Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 38
24
HUGLEIÐINGAR UM BÆKUR
N. Kv.
máttarstoðin fyrir lýðræði og frjálsri hugs-
un í hverju þjóðfélagi. Þótt bækur séu
brenndar af einræðisherrum og prentfrelsi
heft, þá tekur það iangan tíma að uppræta
þær með öllu og meðan þær lifa eru einnig
þær hugsjónir, sem bækurnar hafa flutt,
geymdar. Og þeir menn, sem líta bækurnar
þeim augum, að þær séu aðeins stundar-
gaman, sem fleygja beri í eld að loknum
lauslegum lestri, eru ósjálfrátt að gera sjálfa
sig óhæfari til að vera Joegna hins lýðírjálsa
þjóðíelags.
Ég get vænt þess, að ýmsum þyki þetta
vera fjarstæðukennt, en vér skulum athuga
nánar gildi bóka og lestur yfirleitt. Ég ætla
ekki að tala um þær bækur, sem að allra
dómi geta talizt einskis virði, sem ég raun-
ar býst við að séu harla fáar. Heldur geri ég
ráð fyrir, að bókin flytji einhverja hugsun,
sem lesandanum má að gagni koma, ef
hann einungis vill leggja á sig það erfiði að
leita hennar.
Máltækið „blindur er bóklaus maður“, er
sprottið af þeirri staðreynd, að lestur bóka
færi mönnum víðsýni, lyfti þeim uþp á ein-
hvern sjónarhól eða gefi þeim færi á að
skyggnast inn í nokkra af leyndardómum
mannlífsins, og auðgi þá að reynslu, sem
þeir ekki hefðu getað notið að öðrum kosti.
Högum vor flestra er jDannig farið, að
vort eigið reynslusvið er furðu þröngt. Sá
hluti heimsins og mannlífsins, semossauðn-
ast að skoða um æfidaga vora, er ótrúlega
lítill. Lífið leggur sífelldlega fyrir oss ný
vðfangsefni, sem oss eru ókunn af undan-
genginni reynslu, og Jaað má segja, að bæk-
urnar séu hið eina, sem fvllt getur upp í
þessar eyður einstaklingsreynslu vorrar. í
bækurnar er skráð reynsla og þekking lið-
inna kynslóða. Þær eru boðskapur og arf-
leifð forfeðranna til eftirkomendanna, og
eins munum vér gefa vorum niðjum þann
arf, er vér fáum aflað. Bækurnar kenna oss
um löngu horfnar kynslóðir, siði þeirra og
háttu, tilfinningar og hugsanir. Þannig
skapa þær tengilið á milli aldanna og gera
reynslu fjölda kynslóða að einni órofa
heild. Ef oss skammsýnum mönnum er á
annað borð kleift að læra af árekstrum og
reynslu annarra en sjálfra vor, þá gefa bæk-
urnar okkur áttavita til að stýra eftir. En
bækurnar eru ekki einungis hlutir frá forn-
öld eða geymd frá gengnum kynslóðum. í
bækurnar er einnig skráð reynsla samtíðar-
innar. Þar er að finna allan þann helzta
fróðleik, sem talið er, að nútímamaðurinn
þurfi að vita. í ritum láta djúpúðgustu
hugsuðir samtíðarinnar í ljós hugsanir sín-
ar og boðskap til mannanna. En bækurnar
benda oss einnig inn í undralönd framtíð-
arinnar. Rithöfundar þeir, sem gefin er
andlega spektin eru spámenn mannkynsins.
I ritum Jæirra birtast draumar og þrár
mannkynsins um feguiæi og betri framtíð.
Og reynslan hefir þráfaldlega sýnt oss, að
draumar skáldanna eru oft orðnir veruleiki
fyrr en oss varir. Varla eru þeir menn nú
orðnir miklu meira en miðaldra, sem í
bernsku sinni lásu ævintýralegar sögur um
farartæki er svifu í loftinu með undrahraða,
eða ösluðu um hin myrkustu undirdjúp
hafsins í kapphlaupi við hvers konar sjó-
kindur, þá hristu menn höfuðin yfir fjar-
stæðunum og ósköpunum, sem menn gætu
látið sér til hugar koma. En nú eru þetta
jafnájmeiíanlegar staðreyndir og það, að
vér göngum á tveimur fótum.
En í bókunum er fleira en Jmrrt safn
staðreynda og fróðleiks. Þær eru gæddar lífi
og sál. í J^eim kynnumst vér tilfinningalífi,
ástríðum og eiginleikum mannlegra sálna,
sem fjarr eru voru daglega umhverfi. Allt
frá hinum frumstæða villimanni til hins há-
menntaða og vitrasta heimsborgara. Þessir
menn verða oss allir hugstæðir eins og þeir
dveldu mitt á meðal vor. Þannig aukum
vér kunningjahóp vorn og það á miklu
frjórri og heillavænlegri hátt en með því að
umgangast margt af samferðamönnum vor-
um. Og ekki má heldur gleyma því, að