Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 52
134
ALÞÝÐUMENNINGIN OG BÓKMENNTIRNAR
N. Kv.
fyrsta lestur náði föstustum tökum á mér,
en það er Lára Árnadóttir. E£ til vill var
það fyrir þá sök, hve ég hefi frá barnæsku
unnað lýriskum ljóðum, en kvæði Láru
ætla ég að séu lýriskari en nokkuð annað í
þessari bók. Aðrir eru þarna, sem ná hærri
tónum en hún, en enginn þeim er hreinni
séu eða þýðari. Og hrein er hún líka og
tær heiðríkjan yfir hennar angurblíðu
Ijóðum. En ég ætla að láta annan, sem bær-
ari var en ég um skáldskap, að dæma, segja
frá ljóðum Láru Árnadóttur, og þó ekki
þeim, sem í þessari bók eru. Páll J. Árdal
segir svo í Nýjum Kvöldvökum 1919: „Af
tilviljun fékk ég nýlega að heyra tvö kvæði
eftir unga stúlku á Húsavík, Láru Árna-
dóttur að nafni. Hún mun hafa ort talsvert,
en látið lítið eða ekkert á því bera. Ég fékk
leyfi hennar til að birta kvæðin á prenti,
og koma þau nú bæði í þessu hefti Kvöld-
vaknanna. Kvæðin eru svo gullfalleg, eink-
um hið síðara, að mér fannst sjálfsagt að
þau ættu að koma fyrir almennings-sjónir.
Þau eru látlaus, með ljúfum og léttum blæ;
mál og rím ágætt.“
Svo talar hann um annan skáldskap, sem
honum þylcir fullmikið bera á, en klykkir
síðan út með þessum orðum:
„Eftir lestur slíkra kvæða, er það sönn
unun og hugarléttir að lesa jafnhugðnæm
kvæði eins og þessi tvö eftir ungu skáldkon-
una á Húsavík."
Við Sigríði Stefánsdóttur er ég ósáttur.
Ekki fyrir yrkisefni hennar, né heldur hitt,
hvernig hún yrkir, heldur það, hve lítið
rúm^hún fyllir í bókinni. Líkt ætla ég að
fleirum fari. Til sýnis skal hér tekið eitt er-
indi, sem þó er fjarri því að bera a£ hinum
öðrum ljóðum hennar:
í gærdag kom apríl í alhvítum hjúp;
en enginn til vorferða sér.
Hvað dvelur það, guð minn, — er leið þess svo
löng,
sem liggur til íslands frá þér?
Við norðursins böm þráum auð þess og yl,
og öll okkar skammdegisraun
er ár eftir ár bæði grafin og gleymd
íyrir gleðilegt sumar í laun.
Um Steingrím Baldvinsson getur dómur-
inn ekki orðið nema á eina lund, að víst sé
hann á meðal hinna fremstu, sem þarna
leggja fram skilríki sín, enda er hann einn
Jreirra, sem mest eiga þar að vöxtum. Allt
mælir hann af spaklegri stillingu, og hver
er sá, sem ekki kannast við að hafa verið á
fundinum þar sem hann kveður þetta, sem
[)(j er hversdagslegast af stökum hans:
Varla er fært upp úr vaðlinum hér
vitinu höfuð að teygja.
Algengust heimska í heiminum er,
að hafa ekki vit á að þegja.
Af þessum fimmtíu skáldum og hagyrð-
ingum, er enginn sá, að ég vildi ekki frem-
ur hvetja liann en letja að leggja,rækt við
gáfu sína. En Jdó mörg séu enn ótalin, og
sum þeirra í fremstu röð, skal nú láta hér
staðar numið. Það, sem þegar hefir verið
sagt, mun nægileg sönnun þess, að gróður-
inn í þessum reit er bæði mikill og góður.
Fráleitt Jrarf að gera ráð fyrir, að í nokkru
öðru héraði sé hin andlega frjósemi á svo
háu stigi sem í Þingeyjarsýslu, en Jró mun
víða vera vel í því efni. Er þess mjög að
óska, að takast mætti að fá nútíðarkveðskap
annarra héraða fram í dagsljósið. Þyrfti að
koma út fleiri Ijóðasöfnum með svipuðum
hætti, og bersýnilega væri það æskilegt, að
Þingeysk ljóð yrðu sem fyrst gefin út á ný,
Jrví að nú þegar mun þessi fyrsta útgáfa
óvíða fáanleg. Yrði þá breytt mjög um efni
í hinni nýju útgáfu, og því er að treysta, að
þá yrðu með þau skáld, sem nú skárust úr
leik. Bókinni hefir, eins og sjá má, verið
vel tekið, en þó mun það sannleikurinn, að
þjóðin sé ekki enn búin til fulls að átta sig
á því, hvílíkur viðburður útkoma hennar
var í bókmenntum okkar. Af henni er góðra
áhrifa að vænta, og engra nema góðra. Og
ég ætla, að hver sem hana les, sannfærist
um það, að almúginn á íslandi er þess enn