Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Qupperneq 31

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Qupperneq 31
N. Kv. SVEINN SKYTTA 67 ist heim aftur,“ mælti gamla konan, sem opnað hafði fyrir þeim. „Tvisvar sinnum hefir sænski höfuðsmaðurinn sent boð ofan og spurt, hvort herra Óluf væri enn ekki kominn frá kirkju, og síðan heíir hann ver- ið með hark og hávaða þarna uppi, eins og hann hyggði að brjóta niðut allt hana- bjálkaloftið." I daufum augum herra Ólufs brá fyrir snefli af lífi, er Seseslja nefndi höfuðsmann- inn. „Sé svo,“ mælti hann, „þá er víst bezt, að ég bregði mér upp til að halda honum í skefjum. Sesselja þarf ekki að færa mér kvöldverð upp að þessu sinni, ég er ekkert svangur." Tange brosti blíðlega og kyssti á hvíta og litla fingur unnustu sinnar, kinkaði síðan kolli til Sesselju gömlu og fór síðan fram. Gamla konan stóð um hríð þegjandi og virti Geirþrúði fyrir sér, athugul og alvar- leg. Unga stúlkan leit niður undan rann- sóknaraugum gömlu konunnar, er virtust lesa í huga hennar. Skyndilega fór hún að hágráta og ætlaði að smeygja sér út úr her- berginu. Gamla konan gekk þá til hennar, tók hana í faðm sér og hvíslaði í geðshrær- ingu: „Drottinn mun snúa öllu til góðs fyrir okkur, elsku barnið mitt! En haldi þessu lengi áfram, mun allt fara illa að lokum og mæðulega." (Framhald). Mannlífið athugað í bílspeglinum. Sögukaflar eftir Reuben Hecht. I. Ég hef verið leigubílstjóri í New York nærri 30 ár, og oftast haft næturakstur. Mér þykir gaman að þessu starfi. Sumir piltarnir á stöðinni skopast að mér, er ég læt þetta í ljós við þá. En þetta er sem sé mjög við- burðaríkt starf og ærið spennandi. Mér geðj- ast vel að fólki yfirleitt, og ég segi ykkur satt, að það skeður enginn sá viðburður í mannlegu lífi, sem ekki gæti komið fyrir í leigubíl! Það er ætíð tilbreyting í starfinu, t. d. í rigningu að næturlagi úti í Bronx. Það var eitt sinn um hálf-þrjú-leytið eftir miðnætti, °g göturnar voru mjög mannauðar. Allt í einu vörpuðu framljós mín birtu á piltung einn, sem gekk eftir götunni. Hann hafði dregið hattinn ofan í augu og brett upp kápukraganum. Hann bar poka á öxlinni. iir ég nálgaðist, hóaði liann í mig. Án þess að hugsa mig um, stöðva ég bílinn, og óðar en varir, er lrann kominn upp í hann og segir um leið: „Aktu út á Staðar-eyju (City Island).“ „Og hvert þangað?“ spyr ég. „Það skal ég segja þér, þegar þangað kemur,“ segir hann. Meðan við ökum áleiðis, er ég að velta fyrir mér, hvers konar náungi þetta muni vera. Hann reykir í sífellu og svarar mér ekki nema rétt öðru hvoru. Og hann heldur utan um pokann sinn, eins og um einhverja dýrmæta eign sé að ræða, sem hafa þurfi góðar gætur á. Þessi strákur fer í taugarnar á mér. Hreinskilnislega sagt, þá er ég reglulega smeykur. Ég lít um öxl og segi: „Heyrðu, lagsmaður. Mér lízt ekki almennilega á þetta hjá þér. Ég vildi helzt, að þú borgaðir mér hérna og næðir þér svo í annan bíl.“ Hann svarar þessu aðeins: „O, kærðu þig kollóttan. Ég skal borga þér vel.“ Þetta er eins konar úrskurður og fullnaðar-ákvörð- 9*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.