Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 42
126 DÆTUR FRUMSKÓGARINS N. Kv. Hodkin hlýddi skipuninni og hvarf síð- an á braut, til þess að sækja Henry. „Hvers vegna hafið þér látið taka mig fastan?“ spurði Henry skjálfandi röddu, „ég veit ekki til að ég hafi brotið neitt af mér hér.“ „Haltu kjafti, þræll,“ æpti Marano og sparkaði til hans. Henry brá, er hann varð þess vísari, að Marano vissi að hann var þrælborinn. En hann náði sér fljótlega aftur. „Þó ég sé þræll, þá á ég rétt á að vera með- höndlaður mannúðlega og að ekki séu brot- in á mér landslög. Ég krefst þess að þér seg- ið mér, hvers vegna ég liefi verið hnepptur í fjötra." „Af því að þú og systir þín, sem hefir dul- búið sig eins og karlmaður, eruð stroku- þrælar. Sem gæzlumaður hér hefi ég af þessum ástæðum leyft mér að taka ykkur föst. Hefir þú skilið mig?“ Á stund hættunnar og vonbrigðanna var eins og Henry veittist nýtt þrek til að bjóða hættunum birginn, og hann svaraði þess vegna fullum hálsi: „Við systkinin höfum ekki flúið burt frá húsbónda okkar. Við erum frjálsborin og höfum ekki haft neina ástæðu til að flýja." „Þú lýgur,“ æpti nú Banderas, er ekki hafði áður lagt orð í belg. „Þú og systir þín flýðu frá Tamoraz. Það er hann, sem hefir látið hefja leit að ykkur og sem hefir falið mér að sjá um þann starfa.“ „Hver ert þú, sem leyfir þér að koma með slíkar lygasögur?" „Ég er ekki skyldugur til að skrifta fyrir þér, vesæli þræll,“ svaraði Banderas, ,,en eitt get ég fullvissað þig um, og það er, að áður en dagur er af lofti, þá verðum við öll fjögur á leið til búgarðsins við San Patrico.“ „Þangað munuð þið aldrei koma mér lif- andi,“ mælti Henry, er sá nú að ekki þýddi að afneita uppruna sínum. „Ef þið gefið mér fjórtán daga frest skal ég greiða ykkur hvert það lausnargjald, erþiðkrefjistaðfá.“ „Flón!“ mælti Marano, „hvaðan skyldu þér svo sem koma peningar til þess?“ „Það er leyndarmál," svaraði Henry. Þetta svar sannfærði Marano um, að Banderas hefði sagt rétt frá öllu um samtal þeirra systkinanna og að þau mundu vita um innganginn í Gimsteinadalinn. „Heldurðu að þú getir slegið ryki í aug- un á fullorðnu fólki. Og þó svo væri, að þú vissir meira en þú vilt láta uppi, þá mun þér aldrei takast til lengdar að halda nokkru leyndu fyrir okkur. Ég mun sjá um það.“ „Ég er ekki að blekkja ykkur. Leyndar- mál mitt er í sambandi við gullnámu, sem ég hefi nýlega fundið.“ „Og hvar er hún.“ „Það get ég ekki sagt ykkur, að svo stöddu. Enda má það gilda ykkur einu, ef ég aðeins greiði ykkur skilvíslega það sem um er samið.“ „Við höfum,“ mælti Marano, „enga trygg- ingu fyrir, að þú standir við loforð þitt. Og ef við sleppum þér nú, þá verður örðugra að handsama þig síðar, ef illa fer. Það eina, sem við undir þessum kringumstæðum ger- um okkur ánægða með er, að þú segir okk- ur skilyrðislaust hvar þessi gullnáma þín er, og hvernig hægt er að komast þangað." „Það segi ég aldrei,“ svaraði Henry. „Vesæli þræll!“ urraði Marano. „Þú ætlar aðeins að svíkja okkur. Þú veizt ekki um neina gullnámu, en hyggst með lýgi og svikum að öðlast frelsi þitt aftur. En þér skal ekki verða kápan úr því klæðinu.“ „Ég hefi sagt ykkur satt,“ mælti Henry, „ég er heiðarlegur maður og hefi engar til- hneigingar til að frelsa mig með lygum.“ „Negri — heiðarlegur!" hló Marano fyr- irlitlega. „Segðu okkur þá sannleikann um- svifalaust, — það er heiðarlegast." „Nei, ég treysti ykkur ekki, ég veit að þið eruð samvizkulausir fantar, sem munuð ráða mig af dögum, strax og ég hefi gert ykkur uppskátt leyndarmál mitt!“ — (Frh.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.