Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 39
N. Kv. MANNLÍFIÐ ATHUGAÐ í BÍLSPEGLINUM 75 skólanum. Hann hefir þegar verið að æfa sig á spænsku „velkominn lieim.“ Hann er þögull um hríð og segir síðan: „Mae, hvernig heldurðu, að þau taki þessu? Að ég komi heim aftur eftir öll þessi ár?“ „Þau munu elska þig, Jósef. Þau hafa verið að vonast eftir þessu árum saman, ég hefi kennt þeim, hvernig þú sért raunveru- lega.“ „Ertu nú alveg viss um það sjálf?“ „Já, Jósef, ég er alveg viss og örugg.“ Þegar ég kom á áfangastað, var þar fyrir lítið og snoturt einbýlishús. Göturnar eru orðnar þurrar, og bjart tungl í fyllingu. Maðurinn opnar bílhurðina og hjálpar konu sinni út úr bílnum og segir síðan við mig: „Viljið þér gera svo vel að taka aðra töskuna?“ Og ég myndi hafa boðist til þess hvort sem var, því að mig langar til að fá tækifæri til að vera vottur að endurfundum hans og barnanna, Konan opnar dyrnar og gengur inn á undan, því næst hann, og síðan ég. Við setjum töskurnar á forstofugólfið, og hann borgar mér farið. Ég hefi gát á, er þau fara inn í dagstofuna. Þar eru þrjú börn inni fyrir, og þau spretta öll upp, er þau heyra okkur koma. Eldri börnin tvö, Jimmi og Beta, eru bæði dökkhærð og hafa augu móð- urinnar. En níu ára Villi er ljóshærður eins og faðirinn, stóreygur og bjarteygur. Þau Jiorfa fyrst á móður sína. Hún segir ekkert. Síðan líta þau öll á föður sinn og standa kyrr og þögul og hátíðleg. Faðir þeirra er eftirvæntingarfullur á svipinn og kvíðinn. Allt í einu flýgur bros um andlitið á Jimma, eins og það liafi þurft að ryðja sér braut langt inn að. Hin tvö brosa líka. „Bienvenido!“ kallar Jimmi upp hvellum rómi. „Velkominn heim, pabbi!“ kalla Beta og Villi. Og nú hlaupa þau öll fram og reyna að grípa utan um hann samtímis öll í einu. Hann tekur þau öll í faðm sinn, og tárin streyma ofan kinnar hans, og smám saman molnar sundur gríma sú, er hann hefir hlotið í fangavistinni, og innan undir henni grillti ég ljóslega manninn, eins og hann hlýtur að hafa verið fyrir tíu árum, blíðlyndur, vingjarnlegur og góður. Hann leitast ekkert við að þerra af sér tárin, stend- ur aðeins kyrr og lítur yfir axlir barnanna sinna til konu sinnar, sem einnig grætur í hljóði. Nú virðist mér ég hafi séð nóg, og svo geng ég hægt og hljóðlega út aftur, og það síðasta sem ég heyri, er að Villi kallar hvell- um rórni: „Ho-ó, nú eigurn við líka pabba alveg eins og allir hinir krakkarnir! Eins og ég sagði í upphafi, þá eru það svona atburðir, sem valda því, að ég held áfram leigubíla-akstrinum. HELGI VALTÝSSON sneri ur ensku. Skrítlur. Dómarinn: Hvers vegna afhentuð þér ekki lögreglunni demantshringinn, sem þér funduð? Ákærði: Það var óþarfi. D.: Hvað eigið þér við? Á.: Það stóð á hringnum: „Þinn að ei- lífu.“ —o— Læknirinn: Hefur nokkurn tíma verið geðveiki í ætt yðar? Frúin: Ekki beinlínis, læknir. En ein- staka sinnum hefur maðurinn hegðað sér eins og hann væri húsbóndi á heimilinu. 10

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.