Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 47
N. Kv. VITASTÍGURINN 33 orðið mörgum manninum slottulæknir lífsins, og þú ert ekki sá fyrsti, og verður sennilega ekki sá síðasti, sem hann muni sinna.“ Glaðar raddir og klingjandi glasahljóm- ur kvað við á ný í stofum Krögers læknis. Hin djúpa bassarödd Gottliebs yfirgnæfði hiria, og hlátur hans, hö-hö-hö, drundi við, eins og þegar gamli tvíeykisvagninn frá Bjarkasetri fór um torgið. Adam Stolz gekk um stofurnar í gamla diplómatfrakkanum sínum víða, sem var síðari að framan en að aftan, og brosti góð- látlega. Til að sjá virtist h; nn hneigja sig í hverju spori, þegar hann gekk. Hann var að velta fyrir sér, hvernig á því myndi standa, að lækninum skyldi allt í einu hafa dottið í hug að halda samkvæmi? Hann, sem aldrei fékk neina heimsókn! Og enn furðulegra var það, að einmitt honum skyldi vera boðið. Fía sagði, áður en hann fór að heiman: „Læknirinn er auðvitað farinn að verða guðhræddur, Iiann hefir orðið fyrir vakningu þegar hann var þarna svona lengi einmana og yfirgefinn. Hon- um væri eflaust fyrir beztu að fá sér nýjan lífsförunaut." Adam skildist mæta vel, að hún brann þegar í skinninu af áhuga á að hjálpa lækninum til að ná í nýja konu. Fía var viss um, að það myndi verða langtum auðveldara að ráðstafa þess háttar málum fyrir lækninn heldur en fyrir drykkjurút- >nn hann ívarsen, sem hún allt að því hat- aði, nú orðið. Guðrækni þeirrar, sem Fía hafði búizt við, várð Adam ekkert var við hjá Kröger lækni. Púnsbakkinn með öllu tilheyrandi benti í allt aðra átt. Þegar Gottlieb hevrði Sören gení koma, hljóp hann fram í forstofuna til að opna fyrir honum. Hann ætlaði einnig að nota tækifærið til að stinea að honum fáeinum heilræðum. Það væri sennilega vissast að setja hann inn í allar aðstæður, áðurenhann kæmi inn til hinna. Sören hafði mjúkan flibba og listamanna-hálsbindi, sem lá út á aðra öxlina. Hárið var sítt og afturkembt, en féll oft niður í augun, svo að hann varð öðru hvoru að kasta til höfðinu eða setja hnykk á það til að lvfta hárinu upp aftur. „Þú verður að vera þægur drengur í kvöld,“ hvíslaði Gottlieb. „Hvað áttu við?“ „Þú átt að vera dálítið varkár Sören." „Að verða ekki fullur, áttu víst við?“ „Onei, það gerir ekkert til, en. . . .“ Sören varð hýr á svipinn. „Það er þá hvorki bann né bindindi, en hvað liggur þér þá svo þungt á hjarta, gamla moldvarpa?" Gottlieb tók hann um hálsinn og hvísl- aði að honum: „Á meðan Jdú ert hérna innan veggja ,Á meðan ég er hérna innan veggja," endurtók Sören, eins og eftir eiðstaf. „Máttu ekk nefna neitt um konu, eigin- konu, kvenfólk, eða hvað það nú heitir.“ „Eða hvað það nú heitir," endurtók Sör- en vélrænt „Það er, er------já, hvað á ég að segja? Hö-hö, bannvara, forboðnir ávextir.“ Sören varð gramt í geði við þennan langa formála, sem hann taldi algerlega óþarfan. Hann reif sig lausan úr armkrika Gottliebs og sagði með talsverðri gremju: „Skollinn hafi öll þín heilræði! Held- urðu kannske, að ég hafi aldrei umgengist höfðingja og stórmenni, svo að ég nefni nú ekki þá allra æðstu, og annars alls konar fólk, þar sem ég hefi staðið andspænis flóknustu leyndarmálum fjölskyldulífsins. Heldurðu kannske ekki, að ég hafi séð fyrr- verandi eiginkonur með tilheyrandi frá- skildum fyrrverandi eiginmönnum, einka- börn, sameiginleg börn og alls kyns hyski á sveimi eins og þrumuský yfir hádyggðugum 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.