Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 71
PÓSTURINN
HRINGIR ALLTAF
TVISVAR
Eftir JAMES M. CAIN
Bók þessi, sem hefir orðið ein víðlcsnasta
skáklsagan í nntímabókmenntum ensku-
mælandi þjóða á síðustu árum, hefir
einnig hér á landi vakið óvenjulegt um-
tal. Og þó hún að vísu hafi orðið mörgum
sönn hneykslunarhella, verður því ekki
neitað, að hún er afburðavel gerð. Per-
sónulýsingar sterkar og skýrar, stíllinn
kaldhamraðttr, liárbeittur og óvenjulegur,
og frásögnin með ævintýralegum liraða,
og spennandi, tryllt ástalíf og morð og
amerískt réttarfar.
Bókaútgáfa
Pálma H. Jónssonar,
Það er vel farið, að loks er komin lit
á íslenzku bók eftir einhvem
bezta skáldsagnahöfund heimsins,
segir einn kunnur ritdómari um bókina
TÖFRAMAÐURINN
Eftir LION FEUCHTWANGER
Þetta er síðasta verk þessa landflótta ritsnillings. Allt liið
iðandi líf Þýzkalands á árunuin 1032—34, þessu örlagaþrungn-
asta tímahili sögunnar, árin sem Hitler er að taka völdin og
treysta sig í scssi — streymir þarna fram hjá eins og lifandi
myndir, íklæddar ghesileik stíls og lifandi frásagnar. — Þótt
sagan sé byggð á sannsögulegum viðburðum, svo margar per-
sónur þekkjast, er hún svo spennandi og ævintýrarík, að af
ber. — Sagan um spámanninn, töfrakarlinn og kvennaljómann
Hanussen og hina ævintýralegu spillingu að tjaldabaki þýzka
nazistaflokksins, er óefað ein glæsilegasta skáldsagan, sem þýdd
var á íslenzku á síðasta ári. — Ogleymanleg bók, sem í engu
svipar til venjulegra áróðursrita gegn nazismanum, vegna þess,
að hinn djúpi skilningur skáldsnillingsins á mannlegu eðli og
sálarlífi lætur hvergi blindast af órökstuddu hatri til ofsóknara
sinna. Þess vegna varð bókin meistaraverk.
Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar,
Akureyri.
Akureyri.
Laun dygðarinnar,
sagan, sem lilaut bókmenntaverðlaun við
úthlutun lithöfundastyrkjanna fyrir 1943,
er síðasta sagan í bók STEINDÓRS SIGURÐSSONAR:
MEÐAL MANNA OG DÝRA
Fá eða engin frumsamin skáldrit síðasta árs fengu jafn einróma
viðurkenningu ritdæmenda úr öllum flokkum:
SIG. BJÖRGÓLFS í „Siglfirðingi" segir: „Sagan er listaverk
alveg einstætt í íslenzkum bókmenntum. ...“ Um aðra sögu í
bókinni: „Það hvílir yfir henni einkennilegur brosklökkvi
(tragi-komik), setn er alveg nýr i íslenzkum skáldskap."
KARL ÍSFELD í Alþýðublaðinu: „.. .. bezt gerða hernáms-
sagan, sem enn hefir verið skrifuð hér; með hnitmiðuðum
stíganda og þrungin dramatiskum þrótti. . . .“
SKÚLI SKÚLASON í „Fálkanum": „Sögurnar hafa.... og
sérstaklega næma túlkun á sálarlífi manna og dýra. Það er
enginn vafi á, að bók þessi auðgar stórum þann fáskipaða
flokk bókmennta íslands, sem nefnist „Stuttar sögur."
GUNNAR M. MAGNÚSS í „Útvarpstiðindi": „Það er sam-
eiginlegt álit ritdómara, að með þessum sögum liafi hann (höf.)
valið sér virðnlegt sæti meðal ísl. smásagnahöfunda."
Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar,
Akureyri.
F. A. SILLANPÁÁ:
SÓLNÆTUR
Ný bók eftir finnska
N obelsverðlaunarithöfundinn
Saga þcssi er að því leyti frábrugðin hin-
um sögunum, sem þýddar hafa verið eftir
Sillanpáa, „Skapadægur" og „Silja", að
hér cr ekki túlkuð hin sorglega lilið
mannlífsins.
Þetta cr saga um sveitasælu, sól
og ástir um Jónsmessuleytið. —
Frásögnin ör og lifandi. Bók,
sem allir verða að eignast.
Kemur á markaðinn r sumar. —
Bókaútgáfa
Pálma H. Jónssonar,
Akureyri.