Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 62

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 62
48 VORVÍSUR N. Kv. Loftið fyllist blíðum blæ. Blómin gylla sunna, akra, sillur, ár og sæ, engi og villirunna. Bráðnar mjöll og blána fjöll, blóm á völlum una. Heyrast sköll, er fossa föll fram af stöllum bruna. Fuglar óðum flykkjast inn fjalls um slóð og ögur. Ástaróðinn semja sinn, syngja ljóðin fögur. Opna leið til ununar ástin greiðir frjóa, eiga hreiður allsstaðar úti um heiði og móa. Lítil bið í laufgum við lyftir friðarmuna. Lóuklið og lækjarnið ljúft er við að una. Um græna bala og gróna jörð gleymir kala og hryggðum, unir smali einn með hjörð innst í dalabyggðum. Um hóla og kletta hringagná hleypur létt að smala. Laufin spretta, lömbin smá leika sér um bala. Ærnar mæna á lambaleik ljóss í væna salnum. Unir frænings ekni eik í laufgræna dalnum. Unaðs fangi umvafinn ærnar ganga og smalinn. Blóma angar ilmurinn endilangann dalinn. Yfir sjá og silungs á, sveit með gljáum ósum, sólin háum himni frá hlýjum stráir ljósum. Dagur líður, nálgast nótt. Nætur þýði svalinn andar blíður, allt er hljótt upp um hlíð og dalinn. Þögn er nóg í þrasta skóg, þrotinn lóu kliður. Ut um sjó og inn í mó unaðs ró og friður. Eykur njóla yndi og frið eflir sólar dvala. Leikur gjóla um lágnættið létt við f jólu bala. Glitrar skrúð um bala og börð. Brim á flúðum mæða. Breiðist úði yfir jörð eins og brúðarslæða. Draums í fangi hvíla hljótt hæðir, drangar, víkur. Blómin anga blítt og rótt, blær um vanga strýkur. Allt er hljótt, nær dagur dvín dregur þrótt úr mengi. Bjarta nótt við brjóstin þín, blunda ég rótt og lengi. Ef að bágt er ástandið, ættum þrátt að muna, gráta lágt, en gleðjast við guð og náttúruna. ísland kæra eyjan mín, unaðs mæru sveitir, blessun færir börnum þín, björg og næring veitir. Himna sjóli lið sem ljær lands um ból og reiti, meðan sól í heiði hlær hjálp og skjól þér veiti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.