Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 17
N. Kv. VITASTÍGURINN 105 veita henni hina almennu og ódýrustu hjúkrun, en drengurinn skyldi fá þá beztu.“ „Hvqrju svaraði hún?“ spurði Gottlieb forvitinn. ,,Eg kvaddi og fór mína leið,“ sagði lækn- irinn stuttur í spuna og stóð upp. „Eigin- lega kom ég ekki hingað ykkar vegna. herr- ar mínir. Þið lifið lífinu í glaðri fávísi, natura paucis contenta est! Það er jórnfrú Abla, sem þarf á minni hjálp að halda. Hún er sú eina manneskja hér á heimilinu, sem urn má segja með sanni, að andinn sé reiðu- búinn, en holdið veikt. Sælir, herrar mín- ir.“ Hann fór út til Öblu. „Ekki held ég, að læknirinn sé hamingju- samur maður né ánægður," sagði Adam. „O-nei, því fer fjarri," sagði Gottlieb. „Mér virðist hann vera svo bitur,“ sagði Adam. „O-já, hann liefir orðið fyrir miklum vonbrigðum, og svo beitir hann viti sínu heldur hlífðarlaust öðru hvoru.“ „Það er nú lítil raunabót í því að vera bitur og láta skapvonsku sína ganga út vfir aðra.“ „O-jú, það léttir á manni. Þegar þú t. d. ætlar að slá á nagla og hittir hnétann, þá er kvalabétt í því að Ulóta ofurlítið. Mér þætti annars gaman að vita, hvað þú hefðir gert, ef farið hefði lyrir þér eins og Kröger !ækni?“ „Ég hefi aldrei heyrt, hvað fyrir Kröger hefir komið.“ „Hö-hö, hvað myndir þéi hafa sagt, ef ég hefði tekið Fíu frá þér?“ „Hm. }á, það hefði auðvitað verið leiðin- legt. Það hefði að minnsta kosti ekki verið auðvelt að fylla skarð hennar í Straumey. En ekki hefði það verið mér nein raunabót að ganga um eins og manneygt naut út af því. Og þegar öllu er á botninn hvolft, er ekki hægt að varpa sökinni á allt mann- kynið, þótt til séu einstöku vondir menn.“ „Ég hefi aldrei fengið neina vissu um. hvað það var í raun og veru. Héin getur vel hafa verið engill, að því er ég bezt veit; en að ári liðnu frá giftingu þeirra fór hún að minnsta kosti sína leið frá honum. Nú býr hann þarna eins og einbúi í húsi sínu uppi undir brekkunni," sagði Gottlieb. „Konan er að mínu áliti mjög hagkvæm. En við vitum nú samt, að náttéiran fram- leiðir ekki aðeins fyrsta flokks vörur.“ ,,Þú átt þá furðulegu gáfu, Adam, að geta bægt frá þér með heimspekilegum hugleið- ingum öllu því, sem erfitt er og andhælis- legt í lífinu,“ sagði Gottlieb. „Já, Guði sé lof fyrir það. Það er nú sú gáfa, sem hann hefir gefið mér í veganesti." Vinirnir tveir sátu lengi saman í „heim- spekilegum liugleiðingum.“ Þeim virtist, að þeir sjálfir væru svo miklu betur settir hér í heimi en fjölda margir aðrir, sem þeir þekktu. Að vísu geigaði samræðan öðru hvoru inn á hagsmunamálin, t. d. þegar Gottlieb barmaði sér yfir fjárhagsáætlun- inni, sem aldrei gat haldist í jafnvægi. „Hvernig á ég að láta þennan vesæla lífeyri, einar þrjéi þúsund krónur, ná til allra þarfa, það er vandinn og þrautin mikla. Og verst af öllu er það, að Abla heldur, að ég sé rík- ur. Fátækan Bramer getur hétn ekki hugs- að sér, og sjálfsvirðingar hennar vegna verð ég að lofa henni að lifa og deyja í þeirri tréi. Alltaf öðru hvoru stingur hún upp á því, að við skulum hafa ætisveppi í súp- unni og kúlusveppi í sósunni. En ég reyni að sporna við þessu á alla vegu og .segist t. d. ekki þola þetta sökum meltingarinnar! Það er nú annað en gaman, skal ég segja {Dér, mér sem þykja kúlusveppir svo góðir og hefi sannkallaðan strútsmaga. Hérna um daginn vildi hún, Guð hjálpi mér, kaupa heilan smágrís! Hétn stakk upp á því að steikja hann í heilu lagi og bera hann fram með sítrónu í munninum, því að það hefði verið siður hjá afa gamla, sútaranum! Hún hefir blátt áfram leikaragáfu til að lýsa veizlunum á Bjarkasetri. Ég leit í anda steikta smágrísi framreidda á silfurdiskum, 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.