Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 21
,N. Kv.
SÆNSKIR HÖFÐINGJAR
7
Hjálmdís sneri sér þá að þeirri næstu og
lagði sömu spurningu fyrir hana. En hún
fékk sama svar:
— Ég heiti sjálfsagt Gleymd líka.
Nú reið Hel sjálf, drottning undirheima,
eftir árbakkanum hinum megin á þrífætta
hestinum sínum. — Hún var hvítgrá eins og
krít og hrópaði yfir ána:
— Ég hefi skarpari sjón en allir aðrir. Og
ég sé vel, að þú átt ekki hér að vera, bam
litla! Að hverjum leitar þú? Sé það faðir
þinn, þá situr hann nú í sölum Óðins, ef
hann hefir fallið fyrir sverðum eða varpað
sér fyrir björg. — En konur eiga ekki auð-
veldan aðgang til Valhallar. . . . En hvort
sem hann heldur er í sölum Óðins eða hér
hjá mér, þá vona ég samt eitt, og það er, að
einnig hann bráðlega megi heita: Gleymd-
xir!
Og svo skellti dóttir Loka upp úr og hló
svo að dundi í hellum og gjótum allra und-
irheima.
Hjálmdís hafði hulið höfuð sitt í kjöltu
•góðu konunnar. En nú stökk hún upp grip-
in svo mikilli skelfingu, að hún gáði
einskis, heldur flýði sem fætur toguðu upp
þrepin. — Hún hljóp og skreið og stökk og
fann hinn hrollkalda gust, er lagði frá hin-
um dánu svipum, þegar hún fór framhjá.
ískaldur svali lagði frá klæðum þeirra, en
enginn stöðvaði hana, né lagði til hennar.
— Hún var einungis barn. —
Loksins fann hún, að hún var komin alla
leið út á milli trjánna, fann andvarann, sem
þar lék um hana, og sá himininn, sem
breiddi sig fyrir ofan hana.
Nóttin var ekki myrkari en það, að hún
gat ratað. En heim komst hún ekki- fyrr en
albjart var orðið. — Þrællinn, fóstri henn-
ar, sat á þröskuldinum með mjólkurfat og
mataði snákinn, sem átti bústað undir horn-
steini hússins, og oft var vanur að skríða
fram að arninum. — Honum sagði Hjálm-
dís sögu sína.
Þegar þrællinn hafði hlýrt á hana til
enda, raulaði Iiann fyrir munni sér, eins og
hann væri að gera gælur við snákinn:
— Þú, vitri ormur, Iivað heldur þú? Barn-
ið hefir sofnað úti í skóginum, og þar hefir
liana dreymt um allan þann fróðleik, sem
Islendingurinn sat og talaði um fyrir lienni
í gær. ... Þó — já, hver veit? Kannske það
hafi líka verið eitthvað meira en einbert
draumarugl? Um það voga ég, vesall og fá-
vís þræll, ekki að segja neitt. — En vissulega
er það þungbært að hugsa til þess, að svo
góður húsbóndi og gildur þegn, sem Þor-
grímur bóndi var, skuli nú bráðlega vera
öllum gleymdur.
Þorvaldur Hjaltason sat inni í stofunni
og heyrði orð þrælsins. Hann stóð þegar á
fætur og skundaði út berhöfðaður. Hann
mælti:
— Þú mælir af þínu viti, góði þræll. En
það skalt þú vita, að rúnirnar eru nú komn-
ar til vor frá Óðni, og eru þær ágætastar
allra hluta, er hann hefir veitt oss. Einskis
virði er bæði gull og stál borið saman við
rúnirnar. — Áður stóðu bautasteinarnir
þögulir og naktir. En upp frá þessu munu
rúnir prýða steinana eins og laufið grein-
arnar. Og nú geta meira að segja þeir, sem
dauðir eru, mælt við oss. Sigurrúnir, lög-
rúnir, ættrúnir, skáldrúnir — heill sé yður!
Þið varðveitið minningarnar! Þið hafið
drepið alla gleymsku!
Að svo mæltu bað hann þrælinn að koma
með sér. Og niðri á sjávarbakkanum undir
hinni fornu hengibjörk, sem þar stóð,
reistu þeir bautastein til minningar um
Þorgrím bónda.
Eftir að Þorvaldur liafði rist þær rúnir,
sem honum líkaði, kvaddi hann Hjálmdísi
og kyssti hana, og hélt svo leiðar sinnar.
Eftir það sat hún oft löngum á kveldin í
grasinu við bautasteininn. — Og þegar hún
smám saman fór að skilja mátt rúnanna
varð henni oft að gráta af gleði. En það var,
þegar vegfarendur staðnæmdust við bauta-