Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 33
N. Kv. MANNLÍFIÐ ATHUGAÐ í BÍLSPEGLINUM 69 „Vinir okkar og frændur eru öll í þúsund mílna fjarlægð," sagði hún. „Við höfum verið hérna, síðan við giftumst,“ sagði pilt- urinn til skýringar. „í fyrra mánuði náðum við loks í þessa íbúð. Og síðan hefur eng- inn gestur komið til okkar. Heima mund- um við hafa haft fjölda gesta, en hérna höfum við ekki dvalið nógu lengi til að eignast vini.“ „Og nú viljum við ekki halda upp á fyrsta giftingar-afmælið okkar einsömul,“ segir stúlkan. „Vilt þú nú ekki gera svo vel að vera gestur okkar?“ Jæja. Ég varð nú að velta þessu rækilega fyrir mér. Svona heimboð gæti vel endað með klofna hauskúpu og tæmda pyngju. En ég finn á mér, að hér muni „allt í lagi“. Og síðan fer ég með þeim. Þau hafa hérna litla, en snotra íbúð, með laglegum, en ódýrum húsgögnum. Þegar svona langt er komið, kalla þau mig Robba, en ég kalla þau Dittu og Georg. Þau minna mig helzt á krakka í sumarfríi. Georg fer fram í eldhús og hjálpar Dittu með salatið. Síðan bera þau á borð, og svo setjumst við þrjú niður. Ditta lyftir upp einni skeiðinni og segir: „Þetta er fyrsta tækifærið, sem okkur hefur gefizt til að nota fallega borðsilfrið okkar.“ Augu liennar blika, eins og lienni liggi'við að tárast. Þessi máltíð var ein sú allra bezta og skemmtilegasta, sem ég hef nokkru sinni tekið þátt í, og á ég þá ekki sérstaklega við matinn sjálfan. En ég á við það að sam- neyta tveimur ungmennum, sem eru ham- mgjusöm í samvistum sínum og samlífi og með heimili sitt, og langar innilega til að láta jafnvel bráðókunnugan mann taka þátt í fögnuði sínum og njóta hans sameiginlega með þeim! Heimili þeirra var þrungið af góðvild, og það er smitandi. — Öðru hvoru varð mér hugsað til bílsins míns fyrir utan, að nú hefði ég átt að sitja við hjólið og raka saman skildingum. En ég sé ekkert eftir þessu, sökum þess, að nú mun mér líða vel heila viku eftir á. III. Það kernur einnig fyrir margt spaugilegt og jafnvel spreng-hlægilegt í þessu starfi mínu. Eins og til dæmis um árið, þegar ameríska sjálfboðaliða-herdeildin fékk að leika lausum hala um götur New York borgar. — Þetta var árið, sem vatnsbyssu- faraldurinn geisaði, og vatnsbyssa var sjálf- sagður hluti af herbúnaði piltanna, Þeir gengu því um allar götur og skvettu (sprautuðu) vatni á stúlkurnar, sem fram- lijá þeim gengu á götunum. Jæja. Einn þessara náunga móaði í mig. Hann hafði mjólkurflösku fulla af vatni og prýðilega vatnsbyssu og var nú heldur en ekki hreykinn. Ég gizka á, að hann muni liafa lagt á sig um fullan helming, meðan hann stóð í hernum, og hann notar að minnsta kosti belti nr. 45. Hermannshúfan hans skrollir utan í öðrum vanganum. „Aktu með mig dálitla stund, bílstjóri," segir hann. „Mig langar til að komast í skotfæri við fleiri af kvenþjóðinni! Farðu bara hægt og aktu alveg upp að gangstétt- inni.“ Ég ók ofan eftir Breiðgötu. í hvert sinn sem náunginn hitti einhverja stúlkuna með 'vatnsgusu sinni, rak hann upp sigur-öskur og stappaði niður fótunum í bílgólfið. Er þannig hafði gengið um hríð, veitti hann því eftirtekt, að í bílþakinu var all- stórt rennilok, og nú bað hann mig að opna það. Ég hugsaði ekkert frekar út í þetta og opnaði þennan útsýnis-hlera. Rétt á eftir heyrði ég hlátur og liróp og sá fólk benda á eitthvað fyrir aftan sig. Ég lít snöggt í speg- ilinn og sé ekkert annað en tvo fótleggi og fætur niður úr bílþakinu. Farþegi minn hafði troðið sér upp um hleraopið alveg ofan að mitti. Eftir fáeinar mínútur er hann búinn með

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.