Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 5
Nýjar kvöldvökur Apríl—Júní XLIV. ár, 2. hefti Endurminningar Kristjáns S. Sigurðssonar. Ágrip af sjálfsæfisögu. VII. Á Halldórsstöðum. A krossmessu var ég alkominn að Hall- dórsstöðum, eins og til stóð. Var þríbýli á bænum, og því margt manna. En í raun og veru var þetta fólk allt ein fjölskylda. Magnús Þórarinsson, sem nú var húsbóndi minn, var nýlega kvæntur, og var kona hans Guðrún Bjarnhéðinsdóttir, systir Brí- etar og Sæmundar læknis í Reykjavík. Hún var yngri en Magnús. Á því ári fæddist þeim dóttir, og er það Bergþóra, sem nú býr á Halldórsstöðum með manni sínum, Hallgrími Þorbergssyni. Þá bjó þar einnig Páll Þórarinsson, bróð- ir Magnúsar. Var hann þetta vor í Skot- landi, en kom heim snemma sumars, kvænt- ur skozkri stúlku, sem Elísabet lieitir, fullu nafni, en er aldrei kölluð annað en Lissý. Var hún þá aðeins 19 ára, en Páll var þá 40 ára að aldri. Sveinn, bróðir þeirra Páls og Magnúsar, var hjá Páli og sá um bú hans. Enn bjó þar Sigríður Þórarinsdóttir, syst- ir þeirra bræðra. Var hún ekkja eftir Jón Jónsson, föðurbróður minn. Bjó hún þar með fjórum börnum sínum, og hétu þau: Jón, Þórarinn, Þuríður og Guðrún, og voru þau öll fullorðin. Fátt var vandalausra manna á heimilinu, nema hvað Magnús hafði oftast eitthvað af hjúum vegna vél- anna. Þó var á hans framfæri kona á ní- ræðisaldri, sem Guðrún hét. Hafði hún verið þar á heimilinu, síðan hún var ung stúlka og verið barnfóstra allra þeirra syst- kina. Hafði Guðrún þessi verið vinnukona hjá Þórarni á meðan hann lifði, og síðan hjá Magnúsi, og taldi hann sér því skylt að sjá um hana, á meðan hún lifði. Hún var ein þessara einföldu, óupplýstu og trúu hjúa, sem aldrei höfðu vistaskipti. Nú var liún orðin svo hrum af elli og sliti, að það þurfti að þjóna henni eins og barni, ef vel hefði verið. En það var því miður mis- brestur á því, eins og oft vill verða um ein- stæðings gamalmenni. Guðrún Bjarnhéðinsdóttir var ekki nein fyrirmyndar húsmóðir. Hún var stórlát, skapmikil og fremur óþrifin, en taldi sig með heldra fólki og vildi láta líta á sig sem allhátt hafna yfir algengt almúgafólk. Ein- hverja menntun mun hún hafa fengið í æsku, og sóttist hún mikið eftir bókum til lesturs. En oft fannst mér hún gera það meira til að sýnast heldur en af menntaþrá, og heldur var hún lítið gefin. Það var siður hennar að bera glæsilega á borð fyrir þau hjónin, en skammta hjú- unum hverju út af fyrir sig. Og vanalega 6

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.