Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 44
30 VITASTÍGURINN N. Kv. berginu og var að skrifa. Ég varð þess aldr- ei var, að hún sendi neitt bréf, hún aðeins skrifaði og skrifaði, hverja blaðsíðuna á fætur annarri og. . . . brenndi þeim síðan! Ég stakk upp á því, að við skyldum ferðast til útlanda, því að ég hélt, að það myndi verða henni til afþreyingar og hressingar. Það hlaut að vera eitthvað að taugum henn- ar. Ég gerði óteljandi sjúkdómsgreiningár, en allt var jafn dularfullt og óskiljanlegt. Ég reyndi allt, sem hugsast gat, en ekkert kom að haldi. Bænþrungin augu hennar sögðu aðeins eitt og hið sama: Láttu mig í friði. Loks rann upp fyrsti aðfangadagur á nýja heimilinu okkar. Ég hafði lengi lilakk- að til hans og dreymt um að halda hann há- tíðlegan, eins og við vorum vön að gera heima á prestssetrinu, þegar ég var barn. Þetta stafaði ekki af neinni trúhneigð hjá mér. Þú veizt, að ég er ekki þannig gerður; ég hefi einna helzt verið algerður fríhyggju- maður. Það er svo einkennilegt með okkur prestssyni, sem höfum alizt upp á strang- kristilegum heimilum.. að tilfinningalíf okkar snýst oft í þveröfuga átt. En ég var nú samt svo afbrigða hamingjusamur, að ég varð barn á ný. Ég segi þér alveg satt, að ég fór að lesa jólasálma og gekk um og raulaði: Heims um ból lielg eru jól, — og í Betlehem er barn oss fætt,-------- Ég hafði líka náð í ofurlítið jólatré og skreytti það eftir beztu getu með marglit- um pappírsræmum, eplum og gylltum hnet- um og öllu tilheyrandi. Ég var á ný tekinn að trúa á Jesúbarnið, á jötuna í Betlehem, á vitringana frá Austurlöndum og stjörnuna, sem vísaði þeim leið. Allt þetta reis nú upp í huga mínum, skært og bjart og geislandi fagurt. Ég var hamingjusamur. Ég varð að loka lækningastofunni um daginn til þess að gera allt sem hátíðlegast. En hvað Elín myndi verða hissa! Nú hlaut hún að verða glöð og brosa til engilsins í trétoppinum, hans, sem birti hinn glaða boðskap jólanna. Ég sá lítið til hennar all- an daginn; hún sat alltaf inni í litla her- berginu sínu og skrifaði í sífellu. Ég vildi ekki ónáða hana. Annars var ég sjálfur svo önnum kafinn, og allur með hugann í sælu- draumum bernsku minnar, að ég hugsaði lítið út í, að hún sat einsömul þarna inni. Ég ætlaði að hlífa henni sem mest við allri fyrirhöfn og umstangi. Loksins kom að því að kveikja á kertun- um, og svo opnaði ég dyrnar á herbergi hennar. Hún stóð þá frammi við dyr, — og hún hafði víst staðið þar lengi og beðið þess, að ég skyldi opna hurðina. Ég opnaði faðminn við henni og sagði: Elín, nú er ég búinn að kveikja á jólatrénu! Hún steig tvö-þrjú fet áfram, starði utan við sig á tréð, 1 jósin, á allt saman. Loksins festi hún inndælu augun sín á englinum með pálmagreinina. Hún var ná- föl, Gottlieb, og augu hennar voru óeðli- lega gljáandi. Ég barðist við að kæfa grát- inn, sem brauzt upp í kverkar mér mitt í allri þeirri hamingju, sem ég hafði hugsað mér. Ég ætlaði að taka hana í faðminn og kyssa hvíta ennið hennar; en þá hné hún á kné fyrir fætur mér og lá þannig þögul og með örvæntingarsvip, en þó án þess að gráta, og starði á trétoppinn. Loksins greip hún í barm sér og dró upp bréf, sem hún rétti mér; ég sá varir hennar bærast, en gat aðeins greint tvö orð: „Jólagjöfin mín“. Svo hneig hún alveg niður. Ég bar hana upp og lagði hana á rúmið. Síðan lagði ég kalda bakstra á gagnaugu hennar og reyndí allt, sem mér gat komið til hugar. „Það er ólag á taugunum þínum, barn,“ sagði ég, „þú þarft aðeins hvíldar við. Ég hefi séð mörg tilfelli ef þessu tagi. Þú verð- ur óefað bráðum frísk aftur.“ Hún fylgdí öllum hreyfingum mínum með órólegum augum. En loks lokaði hún augunum. Ég hélt, að hún svæfi, og fannst bezt að lofa henni að vera einni dálitla stund. Þegar ég kom ofan aftur, stóð litla jólatréð mitt þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.