Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 38
74 MANNLÍFIÐ ATHUGAÐ I BÍLSPEGLINUM N. Kv. birgða-deildinni sagðist geta látið þig fá eitthvað að gera!" „En hvað heldurðu að hann segi, þegar hann kemst að því, að ég hafi nýlokið 10 ára vist fyrir fjárdrátt?" segir Jósef í ísköld- uin og nístandi róm. „Jósef,“ segir hún í bænarróm. „Þú verð- ur að varpa þessu frá þér. Okkur verður að heppnast þetta barnanna vegna." Hann dregur andann djúpt, eins og liann ,sé að reyna að ná fullu valdi á sjálfum sér, 'og segir síðan, hálfvegis við sjálfan sig: „Tíu ár, og hefi meira að segja aldrei séð eitt barnanna minnal" Síðan spyr hann kvíð- inn: „Vita þau ekkert um þetta ennþá?“ Hún hristir höfuðið. „Nei, ég vildi, að þau skyldu fyrst kynnast þér aftur og læra að elska þig eins heitt og ég geri, áður en við segðum þeim það.“ Ég heyri hann varpa öndinni. „Æ, vesa- lings. börnin,“ segir hann, og nú virðist málrómur hans vitund hlýlegri. „Ég get varla trúað því, að Jimmi (James) sé orðinn nærri 15 ára.“ ' „Ég skil það vel, — og Geta er 12 ára. Þú ættir að sjá Jimma.“ Málrómur konunn- ar verður glaðlegur og hamingjuþrunginn. — „Hann er greindasti nemandinn í bekkn- um. Hann er líka í knattspyrnufélaginu og er mjög vinsæll — ekki sízt meðal stúlkn- anna." Jósef hlær. Og í fyrsta sinn er svo að heyra, að þetta sé engin uppgerð. Hann heldur nú utan um konuna sína, og hún hallar höfði upp að öxlinni á honum. Þann- ig sitja þau hæg og hljóð og róleg um hríð, eins og þau hefðu aðeins brugðið sér út eina kvöldstund og væru nú á heimleið. „Hvernig er sá litli?“ spyr hann lágróma. „Ó, Villi er stór eftir aldri. Flestir halda, að hann sé meira en tíu ára. Hann er raun- verulega bæði fallegri og myndarlegri held- ur en á myndinni, sem ég sendi þér. Hann er alltaf að tala um þig og spyrja og spyrja. Þau Jimmi og Beta reyna að fræða hann um hitt og þetta, þótt þau sjálf muni nú ekki mikið. Stundum búa þau sér til sög- ur og kalla þær „Sögurnar hans pabba í Mexícó." Ég heyri ikta ofurlítið í Jósef. „Jimmi hlýtur að vera bezta barn, heyri ég.“ „Bezta barn í heimi.“ Allt í einu brýzt upp í henni óstjórnleg- ur grátur, og hún getur ekki stunið upp orði um hríð. En eftir stutta stund nær hún sér aftur, og er hún hefir jafnað sig nokk- urn veginn, segir hún: „Það hefir verið svo erfitt og þungbært, Jósef, að svara öllum spurningum þeirra og láta sem þú værir alltaf í Mexícó, og lesa upp þessi sífelldu gervibréf og ljúga upp sögum um það, hvers vegna þú gætir ekki komið.“ „Jæja, þetta hefir nú heldur ekki verið nein skemmtiferð fyrir mig,“ hreytir hann að henni og kippir til sín hendinni, sem hvílir á öxl hennar. En hann iðrast þessa óðara. „Æ, fyrirgefðu, Mae,“ segir hann, „ég ætlaði ekki að derra mig. En tíu ára fangelsi reynir sannarlega á þolrifin.“ Hún þrýstir hönd hans til að láta í ljós, að hún skilji liann fyllilega. Nú er komin uppstytta. Það er þegar orðið dinnnt, en öðru hvoru sést bjart tungl í skýjarofi. Ég heyri að maðurinn spyrnir fæti við annarri ferðatöskunni á gólfinu og segir, eins og til að víkja talinu að öðru: „Hvað er í þeim, þessum?“ „Aðeins dálítið af gömlu fötunum þín- um,“ svaraði konan. „Það er auðvitað bú- ist við, að þú komir frá Mexícó, og þá verð- urðu að hafa einhvern farangur. Ég fékk hótelmiðana hjá stúlku á skrifstofu Ferða- félagsins.“ ,,]æja, jæja,“ svarar hann og hlær ofur- lítið. „Ég býst við, að þetta sé ágæt uppá- fynding með þessa Mexícó-för okkar. Ég vona, að spænskan mín sé enn nógu góð til að nota hana við börnin.“ „Ég veit, að Jimmi ætlar að læra hana í

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.