Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 26
12
SÆNSKIR HÖFÐINGJAR
N. Kv.
hér. — Einkabarn mitt var aðeins stúlka, og
það tók ég svo nærri mér, að ég leitaði
dauðans og kastaði mér fyrir björg.
Hjálmdís skyggði fyrir augun og sá nú að
þetta var enginn annar en Þorgrímur
bóndi, faðir hennar. Hún hljóp til hans,
vafði hann örmum og grét af fögnuði.
— Faðir minn, mælti hún, — að endingu
fann ég j:>ig. Hér er ég nú komin til þess að
færa þér vopn þín. Mikið gagn hafa þau
gert mér og vel vörðu þau mig, allt þangað
til ég sjálf lá undir fyrir sverðshöggunum.
Þá grét gamli maðurinn og vafði hana
upp að sér. . . . En nú varð allt í einu hljótt
í Valhöll og allir hlustuðu: Fjarlægur
hörpusláttur frá Fyrisvöllum hljómaði alla
leið þangað upp.
Valkyrjurnar lutu hver að annari og
hvísluðu:
— Sjáið, systur! Nú fagnar Þorgrímur,
hinn góði bóndi, vegna þess að hann átti
dóttur.
C. Krause:
Dætur frumskógarins.
Saga frá Mexíkó. Guðmundur Frímann þýddi.
(Framhald).
XXVII.
í ÞORPI PEKOANNA.
Eins og lesandinn man, lofaði Ruben
úrasali þeim félögum, Járnhönd og Nevado,
er hann yfirgaf þá, að hann skyldi frelsa
indíánastúlkuna Skógarblóm, unnustu
Nevados. En hún var fangi í þorpi peko-
anna.
Að kveldi sama dags kom hann hljóð-
lega út úr frumskóginum þeim megin við
Colorado, sem þorp pekoanna var.
Það leit út fyrir að hann kæmi langt að,
því að klæði hans voru rykug og skórnir
leirugir. Engin þreyta var þó sjáanleg á
honum, öðru nær. Svipurinn var einbeitt-
'ur, eins og þess manns, sem hvggst að vinna
mikil afrek. Hann stefndi til þorps peko-
anna. Hundurinn Kosta fylgdi honum fast
á hæla.
Eftir því sem hann nálgaðist meir
ákvörðunarstaðinn, því varlegar fór hann..
Inni í þéttum skógarrunna námu þeir
staðar og kvekarinn tók ti! nestis síns. Þeg-
ar hann hafði hvílt sig í nokkrar klukku-
stundir skreið hann út úr fylgsni sínu og
hélt ferðinni áfram með sömu varúð og
áður.
Nóttin var dottin á. en tunglsljósið lék
óhugðnanlega um skóginn. Allt í einu
stanzaði Kosta og þrýsti sér upp að hús-
bónda sínum. Ruben nam staðar og skim-
aði í kringum sig, en sá ekkert grunsam-
legt.
„Hvar var það, Kosta?“ hvíslaði hann
lágt.
Hundurinn skildi þegar hvað hann átti
við og læddist hljóðlega á undan húsbónda
sínum út í skóginn. Að vörmu spori nam
hann staðar. Skógurinn var þar gisnari og
tunglsljósið naut sín þar betur.
Ruben faldi sig ásamt hundinum bak