Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 63

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 63
N. Kv. DULRÆNAR SÖGUR 143 mílu suður fyrir Kríuskerið, en næsti bátur á eftir okkur var á hlið við áðurnefnt sker. Svo voru tveir bátar heim undir Spidereyj- unni, er óveðrið skall á, og komust aftur heim í höfnina með naumindum. Það var eins og stormurinn gæfi engan fyrirvara. Þegar hann kom yfir, var á sömu stundu kornið ólátaveður, svo að vatnið í'auk; menn rifu niður seglin, því að engu mátti muna, að um færi; beitiásar voru bundnir niður, því að annars hefðu þeir slegizt út í vatn. — Ekki varð ráðið við neitt; varð því að hleypa undan veðri að austur- ströndinni, þó að ekki væri álitlegt innan um öll þau sker, er á þeirri leið eru á tveggja mílna svæði til meginlandsins. Að því kom líka, að bátur- okkar straukst við eitt skerið; mátti sannarlega engu muna, að þar yrðum við til, en bátinn sakaði þó ekki. Komum við að meginlandinu um kl. 9 fyrir hádegi. Svo kom nokkru seinna annar bát- ur, er lenti skammt frá okkur. — Við urðum þarna veðurtepptir þann dag, næstu nótt og þar til um kl. 4 síðdegis næsta dag, að við komumst til Spidereyjar, með fullrifuðum seglum; vindur var þá orðinn sunnanstæð- ur, svo að gott leiði var komið fyrir okkur. Bátinn, sem lenti hjá okkur, hafði alda tek- ið yfir eitt skerið; var hann því dálítið skemmdur í botninn. Sá bátur, er var á hlið við Kríuskerið, sein- ast er við vissum.náðiekkiseglunumniður í tíma, svo að veðrið sló honum á hliðina og hvolfdi síðan. Mennirnir þrír komust allir á kjöl, þó að vatnið skolaðist yfir þá. Þetta sáu þeir á bátnum, er voru heimundir Spider, en ekkert viðlit að bjarga í slíku ofviðri. — Var nú sendur gufubátur, er liafður var til að draga bátana í mótvindi, þegar netja var vitjað, og flytja fiskinn til Warrens Landing í veg fyrir milliferðabát- inn. Kornst gufubáturinn með illan leik á vettvang, rétt áður en bátinn fór að reka inn í skerin. Tókst að ná þeim tveimur, er á kjölnum voru, því að sá þriðji var áður búinn að segja „good-bye“ og sleppa sér í vatnið. Voru þessir tveir nrjög aðfram- komnir þó að þeir hresstust furðu vel á nokkrum dögum. Þegar veður leyfði, var farið að reyna að finna þann drukknaða, með því að slæða, en sú tilraun vildi ekki heppnast. — Átta dögum eftir slysið var hafin leit með fjörum meginlandsins austur af Spider. Fundum við líkið, er var skammt frá þeim stað, er við tókum land óveðursdaginn; var það byrjað að rotna og þar af leiðandi farið að fljóta uppi, því að heitt er vatnið orðið í júlí og ágúst. Var nú siglt með það til Spider, en svo undarlega tókst til, að þá er við komum að bryggjunni, var lent við staurinn, þar sem ljósin sáust; þar var líkið tekið af bátnum, komið í kælirúm og búið um, svo að það yrði sent inn með næsta bát. — Menn þeir, er voru á bátnum, sem fórst, voru frá Fisher River við Winnipegvatn, eða nálægu umhverfi þar. Kvæðasafn Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi er nýkomið út í þrem stórum bindum. Er útgáfan mjög vönduð. Það verð- ur selt bæði heft, í rexínbandi, í bandi með skinnkyli og skinni á hornum og í alskinni. — Menn geta fengið það keypt hjá bóksölum eða beint frá út- gefanda, sem er ÞORSTEINN M. JÓNSSON, Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.