Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Page 11

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Page 11
N. Kv. ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR 47 Skógargerði í Húsavík, og átti ég að biðja hann að gera við hana. Var brotinn af könn- unni stúturinn. Eggert neitaði að gera við könnuna og sagði að ekki væri liægt að lóða það. Eggert var talinn góður járnsmiður, en þá voru emaleraðar könnur nýlega tekn- ar að flytjast til landsins, og ef þær biluðu, voru þær taldar ónýtar. Þegar ég kom lieim aftur, fór ég með könnuna í smiðju, mól af henni glerung- inn allt í kringum stútinn, hreinsaði járnið vel og kveikti svo stútinn á hana aftur. Fyrir verk þetta voru mér gefnir 10 aurar. En hróður minn óx drjúgunr við þetta! Nú þurfti ekki lengur að henda biluðum kaffi- könnum, það var bara farið með þær til .,hans Kristjáns", og gerði hann við þær! Hér á eftir nrun ég segja frá tveimur minnisstæðum viðburðum, sem gerðust, nieðan ég dvaldi á Halldórsstöðum. í fárviðri. Það var skömmu eftir nýár, að ég lagði af stað í lieimsókn til foreldra minna og systkina, vestur yfir Reykjadalsheiði, einn sunnudagsmorgun. Ég fór snemma af stað, því að ég vildi njóta dagsins vel. Snjór var mikill, ágætt skíðafæri og veðrið liið ákjósanlegasta: Heiðríkt loft, svolítið frost- kul og sunnan andvari. Foreldrar mínir Þjuggu þá á Hjalla, og lá leiðin skáhallt til suðvesturs yfir heiðina. Uppi á heiðinni, beint upp frá Halldórsstöðum, er hátt fell, sem Hvítafell heitir. Vegur er þarna eng- inn nema götutroðningar, sem liggja upp að Hvítafelli og suður með því að austan, og síðan niður með því að sunnan, ofan að Uitlu-Laugum, sem er næsti bær norðan við Hjalla, og er all-löng bæjarleið. Nú var ég ekki bundinn við neinar göt- nr, því að snjór lá jafnt yfir allt. Gekk ég því beint í suðvestur með stefnu á Hjalla °g var kominn þangað fyrir morgunverðar- tmra. I góðu veðri er þetta hálfs annars Úma gangur. Heima var mér vel fagnað, eins og við mátti búast. Hafði ég þá ekki komið heim síðan snemma sumars. En nú voru öll syst- kini mín heima, svo að nú var gott tækifæri til að skemmta sér, enda gerðurn við það óspart. Eftir að við höfðum borðað mið- degisverð, fórum við strákarnir út að leika okkur á skíðum. Skíðabrekkur eru þarna ágætar, og renndum við okkur þar alveg fram í myrkur. En heim í Halldórsstaði þurfti ég að komast um kvöldið, því að ég átti að vaka næstu nótt við kembingu. Mér var alveg sama, þótt ég færi yfir heið- ina í myrkri, því að svo vel kunnugur var ég þar, að ég óttaðist ekki, að ég mundi villast. Og nú ætlaði auk þess Bárður bróð- ir minn með mér. — Ég hafði sem sé ekki farið alveg erindisleysu þessa ferð, því að Magnús hafði beðið mig að útvega sér Bárð til að vinna hjá sér við kembingu nokkrar vikur. En það var vanalega svo mikið að gera um þetta leyti, að vinna þurfti dag og nótt. Það var konrið að dagsetri, er við lögð- um af stað frá Hjalla. Enn var sama blíð- viðrið, en tekið að syrta í lofti. í suðvestri var svartur bakki yfir Narfastaðafellinu, og færðist hann óðum nær. Nú var þó orðið frostlaust, svo að skíðafærfi var orðið slæmt og klesstist í skíðin. Við vorum ekki komnir nema skammt upp fyrir túnið, þegar fór að hvessa á suð- vestan. En það gerði okkur ekkert til, því að vindurinn var beint á eftir okkur, og var það ekki lítill léttir upp brekkuna, sem er all-löng og erfið, þar til komið er upp á háheiðina. En ekki leið á löngu, þar til „léttirinn" varð nokkuð mikill. Við vorum ekki meira en hálfnaðir ‘með brekkuna, þegar komið var slíkt ofsa-rok, að reif upp snjóinn í stórum flyksum, og þótt brekkan væri brött, þá var nú ýtt svo hressilega á eft- ir okkur, að skíðin tóku að renna upp í móti. Bárður var með linan flókahatt á höfði,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.