Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 24
60 SVEINN SKYTTA N. Kv. um í bandi? E£ þeir þekktu mig ekki að því að vera fær um að stjórna þeim bæði með megin og manndómi, myndu þeir hlæja upp í opið geðið á mér og velja sér Jregar annan foringja. Og hamingjan hjálpi sveit- unum hérna umhverfis, ef þannig færi. Þessir náungar, sem eiga svo bágt með að beygja sig og hlýða öðrum og þekkja engan annan mismun á réttu og röngu en þann, sem ég hef sett })eim fyrir, þeir rnyndu þá dreifa sér út um allar sveitir eins og rottur úr tómri hlöðu, og ef til vill verða ennþá ill- vígari gegn sínum eigin landsmönnum heldur en jafnvel sjálfir Svíarnir." „Jæja, jæja, Sveinn!" mælti Nansen, „mér varð það nú einnig ljóst í kvöld, hvern mann þú hefur að geyma, en mér var það ekki nægilegt, ég varð að kryfja þig til mergjar, áður en ég áræddi að fela þér jafn mikilvægt málefni og hér er um að ræða.“ „Þannig mun liggja í jressu, að þið, háu herrar inni í Kaupmannahöfn, getið ekki annað skilið, en að fátækur maður hljóti að varpa útbyrðis heiðarleik sínum, óðar er liann heyrir hringl í vel fylltri peninga- pyngju. Þá hef ég þó lagtum betri hug- rnynd nm yður, þótt þér eigið það sfður skilið.“ „Því ekki það, Sveinn Gjönge," mælti Nansen og brosti yfirlætislega. „Þetta eru einkenni æskunnar; hún verður svo auð- veldlega fyrir vonbrigðum, sökum Jress að hún trúir öllu og treystir." „Ég er nú Jjrjátíu og fimm ára,“ mælti Sveinn. „Ég reikna ekki aldur manns í árum, heldur eftir skapgerð hans og tilfinningum, og á þeim vettvangi ert Jrú enn ekki orðinn þrjátíu og fimm ára. Samkvæmt mínum skilningi varð ég því að tortryggja þig, unz ég hefði fengið sannanir á hinn bóginn." „Nei, fjandinn sjálfur, J>að þurftuð þér alls ekki!“ kallaði Sveinn upp æstur. „Fyrst Hans Hátign gat látið svo lítið að gefa mér þann vitnisburð, sem þér minntust á áðan, virðist mér, að ég ætti að vera fullboðlegur ekki stærri manni, en þér eruð.“ „Jæja, en sleppum nú þessu' Hafi ég haft órétt fyrir mér áður, er ég tortryggði þig og Jrína líka, þá finnst mér sannarlega, að nú liafi ég reynt að bæta úr því.“ Sveinn hló. „Með því að koma og biðja mig hjálpar?" „Nei, Sveinn Gjönge, en með því að koma og bjóða Jrér fullan heiður og allan af fyrirtæki þessu, heiður sem verður þeim mun meiri en ella, að nú eiga þínar fram- kvæmdir að hefjast þar, sem ég sjálfur hef gefizt upp og ekkert frekar getað aðhafst.“ Sveini var ljóst, að þetta var rétt ályktað, hann stóð stundarkorn þögull og velti þessu fyrir sér, því næst kinkaði hann kolli, rétti Nansen hönd sína og mælti: „Þetta er satt, og skulum við svo ekki hugsa meira um það, sem á undan er geng- ið. En hve mikil er sú upplræð. sem ég á að flytja til Kaupinhafnar?" „Fimmtíu þúsund ríkisdalir.“ „Það er mikið fé.“ „Já, það er svo, en Jró ekki svo ýkja erfitt að flytja, þar eð talsverður hluti þess er fólginn í skuldabréfum frá kunnum mönn- um, og aðeins lítill hluti Jress í gulli og silf- urmynt. Telur þú, að Jnér muni takast að' komast með fé þetta heill á húfi þvers yfir Sjáland?" „Ekki veit ég það.“ „Hvað er þetta, veiztu það ekki? Þá er- um við líka jafn nær og áður.“ „Bæjarfógeti!" ‘svaraði Sveinn, „ég skal segja yður nokkuð. Drengur teygir út hand- legg sinn og heldur, að heimurinn allur hangi í einu kálfsskinni, en fullorðinn mað- ur teygir hann ekki lengra en svo, að hann geti kippt honum aftur að sér, hann verður að vera skjótráður í störfum, en seinn til svefns. Ég er sá maður, er þér áðan sögðust treysta, og þá fyrst er ég hef tekizt eitthvað á hendur, mun ég láta í ljós skoðun mína á öllu viðhorfi málsins. Hér er ekki aðeins um

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.