Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Síða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Síða 5
NÝJAR KVÖLDVÖKUR • JÚLÍ—SEPT. 1943 • XXXVI. ÁR, 7.-9. HEFTI. Elias Kræmmer: Vitastígurinn. HELGI VALTÝSSON þýddi (Framhald). IV. Það var í iyrsta sinni, sem Adam steig fæti inn fyrir dyr hinnar miklu forstofu á Bjarkarsetri. Alvarleg stofuþerna með livíta línhúfu á höfði rétti honum lítinn silfur- bakka og ætlaði að taka við nafnspjaldi Iians. Adam vissi vel, að hann átti engin nafnspjöld. I Straumey vóru það aðeins mávarnir, sem skiluðu „nafnspjöldum“ sín- um! Nú voru mörg ár liðin, síðan hann hafði lagt þann óþarfa niður. En þar sem hann \ ildi ógjarnan lækka í áliti hjá þern- unni með silfurbakkahn, tók hann upp vasabók sína og leitaði í henni gaumgæfi- lega, en fann þar aðeins kvittunina frá Ivar- sen kaupmanni. Hann sagði því á sinn hlýja og vingjarnlega hátt: „Gerið svo vel að segja frúnni, að það sé vitavörðurinn í Straumey." Stúlkan leit forviða á.hann, en brosti síðan af skilningi, og Adam brosti góðlátlega á móti. Síðan fór stúlkan inn aftur. Hefði það verið á hans yngri árum, mundi hann sennilega hafa tekið undir hökuna á henni. „Maður verður þess smám saman var, að árin líða,“ lmgsaði Adam, rneðan hann sat einn saman í forstofunni á Bjar.karsetri og beið í „sjc> langa og sjö breiða“ eftir ,,af- hraki hans háæruverðugheita.“ Hann litaðist um á meðan. Allt hér inni virtist vera í samræmi við risavöxt eigand- ans: stórt og traustlegt. Stigaþrepin upp í aðra hæð voru breið og geysimikil, með rauðum dregli og látúnsstöngum. Á veggj- unum héngu gömul málverk og skuggaleg, og uppi yfir stiganum ýmisleg merki um veiðiafrek Sylvesters: Bjarna- og elg-höfuð úttroðin, alls konar vopn o. s. frv. Go.ttlieb hafði skýrt honum frá, að þegar mágkona hans var nýgift og komin til Bjarkaseturs, hefði hún þegar tekið sér fyrir hendur að •umbylta öllu í húsinu til að setja á það „herragarðsblæ.“ Hún kvaðst ekki ætla sér að búa á bóndabæ. — í æsku hafði hún oft verið gestur á dönskum herragörðum, og þeir urðu síðan fyrirmynd hennar á alla vegu. Miðdegisverður var daglega fram- reiddur stundvíslega klukkan sex síðdegis. I borðstofunni stóðu tveir armstólar við ferhyrnt borðið, sem ætíð var skreytt silfri og blómurn og kristalli eins og til veizlu. Hún hafði krafizt þess afdráttarlaust, og komið því í framkvæmd, að haft skyldi fataskipti til miðdegisverðar. Hversdagslega gekk hún sjálf í perlugráum silkikjól, sem virtist vera úr hreinasta hýjalíni. Þegar 13

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.