Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 59

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 59
N. Kv. ER PLÖNTUTEGUNDUM AÐ FJÖLGA? 139 það atriði er flest á huldu, enda verður því vafalaust seint svarað með fullri vissu, en ekki er fráleitt, að nákvæm rannsókn á út- breiðslu tegunda gæti gefið þar mikilsverð- ar bendingar. Annars er um þrjár leiðir að velja, sem náttúran hefir til að dreifa fræjum og gró- um plantna: í lofti, vatni og með dýrum. Plöntur íslands hafa hlotið að koma eftir einhverri þessari leið, og hafa fræðimenn, einkum fyrrum, mest hneigzt að þeirri skoð- un, að fuglar hafi borið með sér fræin. En á seinni árum hefir margt komið í ljós um dreifingarhæfni fræja og gróa í vatni og með straumum háloftanna. Má vel vera, að plöntur íslands hafi borizt eftir þeim leið- um, en ekkert fullnaðarsvar er unnt að gefa. En þegar um jafnmiklar vegalengdir og hingað til lands er að ræða, þá er það að vísu hending ein, sem ræður því, hverjar teg. ná að komast alla leið. Flóra landsins er svo fáskrúðug, sem raun ber vitni um, eink- um vegna þess, hversu mikið torleiði er á vegi plantnanna hingað. Og víst er það einnig, að það mun vera allsjaldgæft, að nýjar tegundir berizt hingað eftir þessum náttúrlegu leiðum og getum vér því varla gert ráð fyrir að tegundum landsins fjölgi að mun með þessurn innflutningshætti. En ég gat áðan um slæðinga. En svo nefna grasafræðingar allar þær tegundir, sem flytjast til landanna óviljandi með mönnum og farangri jreirra. Og raunveru- lega mætti nefna svo einnig þær tegundir, sem fluttar eru inn viljandi til ræktunar, en breiðast síðan út í óræktað land. Örlög slíkra slæðinga eru með tvennum hætti: Sumir lifa aðeins eitt eða örfá ár og hverfa síðan úr sögunni. Aðrir halda velli og breið- ast út, unz þeir ílendast með öllu og verður þá ekki gerður munur þeirra og innlendra tegunda. Má vafalaust telja, að allmargar innlendar tegundir séu þannig til landsins komnar, t. d. flestar tegundir af illgresi, en margt af því er alþjóðaeign. Af slæðingum hefir rnargt fundizt hér á landi, og vitum vér þegar um nokkrar þeirra, sem hafa al- gerlega ílenzt síðustu áratugina. Skulu hér nefndar fáar einar. Um aldamótin síðustu fannst í Reykjavík planta skyld og lík bald- ursbrá. Hafði hún borizt með einhverjum varningi. Nú er tegund þessi algeng ekki aðeins í Reykjavík heldur einnig um allt Suður- og Vesturland og víða í öðrum landshlutum. Hefir hún hlotið nafnið gul- brá. Arfategund, sem nefndhefirveriðakur- arfi fannst á Akureyri laust eftir miðja s. 1. öld, hefir hann vaxið þar að staðaldri síðan, og nú á seinni árum hefir hann borizt með grasfræi víða um landið og er fyllilega í- lendur. Ein megintegund sáðgresis þess, sem mest er notað í sáðsléttum hér á landi er háliðagras. Það er nú orðið ein megin- tegundin í allri töðu nýræktartúna hérlend- is. Á líkan hátt og þenna berst stöðugt all- margt af tegundum hingað, en ekki verður um jiað sagt, hver verða örlög þeirra, hvort Jrær ílendast eða deyja út, fyrr en eftir nokk- urt árabil. Gera má ráð fyrir, að í sambandi við hinn mikla flutning erlends setuliðs til landsins, flytjist hingað ýmsar nýjar tegundir bæði frá austri og vestri, og tel ég lítinn vafa á, að eitthvað af þeirn ílendist, svo að þar bæt- ist flóru landsins drjúgur skerfur. Skal nú ekki fjölyrt rneira urn það efni. Enn er einn möguleiki þess, að tegund- um fjölgi í landinu, Jr. e. ef þær skapast að nýju af eldri tegundum við svonefnda stökk- breytingu. Ekki mun það fyrirbrigði þó svo títt, að um verulegan flóruauka verði að ræða með þeim hætti. Margt er það þó, sem bendir til J:>ess að hinn mikli tegundafjöldi fífla og undafífla sé einmitt þannig til kom- inn. Það er t. d. athyglisvert að af 106 teg- undum íslenzkra undafífla hafa einungis 9 fundizt í öðrum löndum. Bendir það ótví- 18*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.