Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 40
N. Kv. Hugleiðing sveitamanns. Eg, lítill drengur, las í einni bók um lítinn frosk, sem hlýddi ei móður sinni; hann synti lengra en leyfi itennar tók, svo langt, að sá hann brot af veröldinni. í sama mund og leit hann loftið blátt, er lék hann sér í vatnsins yfirborði, þá stóð við vatnið tuddatetur grátt, sem teyg sér fékk af lífsins nægtaborði. Þá felmtri sló á frosksins litla sál, í flýti synti beint til sinnar móður; með andköfum hann innti þessi mál, og ætíð hét að verða henni góður. Svo mælti hann: ,,Eg mikla skepnu sá, eins mikla leit eg aldrei nokkru sinni, með ljótum hornum, loðin var og grá; hún löngum verður mér í fersku minni.“ Og móðir hans, sem mikla vildi sig, í móði blés sig alla út og þandi: „Var skepnan ógurlegri, er skelfdi þig, sem skreiddist þarna um á þurru landi.“ ,,Já, stærri, margfalt stærri, móðir góð,“ svo mælti hennar vísi, ungi niður. Hún belgdi sig þá enn af méiri móð, unz magnlaus lá, og sundursprungin iður. Nú er ég orðinn fauskur forn og grár', sem fæ að rýna letur staðreyndanna; e’n sagan hefir lifað öll mín ár, sem endurskin í heimi minninganna. Hér sér þú, þjóð mín, samanburðarmynd, sem Saga málar skýrt á þjóðlífstjaldi; þú hefir drýgt og dregist með þá synd, svo dæmist rétt, þú skilir fullu gjaldi. Hver er sú synd, er Saga ber á brýn, þér bráðust nauðsyn væri henni að kynnast; því sök að henni sögð er mín og þín, og sannanir á hverju leiti finnast. Þú hefir ofmjög blínt á auðsins nafn, þann anda gulls, sem lá í Vesturheimi, og þinna aura þóttist vita safn; en þar kom skyssan, sem ég aldrei gleymi. því milljónirnar urðu eins og múr, sem aldrei skyldi riða til né falla; um margt var rætt, sem mikið bætti úr, til minningar og þrifa fyrir alla. Því miður hefir mikið af því gleymst, sem máli skiptir þjóðarframtíð alla; en inn á sviðið aftur hafa teymst svo ótal margar gerðir bíla og halla. Og alls kyns prjál og óhóf þar við bæzt, sem æpa nú, að lands og þjóðar högum; þó hefir ekki ljóta óskin ræzt, að ættarlandið ráðið sé af dögum. En skyssan mesta, mælikvarðinn sá, á milljón þjóðir stikuna að leggja; því íslendingar eru borg ein smá, sé athugaður fjöldinn heima beggja. Ef missir þjóðin mannval gott og skip, er margoft reiknað eftir hlutfallstölum; en milljóna hundruð eydd í einum svip er aðeins hvísl í þröngum, frónskum dölum. Víst skortir ekki stórhug þessa þjóð, og þannig farið eins var frosksins móður. Því var það hægt að eiga engan sjóð, en einatt tyggja Marshalllánafóður. Já, hvort er betra, allt það sukk og svakk, en samfelld dagskrá, framkvæmdin í verki? Eða var það ekki utan-landa-flakk auglýsing á voru þjóðarmerki?

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.