Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 28
14
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
N. Kv.
arinnar hefir hann líka lifað síðan, og aldr-
ei mun hann unna sér hvíldar, fyrr en kyn-
stofn þinn er gjöreyddur. Á þessari stundu
er það hönd hans, sem heldur á sverði refs-
ingarinnar yfir höfði þínu, rauði djöfull, og
getur þú, er þú veizt það, búist við því að
fá a.ð lifa lengur?“
Kvekarinn þreifaði um brjóst öldungsins
og samstundis hné hann örendur út af.
Þótt það, sem skeð hafði, gæti ekki hafa
séðst úr þorpinu, þá þótti Ruben öruggara
að bera líkið þangað, sem kjarrið var þétt-
ara. Kosta hélt vörð á meðan.
Stundu síðar kom indíánahöfðingi í full-
um skrúða út úr runnanum.
• Hundurinn gerði sig þegar líklegan til
að ráðast á hann.
,,Vertu rólegur, Kosta!“
Hundurinn áttaði sig strax og flaðraði
upp um húsbónda sinn, sem hafði klætt
sig í búning gamla indíánahöfðingjans.
Kvekarinn tók nú líkið og lagði það.þar
sem auðvelt var að koma auga á það.
Ruben kallaði nú á hundinn og læddust
þeir hljóðlega lengra inn í dalinn, þó gætti
hann þess að fara ekki lengra en það, að
hann gæti fylgst vel með öllu, sem gerðist í
indíánaþorpinu og í nánd við það. Völdu
þeir sér gott fylgsni og héldu þar kyrru
fyrir, það sem eftir var dagsins.
í þorpi pekoanna ríkti djúp sorg. Þó
urðu indíánarnir fyrst sturlaðir þegar frétt
barst um það, að gamli Makamsch væri
horfinn. Honum höfðu verið falin æðstu
völd í þorpinu í fjarveru sonar síns. Nokkr-
ar konur höfðu séð hann um morguninn á
gangi fyrir utan þorpið. Enginn hafði undr-
ast um hann fyrst í stað, því það var vitað
að hann fór stundum einförum, einkum
ef hann átti eldvatn til að hressa sig á. Á
friðartímum hafði hann í viðskiptunr við
hvíta menn komizt í kvnni við sterka drykki
og orðið ánauðugur þræll þeirra.
Þegar gamli maðurinn var ekki kominn
heim síðari hluta dagsins, þótti það ekki
einleikið og var því hafin leit að honum.
Fannst hann fljótlega, og skelfingunni
verður ekki lýst með orðum, er þeir sáu að
hann hafði verið stunginn beint í hjartað
og að þrír krossar söfðu verið ristir með
hníf á enni hans. Öllum var Ijóst, hver þar
hafði verið að verki.
Lík Makamsch var borið inn í þorpið og
lagt við hlið hinna líkanna.
Meðan þessu fór fram héldu Ruben og
Kosta kyrru l'yrir í fylgsni sínu og biðu næt-
urinnar.
Hugur kvekarans reikaði víða. Honum
var hugsað til haciendu del Rodriquez.
Hver skyldu örlög hennar verða? Skildi
Járnhönd og Nevado hafa tekist að komast
þangað á undan apacha-indíánunum. Þá
væri lraciendunni borgið. Ef til vill hafa
indíánarnir náð henni á vald sitt áður en
Iijálpin kom. Og kvekarinn varð gripinn
skelfingu við umhugsunina um þau örlög,.
sem þá hefðu beðið íbúanna.
Ruben tók fram mvndarnistið, sem hann
hafði fundið á 1 íki Don Rodriquez og virti
myndina af Donnu Maríu gaumgæfilega
fyrir sér. Donna Dolores líktist henni mjög
mikið.
Því næst sneri hann nistinu við. Hafði
honunr aldrei áður tekist að opna það þeim
megin. En nú opnaðist það af einhverri til-
viljun.
Ruben náfölnaði, er hann sá hvað í nist-
inu var. Hann einblíndi lengi höggdofa á
litla mynd sem í því var. Hún var af honum
sjálfum, konu hans og bróður. Það var eng-
unr vafa undirorpið, að Don Rodriquez var
bróðir hans. Hann minntizt þess óljóst, að
Iiafa séð þennan minjagrip áður. Bókstaf-
irnir M. R. voru grafnir innan á annað lok-
ið. Þeir gátu þýtt: María Rodriquez.
Kvekarinn sat lengi kyrr og lét hugann
reika til æskuáranna. Hann og bróðir hans,
Gonsalvo, höfðu báðir elskað sömu stúlk-
una. Faðir hennar var læknir, franskur að
uppruna, en móðir hennar var áttungur.