Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 39
K. Kv. DÆTUR FRUMSKÓGARINS 123 mátti í svip hans sjá að honum var slíkt lof- orð þvert um geð. „Eg geng ekki að því!“ mælti nú Gómez, er hlustað hafði á samtalið án þess að leggja orð í belg. „Þú! Hver gefur þér rétt til að tala þannig?“ mælti Banderas með þjósti. „Kjósið þið heldur að hafa mig á móti ykkur, en með ykkur? Gott og vel. En hitt get ég sagt ykkur, að ef fjársjóðurinn í Gim- steinadalnum er á annað borð svo stór, sem af er látið, þá munuð þið ekki sjá eftir þótt þið skiptið jafnt á milli þriggja.“ Banderas hugsaði sig um andartak. Um síðir mildaðist svipur hans og hann mælti: „Kraía þín er réttmæt og ég mun því gera það að skilyrði fyrir samvinnu við hr. Marano, að við skiptum jafnt á milli okk- ar þriggja." „Eg þakka þér velvilja þinn í minn garð“, svaraði Gómez þannig, að ekki var auðið að ráða í hvort hann drao-i dár að félasra sínum, eða ekki. „Við erurn þá ásátir uin skiptin,“ mælti Marano, þegar hann sá að húsbóndi og þjónn höfðu jafnað misklíð þann, er á milli þeirra var. „Haldið áfram, hershöfðingi!" „Það verður þarflaust að ljúga nokkurri sakargift á hinn unga mann, sem veit leynd- armálið. Það ber svo vel í veiði, að ég hefi sannanir fyrir því, að liann er brotlegur við lög þessa lands. Við getum gert honum tvo kosti: Annaðhvort segi hann okkur allt, ,sem við viljum vita um Gimsteinadalinn eða við framseljum hann í hendur réttvís- innar. Eg er ekki í minnsta vafa um hvorn kostinn hann tekur.“ Marano var hinn kátasti, og neri lófana í ákafa. „Svo þetta er þá glæparokkur, hvort ið er!“ mælti hann og hló illhryssingslega. „Þá liöfum við fantinn. En segið mér nú nafn hansl“ „Hann er negri,“ mælti Banderas rólega, „sem ásamt systur sinni hefir flúið frá hús- bónda sínum." „Negri!“ endurtók Marano undrandi. „Hér eru engir negrar aðrir en Pumpjuo og kynblendingurinn Skipio. Hvorugur þeirra á systur hér.“ „Þótt hann sé negri, þá er hann jafn hvít- ur eins og við.“ „Hver djöfullinn! Hvað heitirhann! æpti Marano. „Hann heitir Henri“, svaraði Banderas rólega. Hann býr með systur sinni, sem er dulbúin sem karlmaður, í bjálkahúsi utar í þorpinu. Þau eru bæði áttungar." „Þú segir mikil tíðindi, hershöfðingi góð- ur. Þessi strákur og hinn dulbúni bróðir hans, hafa á sér vanþóknun allra þorpsbúa, vegna stoltlegrar framkomu, svo vel ber í veiði hvað það snertir. Ef gullfararnir fengju að vita að þau eru strokuþrælar, þá mundu þeir flá þá lifandi, eins og ég stend hér og heití Mortimar Marano. Eg skal strax láta taka hann fastan og yfirheyra liann undir fjögur augu og gera honum síðan tvo kosti. Og þið getið bölvað ykkur upp á, að ég skal ekki vera lengi að tala um fyrir drengnum!“ „Nei, hr. Marano! Það megið þér ekki gera!“ „Hvers vegna ekki?“ „Eg verð að vera viðstaddur, þegar þér yfirheyrið hann.“ mælti Banderas. „Og ég líka,“ mælti Gómez. „Treystið þið mér ekki?“ æpti Marano. „Nei,“ svaraði Banderas kuldalega, „og ég vil bæta því við, að yður er bezt að gera ekkí tilraun til að meðhöndla mig á sama hátt og maður með yðar nafni nákominn ætt- ingja minn í Mexíko. Eg mun gæta mín, munið það.“ „Eg geri eins og mér sýnist,“ mælti Ma- rano háðslega, „og ef ég skyldi nú yfirheyra áttunginn einn?“ „Það mundi ekki koma yður að neinu gagni. Því áður en yður tækist það, mundi 16*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.