Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 44
80 ÚTVARPSLEIKURINN N. Kv, einu hastarlega við lionum. Og er honum varð litið fram í útvarpssalinn, varð liann steinhissa af að sjá hann troðfullan af lög- reglumönnum. Að vísu hélt útvarpið áfram, eins og vera ber, undir öllum kringum- stæðum, — en þó ekki án nokkurra trufl- ana og rofa. Nú sendi CBS út fjórar tilkynningar um allar tengistöðvar og skýrði frá, að hér væri aðeins um leikrit að ræða. Var ein þessara tilkynninga send þegar á eftir, tvær síðan með nokkru millibili, og ein í lok útvarps- dagskrár. En áður en klukkustund var lið- in, hafði skelfingar-æðið gripið svo um sig, að allt útvarpskerfið varð að endurtaka þess- ar tilkynningar í sífellu fram yfir miðnætti. Auk þessa stöðvuðu um 60 af hundraði útvarpsstöðva með þennan sama dagskrár- lið útvarp sitt og sendu út tilkynningar, óðar er þess varð vart, hve háskalegur mis- skilningur hér væri á ferðum. En það var um seinan, því að ægilegasta hluti dagskrár- innar var einmitt á undan aðalútvarpi kvöldsins. Hrifnæmustu hlustendurnir, sem misst höfðu af fyrstu tilkynningunni, biðu ekki eftir hinum, heldur æddu af stað út í nóttina. Þetta hræðsluæði reyndist svo ægileg frétt, að sálfræðingum var falið að útskýra þetta og greina. Dr. Raymond H. Paynter í Long Island háskóla hafði helzt tilhneig- ingu til að telja aðalsökina liggja í almennri sjálfsblekkingu, a. m. k. að nokkru leyti af skorti á nauðsynlegu ímyndunarafli. Hann sagði, „að fólk þetta hefði undanfarið verið orðið skelkað af styrjaldar-hugsunum og ótta, og í stað þess sem ímyndunarafl þess hefði þegar í upphafi átt að fleyta því inn í hið skáldlega hugarflug sögunnar, hefði það raunverulega aftrað því, að fólk gerði sér ljóst, að hér væri aðeins um útvarps- leikrit að ræða“. New York blaðið World-Telegram sagði í ritstjórnargrein á þessa leið: „Útvarpið á sunnudagskvöldið sýndi greinilega og sann- aði, hve háskalegt það gæti verið, ef útvafps- sendingar stæðu undir pólitísku eftirliti óg væri í höndum stjórnmálamanna. Þegar hægt reynist að villa sýn slíkum fjölda fólks, alveg tilviljandi, þegar tilgangurinn er þó aðeins sá að skemmta hlustendum, hvað gætu þá ekki kænir og útsmognir stjórnmálamenn afrekað með fullkomnu tangarhaldi á útvarpsstöðvunum! Einræðis- herrar í Norðurálfu nota útvarpið til að kenna þegnum sínum að trúa lygum og blekkingum. Við óskum ekki eftir neinu þvílíku hérlendis. Þá er betra að amerískar útvarpsstöðvar séu frjálsar framvegis og eigi á hættu að gera einhver glappaskot öðru hvoru, heldur en að fitja upp á nýrri stefnu, er síðarmeir gæti svipt það frelsi til að útvarpa óritskoðuðum sannleikanum.“ Samt sem áður urðu útvarpsstjórar og þulir lrvarvetna á stöðvum þessum illa skelkaðir. CBS óttaðist að rannsókn yrði hafin gegn útvarpinu af „Federal Com- munications Commission", og felldur hegningardómur. En FCC afréð að láta málið kyrrt liggja. Taldi nefndin, að ráð- stafanir þær, sem CBS þegar hefði gert, væru nægilegar til verndar réttinda hlust- enda og öryggi. Hér liefði heiðarleg iðngrein fengið þá áclrepu, er hún myndi láta sér að kenningu verða! En það voru ummæli Heywood Broun’s í World Telegram, sem virtust hafa almenn- ast gildi og vera töluð frá flestra brjósti: „Ég er enn illa skelkaður. Ég heyrði ekki útvarpið, og ég efast um, að ég myndi hafa kallað á lögregluna til að bera upp fyrir henni kveinstafi mína eingöngu sökum þess, að ég þættist hafa heyrt, að einhverjir náungar í furðuvél væru að kála Princeton- búum.... En ég lifi í sífelldum ótta og kvíði því, að hvenær sem vera skal, geti málmhólkur komið til jarðar, og út úr hon- um korni þjótandi hræðilegar verur vopn- aðar dauðageisla-byssum.“ — H. V. þýddi.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.