Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 17
N. Kv.
FRÁ INGJALDI PRESTI JÓNSSYNI
3
með Ingjaldi presti um hríð, en hvarf þó
lieim aftur, að líkindum fyrir áskoranir for-
eldra sinna. Höfðu menn það fyrir satt, að
hún hefði fellt svo sterkan hug til séra
Ingjaldar eftir gistingu hans að Fjöllum,
að ekki yndi hún fjarvistum við hann. Má
og vera, að þetta tiltæki hennar hafi verið
ráðið með þeim, þá er þau hittust á FjöII-
um, er þeim gazt vel hvoru að öðru, því að
Helga væri hin fríðasta kona, og ágæta-vel
að sér til munns og handa.
Skömmu eftir jretta varð Helga þunguð,
og töldu flestir, að Ingjaldur prestur mundi
valdur að. Fékkst þó annar maður að gang-
ast við barninu. Var jrað mær, og hlaut
nafnið Jóhanna. Giftist hún síðar Gunnari
nokkurum, Skagfirðingi, og fluttist með
honum til Vesturheims. En sá Gunnar var
bróðir Jóhanns hreppstjora í Keldunesi,
föður Sigurveiarar, konu Guðmundar á Þór-
ólfsstöðum, en jrau voru foreldrar Jóhann-
esar, sem nú er kennari á Húsavík og Pál-
ínu, konu Snorra Jóhannessonar frá Fells-
seli í Kinn. — Helga giftist síðar norður í
Kelduhverfi, Ásmundi nokkurum Einars-
syni.
5. Frá Guðbjörgu á Sandi.
Þá er séra Ingjaldur var í Nesi. bjó bóndi
sá á Sandi, jrar í sókninni, er Guðmundur
hét, Pétursson, bónda í Mýrarseli, Eiríks-
sonar. En kona Guðmundar var Ingibjörg,
dóttir Vigfúsar bónda í Naustavík, Þor-
steinssonar. — Guðbjörg Itét dóttir þeirra
Guðmundar og Ingibjargar. Hún var
kvenna fríðust, og vel að sér um marga
hluti, glaðlynd og skáldmælt. Felldu jrau
brátt hugi saman séra Ingjaldur og Guð-
björg, og hélzt vingfengi þeirra, meðan
Ingjaldur prestur var í Nesi. Dvaldi hún
oftlega í Nesi tímum saman með séra
Ingjaldi, og er Jress ekki getið, hversu konu
prests hafi líkað.
Eitt sinn var það á messudegi, jrá er
Helga Gottskálksdóttir frá Fjöllum dvaldi
í Nesi, að Guðbjörg kom til kirkju meðal
annars messufólks. Mættust þær Helga í
bæjardyrum, og hafa þær þá efalaust haft
spurnir hvor af annarri. Mælti Guðbjörg
til Helgu: „Sæl vert þú, jómfrú!“ En Helga
svaraði: „Svo segjurn. við hvor um aðra“.
Ekki er getið annarra viðskipta þeirra.
Þau Ingjaldur prestur og Guðhjörg skipt-
ust á Ijóðabréfum, og munu Jrau nú týnd,
nema Jressi vísa Guðbjargar til Ingjaldar
prests:
Meðan blóðið hjarta heitt
hrærir líf í æðum,
mín skal góða gæzkan veitt
glansa móðu Tý óleitt.
Svo lauk viðkynningu þeirra, séra
Ingjaldar og Guðbjargar, að aldrei áttu jrau
barn saman.
Síðar, er Guðbjörg var vistum á Grenjað-
arstað, komst hún í kvnni við Pál gullsmið,
Pálsson, Sigurðssonar. SáPállSigurðssonvar
bróðir Valgerðar, konu Hallgríms bónda á
Ljósavatni; en Jreirra dóttir var Þuríður,
kona séra Jóns í Reykjahlíð, Þorsteinssonar,
ættföður Reykjahlíðarættarinnar síðari.
Þau Páll og Guðbjörg eignuðust dóttur
þá, er Páh'na hét, og lengi var á Húsavíkur-
bakka og dó jrar. Hennar maður var Sigurð-
ur Sveinbjörnsson, og var þeirra sonur Fló-
vent Sigurðsson á Árbakka, er drukknaði í
Botnsvatni, faðir Jreirra Alberts, Helga og
Jóns Flóventssona, — og fleiri voru ]Dau
systkin.
Síðar giftist Guðbjörg Guðmundsdóttir
Jónatan nokkrum, eyfirzkum manni. Var
hann sönggefinn, og lék á langspil. Flutt-
ust þau út í Grímsey, og var Guðbjörg Jrar
ljósmóðir. Þeirra sonur var Baldvin, faðir
Kristjáns Baldvinssonar, sem vinnumaður
var í Torfunesi, og víðar í Kinn.
6. Frá Guðmundi á Fjalli og Ingjaldi presti.
Þeir voru góðkunningjar séra Ingjaldur
og Guðmundur,'er þá bjó á Fjalli, sonur
l*