Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 59
N. Kv.
VITASTÍGURINN
45
„Við skulum ganga ofan að naustinu,
Stolz.“
Þeir gengu ofan að sjónum, og Roosevelt
og „Sancho" fóru með þeim. Þessir tveir
voru þegar orðnir vinir. Roosevelt fleygði
smásteinum í sjóinn og vildi láta ,,Sancho“
synda, en það vildi hann ekki. Hann hafði
fengið nóg af sundinu í nótt.
Björgunarbelti var á reki rétt uppi við
flæðarmálið. Adam tók krókstjaka og dró
það á land. Það var merkt „E/S. Sancho frá
Litlasandi". Hann hengdi það inn í naust-
ið. Rétt á eftir tók hundurinn að ýlfra dá-
lítið utar í fjörunni-rak upp löng, vein-
andi hljóð. Roosevelt kom hlaupandi:
„Pabbi, pabbi, það liggur maður úti hjá
Hellum, hann hefir svart skegg.“ Þeir
hlupu þangað, sem hundurinn stóð í þara-
brúkinu yzt í flæðarmáli. Þar lá lík af sjó-
tnanni. Það lyftist öðru hvoru af ólgunni
við fjöruborðið. Augun voru lokuð. Hann
svaf fast. Sjóhatturinn guli var hnýttur
undir hökuna og sást aðeins í fölt, svart-
skeggjað andlitið.
Hundurinn beit í frakkakragann og
reyndi að draga manninn á land, en vann
ækkert á. Hann lagðist þá niður í þarabrúk-
Jnu hjá líkinu og sleikti andlit þess. Þá fór
Roosevelt að gráta. Honum hafði eigi skil-
Jst, hvað um var að vera, fvrr en nú. Adam
°ð út í og bar líkið í land. Kröger hjálpaði
honum til að leggja það inn í naustið. Þetta
var maður á þrítugsaldri, sennilega skip-
stjórinn. Gildur gullhringur blikaði á
hægri hendi hans.
..Sancho“ lagðist við höfuð hins látna og
varð eigi hnikað þaðan. Þeir vildu ekki
veka hann burt og létu hann því fá að
hggja í friði. Hinn látni hafði verið hús-
bóndi hans í gær, og hundurinn gat því
ækki annað skilið, en að það hlyti hann
einnig að vera í dag.
Kröger stóð og horfði á þessa tvo vini og
sagði síðan við Adam:
„Sancho Panza og riddarinn aumi og
hryggilegi!"1) Hann tók í hönd hins látna.
„Mér virðist þetta ekki vera neitt aum-
legt né hryggilegt,“ sagði Adam.
„Dauðinn er því nær ætíð hryggilegur."
„Nei,“ sagði Adam, „lítið þér á hann, sem
hérna liggur, hann brosir. Síðasta hugsun
hans hefir sennilega verið konan hans og
bömin heima, og þeim sendi hann sitt síð-
asta bros.“
„Þér hafið rétt að mæla, þér hafið ætíð
rétt, undarlegi maður. Það er lífið, sem er
hryggilegt, dauðinn oftast nær ekki.“
„Það eru vor eigin sjálfskaparvíti," sagði
Adam rólega.
„Ef til vill. Þér hafið sennilega rétt í því
líka. Nú minnist ég þess, að þegar faðir
minn andaðist, þá brosti hann. Ég var þá
sextán ára gamall. Ég var svo hrærður af
þessu, að tilfinningar mínar brutust fram
í kvæði, því eina, sem ég hefi ort á ævinni:
Faðir! Hvað skyldi bros þitt boða,
er brátt þú hneigst í dauðans fang?
Kannske þú sjáir sólarroða
sígylla Paradísar-vang.“
Þeir stóðu þögulir um hríð, svo sagði
Adam alvarlega:
„Ég hefi aldrei fyrr heyrt yður tala á
þennan hátt, læknir."
„Ég er ef til vill í hreinna lofti hérna
efra,“ svaraði hann hljóðlátlega.
Þegar Kröger læknir fór heim til sín um
morguninn, virtist honum hann vera orð-
inn annar maður. Það var eitthvað innan-
brjósts, sem hafði valdið honum kvöl og
sársauka, en hafði nú losnað. Lífið var þó
ef til vill ekki eins hryggilegt, og hann hafði
talið, þegar öllu var á botninn hvolft?
„Sjálfskaparvíti, sjálfskaparvíti." Þessi
vitavörður var sannarlega merkilegur mað-
ur.
(Framhald).
J)Sbr. skáldsöguna: Don Quijote eftir spænska
skáldið Cervantes Saavedra (1547—1616). ÞýO.