Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 20
6 SÆNSKIR HÖFÐINGJAR N. Kv. komu inn í birkikjarr nokkurt, þar sem þröngt var. Þar festist hár Hjálmdísar á kvistunum. — Sólin skein svo yndislega fagurt, bæði gegnum birkilaufið og á ljósa hárið henn- ar, sem hún var að berjast við að losa, að henni fannst eins og allt og allir hefðu átt að hrópa hátt af fögnuði. En Þorgrímur faðir hennar veitti engu eftirtekt. Hann hélt áfram án þess að líta við, og þegar hún losnaði, var hann horfinn. Hún kallaði á hann, en fékk ekkert svar. Og enginn sá Þorgrím bónda upp frá því. — Hjálmdís hélt áfram að ferðast um úti við, eins og áður, og á veturna baðaði hún sig í snjó til þess að herða sig. ---Einn hinna glöðu gesta, sem setið höfðu við borð Þorgríms bónda, þegar hún var færð honum í hjálminum forðum, hét Þorvaldur Hjaltason. Hann var kominn alla leið utan af hinu fjarlæga íslandi. Þor- valdur kunni allra manna bezt þá list að segja sögur. Og jró að hann væri ekki skáld sjálfur, vissi hann góð skil á skáldskap og fornum fræðum, enda var hann fróðleiks- maður hinn mesti. Dag nokkurn eftir hvarf Þorgríms bónda bar Þorvald Hjaltason aftur að garði og tók sér gistingu hjá Hjálmdísi. Hann sat. hjá henni við eldinn og ræddi við hana lengi um föður hennar og um svipi hinna dauðu í Helheimi. — — Ég ætla að leita hans þar — meðal hinna dauðu, mælti hún allt í einu við Þor- vald, þegar hann hafði lokið máli sínu. Og svo yfirgaf hún hann í flýti og skundaði til skógarins. Þegar hún hafði gengið allan daginn til kvelds, tíndi hún ber í skóginum til þess að seðja hungur sitt, en hún gaf sér engan tíma til að hvíla sig. Meira og meira fjarlægðist hún alla bústaði lifandi manna. Og að lok- um kom hún þangað, sem trén stóðu ekki í blóma, heldur voru hálfvisin, grá eins og af elli og krælkótt, flækt saman í bendu. Þar óx heldur enginn mosi til þess að gera steinana að mjúkum sætum til hvíldar þreyttum vegfaranda. Jörðinu var þakin gróðurlausum sandi og sumsstaðar var dökkt klettaklungur. — Þá fór hún að veita því athygli, að allt í kringum hana sveim- uðu bleikar verur, og var loftið umhverfis þær svalt eins og yfir uppsprettulindum. — Þið eruð svipir hinna dauðu, hvíslaði hún og tók að skjálfa. Nú byrjaði hún að klifra niður á við — stöðugt lengra og lengra niður í gil eða gjá milli rakra og kaldra kletta. Neðst kom hún í víðan hring með þrepum allt í kring, sem líktust bekkjum. Þetta var dómhring- ur, og þar settust hinar fölu vofur niður og biðu þess að verða dæmdar. Ennþá dýpra niðrj heyrði hún þungan árnið og þar grillti í ógurlegt vatnsfall með hvítfyssandi straumkasti. Og á bakkanum hinum megin árinnar var aragrúi af svip- um — höfuð við höfuð, eins langt og augað gat séð í hinu undarlega húmi. Henni fannst þó ekki enn að hún vera. þarna með öllu yfirgefin og hjálparvana. Við hlið hennar gekk vinaleg kona, sem horfði á liana með ástúð í augnaráðinu. Hún minnti hana á mánaskinið á kveldin heima í stofunni hjá Þorgrími bónda. — Það er ekkert til, sem hægt er að dæma svona barn fyrir, mælti hin milda kona og ýtti Hjálmdísi framhjá bekkjunum og inn í stóran barnahóp. — Sjáið, hún er ennþá rauð á fingrunum af berjum þeim, er hún alveg nýlega tíndi í skóginum. í fyrstu var Hjálmdís hiædd við börnin,. vegna þess að þau voru svo föl yfirlitum, En yfir Jreim hvíldi einhver bjarmi sak- lausrar glaðværðar. Og áður en hún vissi af, var hún farin að leika við þau og klappa þeim með hindberjarauðum fingrunum. — Hvað heitir þú? spurði hún litla stúlku, sem hún hélt í hendina á. — Líkast til heiti ég nú — Gleymd, svar- aði barnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.