Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 16
52 N. Kv. ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR til að sporna við því, að þeir rynnu fram á hestana. Ég afréð því að fara heim að Grenj- aðarstað og biðjast gistingar. Þá var séra Benedikt Kristjánsson prestur þar og bóndi, og var hann orðlagður fyrir gestrisni. Var okkur vel tekið, og fengum við þar mat og ágæt rúm. En ekki varð mér svefnsamt þá nótt, því að jafnskjótt og ég sofnaði, hrökk ég upp við það, að mig dreymdi ým- ist, að ég sæi þá Björn og Olaf standandi strípaða á skararbrúninni, eða ég sá þá berast hraðfari fyrir straunrnum út undir ísinn. Daginn eftir bar ekkert sögulegt til tíð- inda. Björn hélt sína leið suður Reykjadal, en við Ólafur suður Þegjandidal, og gekk okkur vel ferðin heim úr þessu. — En ég var lengi að ná mér eftir þetta ferðalag. Þeim hafði tekizt það, félögunum, að gera mig, óreyndan unglinginn, bæði hræddan og reiðan. Átti ég bágt með svefn lengi á eftir. Hrökk ég upp hvað eftir annað við það, að mig dreymdi, að ég væri að bagsa við að bjarga þeim Birni og Ólafi úr ánni, áður en þeir hyrfu undir ísinn. Þess er þegar getið, að ég dvaldist tvö ár á Halldórsstöðum. Nú var það í fyrsta sinn á .ævinni, að ég réð mig sjálfur í vist. Mér buðust margar vistir. En fyrir mér vakti að ráða mig í vist aðeins eitt ár, fyrir hæsta kaup, sem mér byðist, og gerast síðan lausa- maður og reyna síðan að koma mér til ein- hvers náms. Réðst ég nú til Helga Sigurðs- sonar í Hólum í Laxárdal, og bauð hann mér 100 kr. í árskaup. En þá var almennt talið, að 80 kr. væri hæsta vinnumanns- kaup. Þótti mér þetta mjög glæsilegt, og hét ég því að reynast Helga svo vel, að hann þyrfti ekki að sjá eftir ráðningunni. Þegar ég sagði Magnúsi frá þessu, varð hann alveg eyðilagður. Sagðist hann hafa treyst því, að ég yrði kyrr hjá sér. Fór hann síðan fram í Hóla og hafði tal af Helga. Samdist svo á milli þeirra, að Helgi gaf eftir, að ég yrði hjá Magnúsi sem svaraði einn fjórða af árinu, og átti Magnús að greiða Helga þann hluta af árskaupi mínu. Ekki þurfti ég að vera hjá Magnúsi nema lítið af sumr- inu, og þá eftir samkomulagi; en þeim mun meira að vetrinum, og þó mest eftir nýár. Var sjaldan komin svo mikil ull til kemb- ingar að vinna þyrfti nótt og dag fyrr en eftir nýárið. — En þetta fór allt öðruvísi en ætlað var. VIII. Á Hólum. Ég fluttist að Hólum 14. maí. Helgi bóndi Sigurðsson var þá ókvæntur, en var þó eigi ungur maður. Sigurður faðir hans hafði búið þar áður í mörg ár. Hann var hættur búskap fyrir nokkrum árum, enda var hann nú um áttrætt. En hann hafði verið rnesta hraustmenni og var vel ern enn. Ekki gekk liann þó að öðrum verkum en að hirða kýrnar. Ráðskona var Guðrún systir hans, og svo var Rósa systir þeirra þar líka, en hún var nokkurs konar heimasæta, sem gerði bara það, sem henni sýndist. Vinnukona var þar, sem Sigurbjörg Skel hét. Hrm átti 2 dætur, og báðar í lausaleik. Var önnur þeirra um tvítugt, og var hún líka vinnukona á Hól- um, og hét hún Ingibjörg. Hin hét Kristín og var þá nýfermd og mun hafa unnið fyrir sér. Karlmenn voru þar ekki aðrir vandalaus- ir en ég. En um vorið kom Jóhannes, bróð- ir Helga, lreim frá Ameríku, og var hanh kaupamaður þar um sumarið. — Þrátt fyrir allt þetta kvenfólk réð Helgi til sín kaupa- konu frá Akureyri. Var það ekkja um þrí- tugt, og átti hún dreng 8 ára gamlan. Kona þessi hét Þorbjörg og var ekkja eftir Hall- grím Sigurðsson, bróður Daviðs Sigurðsson- ar, byggingameistara á Akureyri. Drengur þessi hét Hallgrímur. (Framhald.)

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.