Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 55
N. Kv.
VITASTÍGURINN
4!
reyna að veita einhverja hjálp. Barnið mitt
verður nú Guð og þér að annast." Hann
smeygði sér í flýti úr inniskónum og gekk
á sokkaleistunum fram í ganginn. Þau
heyrðu, að hann leitaði þar að stígvélum
sínum og olíustakk. Til að ná stakknum
hafði hann í flýtinum rifið niður öll hin
fötin af snögunum, og sparihatti Fíu með
páfuglsfjöðrinni hafði hann jafnvel fleygt
út í horn. Fía og læknirinn liöfðu farið á
eftir honurn fram í göngin.
,,En á hvern hátt getið þér hjálpað
núna?“ spurði læknirinn.
„Við höfum prammann niðri í naustinu."
„Ekki getur þú sett hann fram einsam-
all,“ sagði Fía.
„O, mér veitist vonandi kraftar til þess.
Ég get ekki látið fólk farast rétt úti fyrir
bæjardyrunum okkar án þess að reyna að
minnsta kosti....“ Hann var þegar kom-
inn út í dyrnar.
„Ég fer með þér, Adam,“ sagði Fía allt í
ein. „Við höfum áður staðið saman, þegar
á reyndi, og við getur heldur ekki skilið
núna!“ Hún greip í hurðarsnerilinn. En þá
heyrði hún Benediktu kveinka sér, innan
úr herberginu:
„Mamma, mamma, mér er svo illt.“
Fía vatt hendur sínar. ,,Æ, Guð minn
góður, hvað á ég að gera? Barnið mitt---
en ég get ekki látið þig fara einan, Adam
------æ, ef ég skyldi nú missa ykkur bæði
Þá heyrðist sagt í grönnum róm:
„Ég fer með pabba, þá getur þú verið
óhrædd heima, mamma!"
Það var Öskar, sem nú var kominn í bux-
ur og blússu.
„En elsku drengurinn minn, ert þú líka
á fóturn?" sagði Fía. Hún tók drenginn í
fang sér og þrýsti honum að sér.
„Komdu bara með mér ofan á Tangann,
Óskar; þú getur að minnsta kosti haldið í
fangalínuna, og þú hefir gott af að venja
þig við“ sagði Adam.
Fía færði drenginn í gamla olíukápu og
í sterka skó. Hún stóð í dyrunum, þrýsti
höndum að hjartastað og horfði lengi á eft-
ir þeim. Hana langaði helzt til að hlaupa á
eftir þeim út í storminn.-----Adam var
hennar bezta eign í heimi, eini maðurinn,
sem hún unni — — — en nú kveinkaði
Benedikta sér á ný. Fía gekk inn til læknis-
ins.
Adam leiddi Öskar við hönd sér ofan eft-
ir. Þeir urðu að þreifa fyrir sér í hverju
spori. Það kom að góðu haldi, að vitinn
varpaði ljósbliki sínu aðra hvora mínútu;
en það varaði aðeins stutta stund og risti
aðeins skarpa ljósrák meðfram ströndinni.
Utan við rákina var svarta-myrkur.
„Það er einkennilegt, hvernig allt breyt-
ist í myrkri," sagði Adam, þegar þeir stóðu
lítið eitt við til að blása mæðinni.
„Já, pabbi, líttu á steinana þarna niðri
við sjóinn, þegar vitinn blossar, sko núna,
núna — er það ekki alveg eins og það væru
gamlir menn, sem sætu þarna álútir," hvísl-
aði Óskar.
„Geturðu séð, hvort það brýtur úti á
Hrosshólmaboðunum? Þú sérð bæði og
heyrir betur en ég,“ sagði Adam.
„Nei, það er svo dimmt, að ég sé ekki
neitt, pabbi.“
„Heyrirðu þá ekkert? Það er alveg eins
og einhver sé að kalla." Hann tók sjóhatt-
inn af höfði sér og lagði eyra við vindinum.
Hann þreif í handlegginn á Óskari: „Heyr
—■ hlustaðu nú vel! Mér heyrist einhver
kalla mamma, mamma!“
Þeir flýttu sér nú þann spölinn, sem eftir
var ofan að naustinu. Þeir urðu að skríða á
fjórum fótum. Óskar rak hnéð í stein og
kenndi mjög til, en hann beit saman tönn-
um og lét ekkert til sín heyra. Pabbi skyldi
fá að sjá, að hann væri engin mannleysa.
„Þú ert orðinn svo blautur," sagði Adam,
þegar þeir hvíldu sig ofurlítið undir stór-
um steini. „Puh, það gerir ekkert; við
Hólmverjar megum ekki æðrast, þótt á gefi
6