Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Síða 63

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Síða 63
N. Kv. DULRÆNAR SÖGUR 143 mílu suður fyrir Kríuskerið, en næsti bátur á eftir okkur var á hlið við áðurnefnt sker. Svo voru tveir bátar heim undir Spidereyj- unni, er óveðrið skall á, og komust aftur heim í höfnina með naumindum. Það var eins og stormurinn gæfi engan fyrirvara. Þegar hann kom yfir, var á sömu stundu kornið ólátaveður, svo að vatnið í'auk; menn rifu niður seglin, því að engu mátti muna, að um færi; beitiásar voru bundnir niður, því að annars hefðu þeir slegizt út í vatn. — Ekki varð ráðið við neitt; varð því að hleypa undan veðri að austur- ströndinni, þó að ekki væri álitlegt innan um öll þau sker, er á þeirri leið eru á tveggja mílna svæði til meginlandsins. Að því kom líka, að bátur- okkar straukst við eitt skerið; mátti sannarlega engu muna, að þar yrðum við til, en bátinn sakaði þó ekki. Komum við að meginlandinu um kl. 9 fyrir hádegi. Svo kom nokkru seinna annar bát- ur, er lenti skammt frá okkur. — Við urðum þarna veðurtepptir þann dag, næstu nótt og þar til um kl. 4 síðdegis næsta dag, að við komumst til Spidereyjar, með fullrifuðum seglum; vindur var þá orðinn sunnanstæð- ur, svo að gott leiði var komið fyrir okkur. Bátinn, sem lenti hjá okkur, hafði alda tek- ið yfir eitt skerið; var hann því dálítið skemmdur í botninn. Sá bátur, er var á hlið við Kríuskerið, sein- ast er við vissum.náðiekkiseglunumniður í tíma, svo að veðrið sló honum á hliðina og hvolfdi síðan. Mennirnir þrír komust allir á kjöl, þó að vatnið skolaðist yfir þá. Þetta sáu þeir á bátnum, er voru heimundir Spider, en ekkert viðlit að bjarga í slíku ofviðri. — Var nú sendur gufubátur, er liafður var til að draga bátana í mótvindi, þegar netja var vitjað, og flytja fiskinn til Warrens Landing í veg fyrir milliferðabát- inn. Kornst gufubáturinn með illan leik á vettvang, rétt áður en bátinn fór að reka inn í skerin. Tókst að ná þeim tveimur, er á kjölnum voru, því að sá þriðji var áður búinn að segja „good-bye“ og sleppa sér í vatnið. Voru þessir tveir nrjög aðfram- komnir þó að þeir hresstust furðu vel á nokkrum dögum. Þegar veður leyfði, var farið að reyna að finna þann drukknaða, með því að slæða, en sú tilraun vildi ekki heppnast. — Átta dögum eftir slysið var hafin leit með fjörum meginlandsins austur af Spider. Fundum við líkið, er var skammt frá þeim stað, er við tókum land óveðursdaginn; var það byrjað að rotna og þar af leiðandi farið að fljóta uppi, því að heitt er vatnið orðið í júlí og ágúst. Var nú siglt með það til Spider, en svo undarlega tókst til, að þá er við komum að bryggjunni, var lent við staurinn, þar sem ljósin sáust; þar var líkið tekið af bátnum, komið í kælirúm og búið um, svo að það yrði sent inn með næsta bát. — Menn þeir, er voru á bátnum, sem fórst, voru frá Fisher River við Winnipegvatn, eða nálægu umhverfi þar. Kvæðasafn Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi er nýkomið út í þrem stórum bindum. Er útgáfan mjög vönduð. Það verð- ur selt bæði heft, í rexínbandi, í bandi með skinnkyli og skinni á hornum og í alskinni. — Menn geta fengið það keypt hjá bóksölum eða beint frá út- gefanda, sem er ÞORSTEINN M. JÓNSSON, Akureyri.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.