldi sér hag í að gera fálagsskap við hann. Og þá sæjum við okkar sæng út breidda. En með öðrum orð- um: Hvað ætlast þú fyrir, hershöfðingi, ef för okkar til Gimsteinadalsins ber tilætlað- an árangur? Förum við þá ekki til baka til haciendunnar?" „Við mundum því miður koma of seint,“ sagði Banderas. „Við verðum þó að gera tilraun til að ná Donnu Dolorees úr klólm apacha-indíán- anna, því eflaust hafa þeir haft liana á brott með sér.“ „Ég veit ekki, hvort ég kæri mig um að hætta lífi mínu í svo áhættusamt fyrirtæki. Árangurinn er vafasamur. Donna Dolores er að vísu mjög fögur, en þegar við höfum náð í fjársjóðinn, sem í Gimsteinadalnum er, en dalurinn er í landareign föður henn- ar, og þegar indíánarnir hafa rænt og rupl- að á haciendunni, þá fer ég að draga í efa að ungfrúin sé svo eftirsóknarverð. Því það voru auðæfi föður hennar, sem drógu mig að henni. Það er nóg til af fallegum stúlk- um, ef um það væri að ræða. Ég hefi eink- um í huga Donnu Valentínu, dóttur Tamoraz fyrrverandi tollstjóra. Ef hún er jafn fögur og hún áður var, þá jafnast hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.