Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 30
66 SVEINN SKYTTA N. Kv. þótt ég teldi nú hann aðeins hálfdrætting á móti annarri eins glæpakind og Svörtu- gyitu." „Heldurðu þá raunverulega, að hún ráði yfir göldrum og töfrabrögðum?“ „Því trúi ég alveg áreiðanlega," svaraði Tange lrreýkinn. „Þess háttar konur þekkja fjölda mörg dularöfl náttúrunnar og hafa mök við anda, sem þær beita meðbræðrum sínum og systrum til tjóns. Yfir á Jótlandi hef ég með eigin augum séð gamla galdra- norn á Nibe láta framliðna koma í Ijós, svo að við urðum dauðskelkaðir.“ „Þú segir jrað ekki!“ mælti Geirþrúður og leit upp á unnusta sinn í skelkaðri for- vitni. „Vertu nú ekki hrædd, elsku litla hjarta," mælti unnustinn. „Þann leik fremur hún ekki framar." „Og hvers vegna ekki?“ „Sökum þess að hún var brennd lifandi fyrir utan þorpið, þar sem hún átti heima," mælti Tange og hló drýgindalega. „En við skulum ekki tala meira um þetta, það kvað ekki vera heppilegt, þegar farið er að bregða birtu.“ „Nei,“ mælti Geirþrúður, „við skulum heldur athuga, hvenær á morgun þú getur farið með mér til apótekarans, sem býr til svo fallegar myndir, svo að hann geti klippt myndir af okkur. Ég var búin að lofa móð- ursystur minni á Falstri að senda henni slík- ar myndir af okkur.“ „Á morgun verður víst tæplega tími til þess,“ svaraði Tange. „Þegar altarisgöngu er lokið, verð ég að semja ræðu mína til sunnudagsins. Ég hef sem sé komist að því, að sænski generalinn Vavasor ætlar að koma á aftansöng í kirkjunni." „En þá í kvöld, elsku Tange!" sagði Geir- þrúður og leit á hann bænaraugum. „Þú ert núna í sparifötunum, og gætum við þá ekki farið til hans undir eins? Hann klippir myndir af fólki allan liðlangan daginn fram ,að kvöldverði." „í kvöld,“ endurtók Tange og lézt verða hissa. „Verð ég kannske ekki í kvöld að lesa yfir alla evangelíubókina og búa mig undir textann, svo að Geirþrúði minni litlu hlotnist sú gleði að heyra mér hrósað há- stöfum, þegar við leiðumst heinr aftur úr kirkjunni?" „Já, það er auðvitað satt,“ svaraði unga stúlkan og andvarpaði. „En núna upp á síð- kastið kemurðu nærri aldrei framar ofan til mín; ég sit þar alein með Sesselju gömlu og snælduna mína, og þú dvelur uppi í her- bergi þínu, eins og okkar á milli væru fjöll og djúpir dalir. Sænski höfuðsmaðurinn Manheimer nýtur miklu fremur góðs af samvistum þínum en ég.“ „Nú er það í annað sinn í dag, sem þri minnist á höfuðsmanninn," mælti Tangen önugur. „Eins og ég verði ekki að sætta mig við návist hans, eins og bezt gengur, og eins oft og honum þóknast, meðan Svíar þykjast hafa húsbónda- og herrarétt hér í landi. Af tvennu misjöfnu ber að kjósa hið skárra. Og ég kýs heldur að sjá Manheimer höfuðs- mann uppi hjá mér, heldur en niðri í þínu herbergi." „Já, auðvitað, elsku Óluf! En Sesselja gamla segir, að þið sitjið þar að tenings- varpi og öðru fjárhættuspili. Ég er svo hrædd um, að samvistir við hann geti haft ill áhrfi á þig.“ „Nú verður Geirþrúður litla að vera skynsöm stúlka og minnast þess, að nú er hún ekki lengur neitt barn. — Guð komi til! Svo sannarlega lreld ég, að hún sé farin að gráta! Eigum við nú aftur að lenda í þess háttar? Þerraðu nú af þér tárin, elsku góða!“ mælti hann og kyssti á hönd hennar, „svo að Sesselja gamla eða faðir þinn fari ekki að þusa neitt, er þau sæju þig með rauð augun." Unga stúlkan hlýddi þessu. Óluf lyfti dyrahamrinum á hurð prestsins, og síðan gengu þau inn. „Það er svei mér mál til kornið, að þið

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.