Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 5
NÝJAR KVÖLDVÖKUR • JÚLÍ—SEPT. 1943 • XXXVI. ÁR, 7.-9. HEFTI. Elias Kræmmer: Vitastígurinn. HELGI VALTÝSSON þýddi (Framhald). IV. Það var í iyrsta sinni, sem Adam steig fæti inn fyrir dyr hinnar miklu forstofu á Bjarkarsetri. Alvarleg stofuþerna með livíta línhúfu á höfði rétti honum lítinn silfur- bakka og ætlaði að taka við nafnspjaldi Iians. Adam vissi vel, að hann átti engin nafnspjöld. I Straumey vóru það aðeins mávarnir, sem skiluðu „nafnspjöldum“ sín- um! Nú voru mörg ár liðin, síðan hann hafði lagt þann óþarfa niður. En þar sem hann \ ildi ógjarnan lækka í áliti hjá þern- unni með silfurbakkahn, tók hann upp vasabók sína og leitaði í henni gaumgæfi- lega, en fann þar aðeins kvittunina frá Ivar- sen kaupmanni. Hann sagði því á sinn hlýja og vingjarnlega hátt: „Gerið svo vel að segja frúnni, að það sé vitavörðurinn í Straumey." Stúlkan leit forviða á.hann, en brosti síðan af skilningi, og Adam brosti góðlátlega á móti. Síðan fór stúlkan inn aftur. Hefði það verið á hans yngri árum, mundi hann sennilega hafa tekið undir hökuna á henni. „Maður verður þess smám saman var, að árin líða,“ lmgsaði Adam, rneðan hann sat einn saman í forstofunni á Bjar.karsetri og beið í „sjc> langa og sjö breiða“ eftir ,,af- hraki hans háæruverðugheita.“ Hann litaðist um á meðan. Allt hér inni virtist vera í samræmi við risavöxt eigand- ans: stórt og traustlegt. Stigaþrepin upp í aðra hæð voru breið og geysimikil, með rauðum dregli og látúnsstöngum. Á veggj- unum héngu gömul málverk og skuggaleg, og uppi yfir stiganum ýmisleg merki um veiðiafrek Sylvesters: Bjarna- og elg-höfuð úttroðin, alls konar vopn o. s. frv. Go.ttlieb hafði skýrt honum frá, að þegar mágkona hans var nýgift og komin til Bjarkaseturs, hefði hún þegar tekið sér fyrir hendur að •umbylta öllu í húsinu til að setja á það „herragarðsblæ.“ Hún kvaðst ekki ætla sér að búa á bóndabæ. — í æsku hafði hún oft verið gestur á dönskum herragörðum, og þeir urðu síðan fyrirmynd hennar á alla vegu. Miðdegisverður var daglega fram- reiddur stundvíslega klukkan sex síðdegis. I borðstofunni stóðu tveir armstólar við ferhyrnt borðið, sem ætíð var skreytt silfri og blómurn og kristalli eins og til veizlu. Hún hafði krafizt þess afdráttarlaust, og komið því í framkvæmd, að haft skyldi fataskipti til miðdegisverðar. Hversdagslega gekk hún sjálf í perlugráum silkikjól, sem virtist vera úr hreinasta hýjalíni. Þegar 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.