Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 40
26 HUGLEIÐINGAR UM BÆKUR N. Kv. hófsömustu manna. F.inhver kann að svara því, að bókin sé ekki síður áróðurstæki eins og fyrr var ávikið. Það er hún vissulega, en með öðrum hætti þó. Lesandinn, sem hefir bók sína handa á milli, ræður sjálfur með hve miklum hraða hann tileinkar sér efni hennar. Hann getur brugðið við fæti og numið staðar og athugað sinn gang og er ekki truflaður af nýrri upphrópun eða nýrri mynd. Hann getur lesið á milli lín- anna, gagnrýnt og hugsað um þann boð- skap, sem bókin flytur, án þess að vera sefj- aður. Gagnrýni hans og efagirni þarf aldrei að slæfast af litauðgi myndar eða háværum köllum. Þannig skapar hann sér sjálfur stefnu þá, er hann fylgir, en lætur ekki glepjast af glym hávaðamannanna. Það er oft sagt, að lærðir menn og bókfúsir séu ótryggir í flokki á vettvangi stjórnmálanna. Skyldi það ekki að rniklu leyti stafa af því, að samvistir þeirra við bækurnar hafa kennt þeim, að viðhafa gagnrýni og gleypa ekki hugsunarlaust allt, sem að þeim er rétt? Þeir hafa lært að skoða málin frá fleiri en einni hlið og geta því ekki anað beint áfram eftir því, sem flokksþjónustan krefst af þeim. Ég hefi nú farið hér nokkrum orðum um bækur almennt og gildi þeirra, sem fræðara og vinar. En einhver lesanda minna mun eflaust segja sem svo, að þetta sé allt gott og blessað, en bækur séu hins vegar svo dýr- ar, að þær geti aldrei orðið eign almenn- ings, heldur séu þær eitt þeirra gæða, sem efnamenn og yfirstétt geti einir veitt sér. Bækurnar séu ekki fyrir alla, eins og kvik- myndirnar og útvarpið. Þessir menn hafa að vísu nokkur lög að mæla. Hér í fásinn- inu er að vísu torveldara, að gera bækur ódýrar en meðal stærri þjóða, enda þótt ég geri ráð fyrir, að munurinn sé engan veg- inn eins mikill á verði þeirra og við mætti búast í fljótu bragði. Hins vegar verður því ekki neitað, að nú síðustu árin hefir þeirri stefnu skotið upp á íslenzkum bókamarkaði að gera bækur þannig úr garði, að þær verði „lúxus“-vará, sem ekki sé á færi annarra að eignast, en nokkurra peningamanna. Vonandi er hér um að ræða stríðsgróðasýki, og skal ekki fjölyrt meira um það að sinni, en ef til vill gefst mér færi á því á öðrum vettvangi. Undir venjulegum kringumstæð- um eru bækur ekki dýrari en svo, að allir geta veitt sér eitthvað af þeim, ef hugur þeirra stefndi ekki meira að því að afla sér stundarskemmtunar en bókar, sem er var- anleg eign og ánægjuauki. Ef menn al- mennt gerðu sér það ljóst, hvers virði bók- in er sem förunautur og félagi, þá myndu þeir áreiðanlega hugsa sig tvisvar um áður en þeir afréðu að meta meira nokkrar kvik- myndasýningar en góða bók, að ég ekki tali um aðrir skemmtanir og nautnameðöl, sem enn eru óhollari. Þá munu aðrir segja: Við viljum lesa, en við verðum fyrst og fremst að lesa blöðin, svo að við fylgjumst með því, sem gerist og stöndum ekki eins og álfar út úr hól, en við höfum hvorki tíma né fé til að sinna hvort tveggja, bókakaupum og blaðalestri. Mjög hafa þessir menn rétt að mæla. Blöð- in eru orðin svo virkur þáttur í hinu sið- menntaða þjóðfélagi, að enginn getur látið þau fram hjá sér fara. En jafnframt því sem veldi blaðanna hefir aukizt, þá hafa þau einnig verið tekin meira og meira í þjón- ustu áróðurs fyrir einstaka menn og flokka. Og efni blaða vorra er satt að segja löngum fjarri því að vera menntandi, svo að ekki séu stærri orð viðhöfð. Blöðin eru að vísu ætluð til skyndilesturs og að vinna ákveðn- um stefnum fylgi, en aðstandendum þeirra gleymist alltof oft, að blöðin eru nær eina lesefnið, sem í hendur sumra manna kem- ur, og það leggur þeim þá siðferðisskyldu á herðar, að bera þar ekki fram tóma steina í brauðs stað, ef þeir vilja láta blað sitt vera menningarmeðal, en ekki aðeins þröngsýnt áróðurstæki. En einmitt vegna þess arna verður blaðalesturinn oft fremur til ómenn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.