Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 43
N. Kv.
BÆKUR
29
ar lýsingar af heimilinu á Broddanesi, sem
hefir verið eitt hinna mörgu myndar- og
ágætisheimila, sem margt hefir verið til af
í sveitum landsins á öllum tímum. Á heim-
ilum þessum sköpuðust fastar venjur og
hættir. Þau voru fólksmörg og í skjóli
þeirra naut fjöldi fólks uppeldis og hlaut
þar þá menntun til munns og handa, sem
þá var einna bezt fáanleg í strjálbýlinu í
sveitum landsins. Verður skerfur þeirra til
íslenzkrar menningar seint ofmetinn. Það
er því fengur öllum þeim, sem íslenzkum
fræðum unna, að fá í hendur nákvæmar
lýsingar á lífi fólksins á slíkum heimilum,
störfum þess, mataræði, skemmtunum,
klæðnaði o. s. frv. Margt manna kemur þar
við sögu og eru það einkum ættmenn höf-
undar.
Vitanlega er gildi slíkra bóka mjög und-
ir því komið, að minni höfunda sé trútt og
samvizkusamlega frá skýrt. Mig skortir alla
möguleika til að dæma um slíkt, en þá hug-
mynd fær lesandinn um höfundinn, að þar
sé aldrei með vilja máli hallað, en auðvitað
geta ýms atriði ruglast í minni manna á
mörgum áratugum. Hins vegar virðist frá-
sögnin oft vera óþarflega margorð, og gæti
verið svipmeiri. Einkum virðast mér mann-
lýsingarnar bíða tjón við það, hve mikið
höfundur notar af lofsyrðum um persón-
urnar. En yfir allri bókinni hvílir innileika-
blær. Höfundur lýsir heimili, sem hún ann
af öllu hjarta og fólkið er allt kærir vinir
hennar. Þessi ást höfundar á viðfangsefn-
inu gefur bókinni hugþekkan blæ, svo að
enginn efi er á, að hún eignast marga les-
endur, enda á hún það skilið.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum.
Elias^Kræmmer:
Vitastigurinn.
Helgi Valtýsson þýddi.
(Framhald).
„Já, auðvitað, en svo er þess hér að gæta,
að hann var vinur minn. Hann orti brúð-
kaupsljóðið okkar. Það hangir þarna inni á
veggnum, ha-ha-ha!“
„Það er alveg rétt, Kröger,“ greip Gott-
lieb fram í, „hlæðu bara, það er heilsubót
1 því. Hlátur er allra meina bót.“
„Jæja, við giftumst. Auðvitað hafði ég
hugsað mér, að ung brúður ætti að vera
uieira leiftrandi glöð og hamingjusamari,
heldur en Elín var, en ég sætti mig við þá
hugsun, að það væri alvara dagsins, sem
þyngdi hana svo mjög. Ég spurði hana,
hvort nokkuð væri að henni. Hún hristi að-
eins höfuðið. „Elskarðu mig ekki?“ spurði
ég þá. „Umfram allt í heimi,“ svaraði hún.
í sál minni var ekki skuggi af efa. Ég hafði
búið allt í haginn fyrir hana, eins og mér
var frekast unnt, en það vottaði ekki einu
sinni fyrir brosi á andliti hennar. Hún
stundi upp nokkrum þakklætisorðum, eins
og hún blygðaðist sín fyrir að taka við öllu
því, sem ég gaf henni. Hvað eftir annað
spurði ég hana: „Elín, þú sérð þó vonandi
ekki eftir því, að þú hefir gifzt mér?“ Hún
hristi aðeins höfuðið og leit á mig bænar-
augum. Allt var þetta mér svo óskiljanlegt.
Hún vildi ekki fara út sér til skemmtunar,
en sat nærri alltaf. inni í litla blómaher-