Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 30
16
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
N. Kv.
„Hvað á ég að gera, ef Skógarblóm vill
ekki koma með mér?“ spurði indíáninn.
„Segðu henni að gamall vinur hennar,
Nevado að nafni, sé hér og vilji tala við
hana. Að sjálfsögðu máttu ekki geta þess,
að hann er dauður fyrir löngu síðan. Ekki
heldur máttu geta þess við nokkurn, að þú
hafir séð mig. í fyrramálið um sólarupprás
mun ég tala til ykkar allra, áður en ég held
út á hinar eilífu veiðilendur. Farðu nú og
framkvæmdu skipanir höfðingja þíns, þá
mun hinn mikli andi hafa velþóknun á þér.
Mundu nafnið Nevado."
Indíáninn fór.
Ruben horfði á eftir honum og sá að
hann staðnæmdist við einn kofann í indí-
ánaþorpinu.
Indíáninn, sem var hjátrúarfullur eins og
og flestir indíánar, efaðist ekki um, að það
hefði verið Makamsch, er hann hitti við
vatnið, og taldi hann því ráðlegast að fram-
kvæma skipanir hans í einu og öllu.
Þegar hann hitti Skógarblóm, bar hann
henni orðsendingu þá er indíánahöfðing-
inn hafði boðið lronum að flytja henni í
nafni Nevados. En það ætlaði að ganga illa
að sannfæra hana. Að lokum lét hún þó til-
leiðast.
Þegar þau nálguðust vatnið, og sáu indí-
ánahöfðingjann standa þar, þóttist Skógar-
blóm sjá, að hún hefði verið blekkt. Gerði
hún tilraun til þess að slíta sig lausa af
fylgdarmanni sínum, en tókst það ekki.
Ruben gekk þá á móti henni og mælti á
mállýzku komascha-indíána: „Vertu ekki
hrædd, Skógarblóm! Ég er að vísu ekki
Nevado, en ég er vinur hans og Járnhandar
og hefi lofað þeim að frelsa þig úr klóm
md’ánanna og koma þér á fund unnusta
þíns.“
Skógarblóm sá strax, hvernig í öllu lá.
„Til þess að okkur sé nokkur kostur að
sleppa,“ hélt Ruben áfram, „verð ég að
taka líf þessa unga manns, sem sótti þig.
Mér er það engan hátt ógeðfellt, því að ég
hefi heitið indíánum eilífri hefnd, fyrir alla
þeirra glæpi. Þeir hafa drepið móður mina
og konu, son minn og bróður, og ef til vill
eru þeir á þessari stundu að murka lífið úr
börnum hans á haciendu del Rodriquez."
Ruben gekk nokkur skref nær hinum
unga indíána og mælti:
„Er það ekki Blóðsugan, sem ber þarna
yfir sefið á árbakkanum?"
Indíáninn leit við, en í sömu andrá greip
Ruben heljartaki um kverkar hans og
keyrði lrann til jarðar, Lét hann kné fylgja
kviði og lagði hann í gegn með litlum
bjúghníf, sem hann var með. Indíánanum
hafði ekki tekizt að gefa nokkurt hljóð frá
sér.
Ruben tók nú Skógarblóm við hönd sér
og leiddi hana eins hratt og hún gat farið
áleiðis til frumskógarins. Fóru þó gætilega,
en höfðu þó hraðan á.
Þegar þau voru komin langt inn í frum-
skóginn, námu þau staðar, og Ruben tók
upp nesti sitt. Gaf hann Skógarblómi nreð
sér og sagði henni síðan að hvíla sig og
sofna, ef hún gæti. Sjálfur lagðist hann
einnig til svefns.
Er þau höfðu sofið um hríð, kom Kosta
allt í einu og vakti húsbónda sinn.
Þóttist Ruben vita, að hundurinn hefði
lreyrt eitthvert hljóð utan úr skóginum.
Stóð hann með varúð á fætur og svipaðist
um. Síðan vakti lrann Skógarblóm. Lædd-
ust þau nú hljóðlega fram úr skógarþykkn-
inu, þar sem þau höfðu leitað skjóls.
I litlu rjóðri framundan þeim komu þau
nú auga á indíána, er stóð þar hreyfiiigar-
laus og studdist fram á byssu sína.
„Þarna er Nevado", mælti Skógarblóm
fagnandi, en Ruben þaggaði niður í henni
meðan hann var að ganga úr skugga um
að hún hefði rétt fyrir sér. Sá lrann fljótlega
að svo var og kallaði til Nevados.
Nevado kom hikandi nær. Honum hefir
sennilega staðið stuggur af klæðnaði Ru-
bens. En þegar hann þekkti velgjörðamann