Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 32
68 N. Kv. MANNLÍFIÐ ATHUGAÐ í BÍLSPEGLINUM un hans. Mér er ljóst, að ég verði að kom- ast úr þessari klípu, áður en ég lendi í vandræðum, en veit þó ekki, hvað til bragðs skuli taka. Fimm mínútum síðar sé ég lögreglubíl koma á móti mér. Ég slökkvi á báðum fram- ljósutium og bregð mér þvert yfir götuna, svo að ég er rörigu megin. Og í sama vet- fangi eru ,,laggarnir“*) komnir upp að hliðinni á mér. „Hvað á þetta að þýða?“ kallar annar þeirra. „Hér er eitthvað óhreint á seyði,“ svara ég. „Ég er hér með strák, sem hefur með sér grunsamlega útlítandi poka, og ég vil helzt losna við hann, áður en ég lendi í nokkru stappi út af þessu.“ Laggarnir brugðu ljósvarpi („kastljósi") á strákinn og poka hans. „Hvað er nafn þitt?“ spyr annar þeirra. Farþegi minn taut- ar eitthvað, sem ég get ekki greint. „Hef- urðu nokkur skilríki á þér?“ Strákurinn sýnir þeim nokkur spjöld og bréf. „Hvað hefurðu í pokanum?" Strákurinn þrýstir pokanum fastar að sér, en svarar engu. „Ut með þig!“ skipar lögreglumaðurinn. Farþegi minn mjakast hægt út úr bíln- um. Annar lagginn þrífur poka hans, og þá verð ég þess var, að tárin hrynja ofan kinnar piltsins. Og síðan heyri ég annan laggann segja: „Fjandinn sjálfur, þetta er þá bara dautt hundshræ!" Þá er stráknum öllum lokið. Og þegar hann hefur jafnað sig ofurlítið eftir stund- arkorn, stynur hann upp allri sögunni: — Þeir höfðu verið óaðskiljanlegir vinir í 12 ár, og Tixí litli hefði verið eins og barnið hans. Og nú hefði sér dottið í hug, að það ætti bezt við að grafa hann úti á Staðar-eyju, þar sem þeir hefðu verið vanir að dvelja á hverjum sunnudegi. ------Ég segi ykkur álveg satt, að þetta kom svo óvænt, að það *) „Laggi" er sams konar stytting og notuð cr í ensku sögunni. — Þýð. datt alveg ofan yfir mig, og mér fannst ég vera eins og „falskur fimm-eyringur“. II. Síðdegis einn daginn eru ósköp hæglát hjónaleysi farþegar í bilnum mínum. Þau virðast einhvern veginn svo hljóð og angur- vær, og ég geri mér far urn að spjalla við þau. Og innan stundar erum við komin á skrið í samræðum, eins og hefðum við verið gamlir kunningjar. En svo allt í einu verða þau undarlega hljóð á ný. Ég athuga þau í bílspeglinum og sé, að þau stinga saman nefjum og virðast sín á milli vera glöð og upprifin, en þau tala svo lágt, að ég heyri rétt aðeins klið radda þeirra. „Spyrð þú hann,“ segir annað þeirra. En hitt svarar: „Nei, spyrð þú hann.“ Loksins segir pilturinn: „Bílstjóri, okkur langar til, að þú borðir miðdegisverð hjá okkur, þegar við komum heim.“ „Ha-a?" segi ég og livessi á hann augun. „Æ, gerðu svo vel að koma,“ segir stúlk- an, „okkur myndi þykja svo vænt um það.“ „En hvers vegna einmitt ég?“ spyr ég. „Þið sem þekkið mig ekki vitundar ögn.“ ' Þau horfast í augu, eins og þau séu að bera saman ráð sín, hvort þau eigi að halda þessu áfram eða ekki. „Jæja, auðvitað höf- um við ekki þekkt þig lengi, en ég held nú samt, að við þekkjum þig nógu vel til þess,“ segir pilturinn. „Það er fyrsta giftingar-af- mælið okkar í dag, og nú langar okkur til að fá þig til að hjálpa okkur til að gera það dálítið hátíðlegt og gleðjast með okkur." Nú vorum við komin þangað, sem þau höfðu sagt til, að litlu íbúðarhúsi. Piltur- inn var ekkert glæsimenni, en mér virtist hann mundi vera hreinn og beinn. Og sama var að segja um stúlkuna. Hún hafði ofur- lítið söðulnef, var bláeygð og ofurlítið svip- döpur. „Hvers vegna fáið þið ekki heldur ein- hvern frænda ykkar eða kunningja til að koma til ykkar í kvöld?“ spurði ég.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.