Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 58

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 58
138 BÓKMENNTIR N. Kv. furðulíkt og hér á landi, og gróðurskilyrði trjáa ættu því að vera svipuð, en þarna í Noregi og Alaska vaxa miklir skógar. Þá er og gerð grein fyrir þeim árangri, sem þegar hefir náðzt um ræktun erlendra trjátegunda hér á landi. Má um hann segja, að hann er furðugóður þegar tekið ér tillit til allra að- stæðna. Loks eru taldar upp allmargar trjá- tegundir frá Alaska og víðar, sem ætla mætti að yxu liér með sæmilegum árangri. Er ritgerð þessi öll hin athyglisverðasta. Af öðrum greinunr í ritinu má sérstaklega geta greinar Gísla Þorkelssonar: Skjól og lifandi skjólgarður. Hefir hann kynnt sér það efni rækilega og að hans tillögum er hafin merkileg tilraun með ræktun skjólbelta á Akranesi. Er ekki ósennilegt að þarna sé um að ræða mikilsvert atriði í ræktunarmál- um vorum. Gunnlaugur Kristmundsson á þarna grein, er heitir Sandfokshættan og lífsbarátta fólksins. Er liún um margt at- hyglisverð, enda rituð af þeinr manninum, sem bezt skyn ber á hættuna af sandfokinu hér á landi, og manna bezt hefir barizt fyrir því, að landið yrði grætt á ný. Þá eru þar greinar um Dynskógahverfi og gróðurrann- sóknir í Þjórsárdal. Loks eru í ritinu skýrsl- ur um störf skógræktarfélaganna í landinu, framkvæmdir skógræktar ríkisins o. fl Er margt fróðlegt í skýrslum þessum, en nrest er þó áberandi, hversu lítið vinnst á ári hverju. Enn eru meðlimir allra skógræktar- félaganna ekki nema 1742. Skógræktarmálið hefir átt erfitt uppdrátt- ar hér. Sú trú ríkir allof víða, að skóg- og trjárækt geti aldrei hagnýtt gildi, heldur sé það einungis gamanfundur nokkurra áhugamanna. Greinarnar í Ársriti Skóg- ræktarfélagsins ættu að geta fært mönnum hei msanninn um það, að skógræktin á hér framtíð og hún á engu síður skilið athygli og stuðning en önnur ræktun landsins. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Er piöntutegundum að fjölga hér f landinu? Þessari spurningu var beint til mín hér í sumar áasmt nokkrum öðrum um mögu- leikana á plöntuflutningi til landsins. Ég býst við, að ýmsum fleiri en spyrjand- anum gæti leikið forvitni á þessum hlutum og vil því leitast við að svara því nokkrum orðum, þótt lítil séu efni til, þar sem um er að ræða lítt rannsakað mál. Það er alkunn- ugt, að þess hefir stundum verið getið síðari árin, að fundizt hafi ný tegund, og eðlilegt er, að margir myndu álíta, að tegund sú væri nýflutt til landsins,' en svo mun þó sjaldnast vera. Annars er það mála sannast, að enn er svo skammt komið gróðurrann- sókn landsins, að enginn fær með vissu sagt, hversu margar tegundir blómplantna vaxi hér, en í greinarstúf þessum eru þær einar gerðar' að umtalsefni, því að þekkingin á lágplöntunum nær þó enn skemmra. í 2. útgáfu af Flóru íslands eru taldar 411 tegundir blómplantna og byrkinga, er vaxa hér á landi, auk slæðinga, sem síðar skal nánar frá skýrt. Síðan hafa fundizt nær 20 tegundir þeirra plantna, sem innlendar mega teljast. Auk þess hefir ný og nákvæm rannsókn á fíflum og undafíflum leitt í Ijós fjölmargar nýjar tegundir þessara ættkvísla, sem ekki verða þó gerðar hér að umtalsefni. Olíklegt er þó, að þessar 20 teg. sem getið var, lrafi numið land þessi síðustu árin, þótt eigi sé það óhugsandi. Dettur mér í því sam- bandi helzt í hug tegtind sú, er flæðarbúi heitir og fannst allvíða um eyjar Breiða- fjarðar sumarið 1942, en hefir ekki orðið vart annars staðar á landinu. Það, hve hann vex á þröngu svæði og einmitt við sjó, gæti bent til þess, að um nýlegan innflytjanda væri að ræða. En þá kemur að spurningunni, hvernig geta plöntur borizt hingað til landsins. Um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.