Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Page 62

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Page 62
48 VORVÍSUR N. Kv. Loftið fyllist blíðum blæ. Blómin gylla sunna, akra, sillur, ár og sæ, engi og villirunna. Bráðnar mjöll og blána fjöll, blóm á völlum una. Heyrast sköll, er fossa föll fram af stöllum bruna. Fuglar óðum flykkjast inn fjalls um slóð og ögur. Ástaróðinn semja sinn, syngja ljóðin fögur. Opna leið til ununar ástin greiðir frjóa, eiga hreiður allsstaðar úti um heiði og móa. Lítil bið í laufgum við lyftir friðarmuna. Lóuklið og lækjarnið ljúft er við að una. Um græna bala og gróna jörð gleymir kala og hryggðum, unir smali einn með hjörð innst í dalabyggðum. Um hóla og kletta hringagná hleypur létt að smala. Laufin spretta, lömbin smá leika sér um bala. Ærnar mæna á lambaleik ljóss í væna salnum. Unir frænings ekni eik í laufgræna dalnum. Unaðs fangi umvafinn ærnar ganga og smalinn. Blóma angar ilmurinn endilangann dalinn. Yfir sjá og silungs á, sveit með gljáum ósum, sólin háum himni frá hlýjum stráir ljósum. Dagur líður, nálgast nótt. Nætur þýði svalinn andar blíður, allt er hljótt upp um hlíð og dalinn. Þögn er nóg í þrasta skóg, þrotinn lóu kliður. Ut um sjó og inn í mó unaðs ró og friður. Eykur njóla yndi og frið eflir sólar dvala. Leikur gjóla um lágnættið létt við f jólu bala. Glitrar skrúð um bala og börð. Brim á flúðum mæða. Breiðist úði yfir jörð eins og brúðarslæða. Draums í fangi hvíla hljótt hæðir, drangar, víkur. Blómin anga blítt og rótt, blær um vanga strýkur. Allt er hljótt, nær dagur dvín dregur þrótt úr mengi. Bjarta nótt við brjóstin þín, blunda ég rótt og lengi. Ef að bágt er ástandið, ættum þrátt að muna, gráta lágt, en gleðjast við guð og náttúruna. ísland kæra eyjan mín, unaðs mæru sveitir, blessun færir börnum þín, björg og næring veitir. Himna sjóli lið sem ljær lands um ból og reiti, meðan sól í heiði hlær hjálp og skjól þér veiti.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.