Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 26
62 SVEINN SKYTTA N. Kv. það Guðs vilji, að við hittumst á ný, og þurfir þú nokkru sinni á vini að halda, þá skaltu leita til mín.“ „Þakka yður fyrir, herra!“ mælti Sveinn. „Og skylduð þér einhvern tíma seinna þurfa á Sveini Pálssyni að halda, þá leitið þegar beint til mín án þess að leggja fyrir- fram nokkrar snörur. Og konuð þér aftur til Kaupinhafnar, skuluð þér segja Hans Hátign og hinum háa aðli ríkisins, að ég, lítilsigldur maður ráðleggi þeim annað hvort að bera f u 111 traust ti! þess manns, er þeir kjósi sér, eða þá alls ekkert. Það gæti hugsast, að þeir hefðu þessarar fræðslu þörf.“ Meðan Sveinn var að tala, heyrðist dauft þrusk uppi yfir skútanum, steininum var velt frá, og sást maður koma skríðandi niður um opið. Hann kinkaði kolli til Sveins og settist á rúmbálkinn, en leit svo undrunar- augum á Nansen. „Jæja, Ib!“ mælti Sveinn, „hvaðan ber þig að?“ „Úr jarðarför.“ „Jarðarför hvers?“ „Hinir sænsku riddarar hugðust að reyna, hver hæst næði, þeir sjálfir á hestbaki eða sjórinn í víkinni. Þar af leiðandi drukkn- uðu þeir, og við stóðum úti í hólmanum og horfðum á þetta.“ „Og Anna María og okkar ntenn?“ „Öll í öryggi og óhult.“ „Hann er mín hægri hönd!“ mælti Sveinn við Nansen. „Og hann er höfuð mitt!“ sagði Ib, sem taldi sér skylt að svara í sömu mynt. Nansen brosti og mælti: „Ég kannast við piltinn og það að góðu.“ „Það er rneira, heldur en ég get sagt,“ svaraði Ib. „Jæja, jæja, Ib! Þú skalt fá að vita, hver hann er, hann á erindi við okkur og færir okkur verkefni að leysa af hendi, þar sem við fáum að beita kröftum okkar. En um þetta spjöllum við á morgun. Núna í svip- inn býst ég við, að bezt sé að reyna að gleyma, að nú er tekið að birta af degi fyrir utan; við skulum því slökkva á týrunni og fá okkur góðan blund upp á það, sem við höfum afrekað í dag, og það, sem við eigum að afreka á morgun." Ib leysti utan af einni heysátunni og dreifði úr henni og bjó um sig á gólfinu. Sveinn og Nansen breiddu kápur sínar á rúmbálkinn og lögðust þar fvrir samlrliða. Og skömmu síðar heyrðist í skútanum að- eins djúpur og langdreginn andardráttur þriggja sofandi manna. XI. Skrijtir. í Vordingborg var uppi fótur og fit dag- inn eftir, enda voru miklir atburðir í vænd- um. Borgarbúar þyrptust saman í götum og strætum, og stefndu allir í sömu átt, til kirkjunnar. Allmargir sænskir herforingjar sáust einnig á ferli, og voru þeir úr setuliði því, sem Karl Gústav hafði skilið eftir í höllinni, en hann sjálfur hélt áfram innrás sinni til Kaupmannahafnar. Mannþröngin jókst í sífellu, því nær sem dró kirkjunni, og reyndu bæjarsveinarnir árangurslaust að halda opinni braut upp að aðaldyrum kirkjunnar. Rétt utan við dyrnar stóð hópur sænskra hermanna, sem hér notuðu tækifærið til að líta á fegurðar- drósir borgarinnar, er þær sviptu slæðum sínum frá andliti sér, um leið og þær gengu inn um kirkjudyrnar. í miðjum hópnum gekk ungur maður í prestshempu og með kraga um hálsinn. Hann var óvenju hár vexti, en grannur og renglulegur, Ijóshærður og fölur í andliti og óhraustlegur, með dauf og dapurleg augu. Við hlið hans gekk ung stúlka, sem hélt á bænabók sinni innan í samanbrotn- um, hvítum vasaklút. Maður þessi var Óluf Tange, kapellán hjá sóknarprestinum, og unga stúlkan var

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.