Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 10
46 ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR N. Kv. hvatningar hjá Einari Ásmundssyni í Nesi. Enda fékk Einar fyrstu vélina. Aðra vél keypti Sigurjón á Laxamýri. Ekki er mér kunnugt um, hverjir aðrir liafi fengið vélar hjá Magnúsi, en samt held ég, að liann liafi selt fleiri. Kambavélinni varð honum aldrei neitt úr, og skrána gat hann ekki selt. Það var svo með Magnús sem með flesta hugvitsmenn og grúskara, að hann var fá- tækur alla ævi og önnum lilaðinn. Hann mátti ekki við því að eyða sínum dýrmæta tíma í tilraunir, hann varð að láta heimilis- annirnar sitja fyrir. Þegar Magnús fór til Reykjavíkur 1907, var erindi lians aðallega það að reyna að fá styrk lijá alþingi til þess að geta smíðað áhöld þau, sem hann þá hafði fundið upp, en hafði ekki bolmagn til að framkvæma af eigin rammleik. Magnús sagði mér þá, að hann væri bú- inn að finna upp svo margar vélar og áhöld, að það mundi nægilegt fimm ára verk fyrir tvo til þrjá smiði. Allt væri þetta jarðvrkju- vélar og áhöld, og þar á meðal skurðgrafa. Allt þetta hefði hann þaulhugsað svo, að enginn vafi léki á, að þetta væru stórvirk áhöld og gagnleg. Og þá bað Magnús mig þess að vera hjá sér og smíða með sér vélar þessar, ef hann fengi styrkinn hjá alþingi. En alþingi synjaði honum um styrkinn. Sárt þótti mér að sjá Magnús, þegar hann kom lieim til mín og sagði mér, að þingið hefði synjað styrkbeiðni sinni. Var hann þá svo sorgmæddur, að ég býst tæplega við að tekið hefði meira á hann, þótt hann hefði misst báðar dætur sínar, sem honum þótti þó mjög vænt um. Síðan fór Magnús heim aftur. Lifði hann aðeins fá ár eftir þetta, og fóru í gröfina með honum allar uppfindingar hans. Og það frétti ég, að eftir þessa suðurför sína liefði hann aldrei lifað glaðan dag. Þá er lokið þessu innskoti í endurminn- ingar mínar, og verður nú haldið áfram þar, sem áður var frá horfið. Eg ætla ekki að orðlengja frekar um veru mína á Halldórsstöðum. Gerðist þar fátt, sem í frásögur sé færandi. í fyrstu var ég ráðinn þar aðeins til eins árs, en einhvern veginn atvikaðist það þó svo, að ég var þar í tvö ár. Þegar ég var ráðinn þangað í upp- hafi, var ekkert samið um kaup, enda fékk ég ekkert kaup þessi tvö ár annað en það, sem ég nauðsynlega þurfti af fötum. Var það þó af skornum skammti, og rétt svo að heita mátti, að ég hefði til skiptanna. Og við húsmóðurina líkaði mér illa. En eins og þegar er tekið fram, þótti mér vænt um Magnús og tók nærri mér að skilja við hann. Réð hann engu um viðurgerning á heimil- inu. Þar var Guðrún einráð í öllu. Enda tolldi engin manneskja þar til lengdar. Nú var ég orðinn 19 ára og langaði mig til að læra eitthvað. Mér var það mikið áhyggjuefni, hvað ég var fákunnandi. Svo átti auðvitað að heita, að ég væri læs og skrifandi og kynni með naumindum að reikna einföld dæmi. Á Arnarvatni las ég töluvert af bókum. Og við lestur þeirra opnaðist mér nýr og áður óþekktur heim- ur, sem mig langaði til að kynnast betur, Á Halldórsstöðum var lítið af bókum, enda var þar lítill tími til fræðaiðkana. Frístund- ir voru fáar. Helzt voru það sunnudagarnir, og þá notaði ég mest til smíða. Magnús átti dágóð verkfæri, bæði á tré og járn. Mest var ég þá í smiðju. Nú komst sá orðrómur á um dalinn, að ég væri talsvert lagtækur, og bárust mér því margir hlutir til aðgerð- ar, svo sem katlar og könnur úr blikki og þess háttar. Lóðaði ég fyrir göt á þess hátt- ar blikkdóti, smíðaði hestajárn, hestskó- nagla og fleira. Stundum fékk ég aura fyrir þetta. Ég fór allar kaupstaðarferðir fyrir Magn- ús. Einu sinni var ég á næsta bæ beðinn fyrir emaleraða kaffikönnu til Eggerts í

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.