Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 29
N. Kv. SVEINN SKYTTA 65 störf mín.“ Að svo mæltu gaf hann mann- inum bendingu um að standa upp og ætl- aði sjálfur að rísa á fætur, en hikaði samt við, er hann sá þungbúinn og skipandi svip hins. Ókunni maðurinn mælti síðan: „Sitjið kyrr, herra prestur! Þess bið ég yður. Getið þér hugsað yður nokkurn betri stað og heppilegri til að bera fram leyndar- mál? Að baki yðar er þykkur múrveggur- inn, og umhverfis okkur á allar hliðar eng- inn, sem hlustað getur, en yfir okkur sá guð, sem við báðir trúum á, og býst ég við, að við þjónum honum báðir með því að vinna sameiginlega að málefni því, sem hverjum manni er helgast og mikilvægast, en það er málefni föðurlandsins.“ ,Hver eruð þér?“ stundi presturinn upp. „Nansen borgarstjóri sendir mig, og nafn mitt er Sveinn Gjönge." „Sveinn Gjönge!" hvíslaði presturinn forviða. ,,Og þér komið til að —“ Sveinn brosti. „Ég kem til yðar með bréf, a:ruverðugi herra, og án þess að þér veittuð því eftirtekt, lét ég það detta fram úr errni minni niður á skriftarstólinn; og því næst ætla ég að biðja um að fá að sjá bíflugurn- ar yðar, þar eð mér hefur verið sagt, að þér eigið bíflugnagarð, sem ekki finni sinn líka í öllu landinu." „Bíflugurnar mínar,“ endurtók prestur- inn. „}á,“ svaraði Sveinn, „eða bíflugnabúin, þar sem það eru eiginlega þau, sem eru markmið ferðar minnar.“ „Þér treystið yður þá til að halda áfram til Kaupinhafnar, Sveinn Gjönge! Það verð- ur hættuleg ferð og vondur vegur. Óttist þér ekki að takast þvílíkt erindi á hendur?" „Nei, æruverðugi herral Ég óttast aldrei. Hvenær mun ég geta orðio ferðbúinn héðan?“ „Ég skal afhenda yður allt þetta þegar í nótt.“ „Og hvar hittumst við aftur?“ „Hérna í kirkjunni." „Hvenær?“ „Ég býst við, að tunglið verði gengið undir klukkan tólf „Guð veri með yður þangað til. Mér virðist þér vera svo góður og æruverður. Veitið mér nú blessun yðar, ég mun fá hennar þörf.“ Sveinn laut áfram að prestinum. Gamli maðurinn lagði hönd sína á höfuð hans, leit skærum augum upp í loftið og tautaði nokkur orð í hljóði, meðan Sveinn lá á kné frammi fyrir honum. Því næst stóð hann upp og gekk aftur fram kórinn og til félaga síns, sem haldið hafði áfram að fræða borg- arana með furðulegustu frásögnum. Þar eð fleiri gáfu sig ekki fram til skrifta að þessu sinni, gekk presturinn fram í kór- dyrnar, þar sem Svartagylta lá enn á kné. Hann gerði krossmark yfir höfði hennar og lagði síðan hönd sína á höfuð henni og bað söfnuðinn sýna hinni iðrandi konu hlífð og miskunn. En Svartagylta stóð upp aftur, og hrukk- ótt andlit hennar blasti við söfnuðinum, var svipur hennar þrunginn af þrjózku og bræði. Tóku nú við henni tveir borgar- sveinar, sem áttu að fara aftur með hana út í Gæsaturn, þar sem hún sat í varðhaldi, unz lokið væri yfirbót hennar samkvæmt kirkjuagáhum. Söfnuðurinn gekk nú úr kirkju. Herra Tange bauð Geii'þrúði arm sinn til að leiða hana heim aftur til prestssetursins. Svipurinn á smágei'vu andliti Geirþrúðar var hálf-angurvær, er þau héldu af stað heimleiðis. Hún studdist allþungt á arm unnusta síns og mælti hnuggin- „Ég kenni svo í brjósti um vesalings gömlu konuna. Ég segi þér satt, Tange, ég ætla að biðja föður rninn að stytta nokkuð hinn þunga kirkjuaga hennar." „Svo sannarlega," mælti Tange og þrýsti dálítið að handlegg hennar. „Fengir þú að ráða, hjartað mitt, myndi jafnvel ekki hinn illvígasti glæpamaður hljóta neina refsingu, 9

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.