Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 45
N. Kv. VITASTÍGURINN 31 svo bjart og fagurt og blikaði við mér í allri Ijósadýrð sinni. „Jólagjöfin hennar!“ Ég opnaði bréfið og las.... Ég skildi ekki neitt í neinu. Allt hringsnerist fyrir mér. Loksins gat ég þó áttað mig. . . . Ég slökkti á kertunum og setti tréð út í garðinn. Enginn fær að vita, hvað í bréfinu stóð. Aðeins þér, vinur minn, segi ég þetta: Hún hafði orðið fórnarlamb hins dular- fulla máttar í mannseðlinu sem bugar hinn bezta vilja og leggur líf margra í auðn, oft og tíðum hinna hjartaheitustu og fíngerv- ustu. Hún hafði barizt á móti giftingu okk- ar í örvæntingu og af öllum mætti. Hún hafði fallið á kné fyrir gömlu konunum og sagt þeim, að hún gæti aldrei framar horfst í augu við mig, að hún hefði svikið sína einu ást í augnabliks algleymi. Gömlu kon- urnar neyddu hana. Þær vildu sjá henni farborða með giftingu, hvað sem það kost- aði! „Þetta jafnar sig allt saman, þetta eru hversdagslegir hlutir, Elín.“ En hún gat ekki lifað á lygi. Það brenndi hana með sár- um sviða djúpt inn í sálina, þegar ég tók hana í faðminn og sagði: „Inndæla, saklausa ástin mín.“ .... Hún unni mér „framar öllu í heimi“, þess vegna var henni svo óbærilegt að hafa brugðizt mér í tryggðum. Vesalings Elín, ég var fús að fyrirgefa henni allt. En hún vildi ekki þiggja þá fórn. Hún hélt, að hún myndi aldrei nokkru sinni hljóta hjartafrið á mínu heimili. Við yrð- um að skiljast. Ég fylgdi henni á skipsfjöl, þegar hún fór.. . . “ ,,Er hún enn á lífi?“ spurði Gottlieb hrærður. „Hún fórnar sér fyrir þá, sem þjást og eru sjúkir. Hún er Rauða-kross-systir. Ég veit ekki hvar.“ Það var lengi hljótt í stóru stofunni. Hvorugur vinanna mælti orð frá munni. Ekkert hljóð né hreyfing heyrðist í öllu húsinu. Þeir sátu og horfðu inn í aringlæð- urnar, unz þær kulnuðu að fullu. Loksins hrukku j^eir upp við það, að Tínus fór að skurka eitthvað frammi í eldhúsinu. Gott- lieb stóð upp og tók í liönd Krögers. „Hertu upp hugann, Kröger! Lífið er nú ekki öðruvísi; en minnstu þess, sem gamalt máltæki segir: Ætíð er dimmast undir dögun!“ „Ég hefi nú beðið svo lengi eftir dögun- inni, Gottlieb, í sjö óralöng ár. . . .“ „O, þú ert nú ungur ennþá. Heldurðu, að himnafaðirinn ætli að fleygja þér út- byrðis á miðri leið? Nei, það er eflaust ein- hver tilgangur með öllu þessu!“ „Ætli það? Ætli það?“ sagði Kröger hæg- látlega. „Nú skulum við fyrst lífga aftur eldinn á arninum. Komdu með birkivið. Ég sé, að þú liefir gnægð af honum. Taktu stóra kubba!“ Kröger var annars hugar, en gerði samt eins og Gottlieb bað hann. Hann lagð- ist á kné frammi fyrir arninum og reif næf- ur af stærstu skíðunum og kveikti í honum. Loginn blossaði upp á svipstundu. „Lítu á skuggana á veggnum, hvernig þeir dansa í logsvifi arineldsins. Það eru heilladísir lífsins, sem snúa aftur heim til þín, piltur minn!“ Kröger stóð frammi fyrir arninum og horfði á skíðlogandi eldinn. sá hvernig log- arnir teygðu sig upp í reykháfinn — upp — upp — alltaf upp á við. „Eleiri Ijós, meiri birtu, Kröger!“ kallaði Gottlieb. „Kveiktu fleiri ljós. í stóru ljósa- krónunni líka, alls staðar! Hér á að vera há- tíð í kvöld. Hátíð fram að dögun!“ Hann lagði báða risahnefa sína á axlir Krögers, svo að hann kiknaði í knjám. „Hefirðu kveikt alls staðar?“ spurði Gott- lieb. „Nei, þú ætlast þó varla til, að ég fari að kveikja líka inni í lækningastofunni og biðherberginu?" „Alls staðar, hefi ég sagt, ekkert nurl og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.