Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 36
72 MANNLÍFIÐ ATHUGAÐ í BÍLSPEGLINUM N. Kv. til þess, því að honum hafði orðið það ljóst, að hún var alls ekki af því tægi, sem legði lag sitt við giftan mann. Síðan fylgdi hvað af öðru, og einn daginn hafði Margie sagt honum, að hún væri barnshafandi, og þá varð hann að segja henni allan sannleik- ann. Daginn eftir hafði hún ekki lcomið í vinnu. Og er hann spurði eftir henni í mat- sölu- og gistihúsinu, var lionum sagt, að hún væri farin úr bænum, og hefði ekki skilið eftir neitt heimilisfang. Pilturinn hafði orðið alveg frá sér og tók þegar að hefja leit að henni. Hann sneri sér til leyni- lögreglu-skrifstofu einnar, en það bar eng- an árangur. Hún var algerlega horfin. Nú hafði hann snúið sér að því meir en áður að ná fullum skilnaði við konu sína. Honum er kunnugt, að hún á í makki við aðra menn, bæði einn og annan, og loks fær hann fullar sannanir fyrir því, og þá sam- þykkir hún að lokum skilnað. Hann var alveg í kafi upp að eyrum í fjárgreiðslum til leynilögreglu- og málafærslumanna og hafði greitt allmikinn framfærslustyrk til lconu sinnar undanfarið. En nú var hann þó loks frjáls og frí með fullan rétt til að kvænast Margie — gæti hann aðeins fundið hana. Og loksins rofaði ofurlítið í lofti. Leyni- lögreglu-skrifstofan komst á snoðir um, að Margie hefði fengið atvinnuleysisstyrk í New York, og fann þannig heimilisfang hennar, og síðan rakti pilturinn spor henn- ar alla leið að húsinu. En þar hafði hann aðeins það upp úr leit sinni, að hurðinni var skellt aftur rétt við nefið á honum. En meðan hann stóð þarna fyrir utan og var að velta fyrir sér, hvað hann nú skyldi taka til bragðs, kom stúlkan allt í einu út um dyrnar og kallaði í bílinn minn. Og síðan hafði hann elt okkur alveg upp að sjúkra- húsinu.-------- Hann situr og felur andlitið í höndum sér. Hann þráir Margie, en hún vill ekki einusinni tala við hann. En loksins komum við okkur saman um dálitla hernaðar- áætlun. — Seint um kvöldið fer ég til sjúkrahússins með fangið fullt af rósum, sem hann hefir keypt handa henni. Barnið var þegar fætt. Það var drengur. Margie sat upp við herða- dýnu og var allmáttfarin og þreytt, en ann- ars furðu hi;ess. Hún varð forviða við komu mína. Ég færði henni rósirnar og lokað um- slag. Hún hrukkaði brúnirnar og reif upp umslagið. Innan í því voru hjónaskilnaðar- skjölin og auk þess ofurlítil leðuraskja með bæði trúlofunar- og giftingarhring. Hún lét allt þetta falla ofan á rúmið og fór að gráta. „Sjáið þér nú til. Margie,“ sagði ég stillt og gætilega. „Þetta kemur mér sennilega ekkert við, en mér þætti samt vænt um, ef þér vilduð hlusta á það, sem ég hefi að segja. Auðvitað fór pilturinn rangt að í upphafi. En það var af því, að hann var svo hræddur um að missa yður, ef hann segði yður sannleikann. En nú er þetta allt í lagi. Hvers vegna viljið þér þá ekki veita honum nýtt tækifæri?" Hún hristi höfuðið. „Það er of seint,“ sagði hún. Síðan sagði ég henni alla söguna, hve áhyggjufullur og niðurdreginn hann væri. Vesalings pilturinn er ástfanginn af yður,“ segi ég að lokum. „Hann þráir bæði yður og barnið og þarf ykkar beggja með.“ Hún hlustaði með athygli, eins og vildi hún reyna að láta sannfærast. Síðan strauk hún hendinni um augun, leit upp, og varir hennar sveigðust í djúpu brosi. „Ókey, Cúpídó,“#) segir hún loksins. „Láttu hann þá koma.“ Þegar ég fer burt aftur, eru þau enn í innilegustu faðmlögum og keppast bæði við að tala heila mílu á hverri mínútu. — Síðan hef ég á hverjum jólum fengið spjald frá þeim, og utan á er alltaf skrifað: Herra Cúpícló Hecht. *) Cúpídó þ. e. Amor, ástarguðinn. — Þýð.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.