Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 43
N. Kv. ÚTVARPSLEIKURINN 79 En ekkert leikrit virtist ætla að fylgja á eftir. I þess stað var birt ósköp óskáldleg veðurlýsing. Síðan tilkynnt, að dagskránni yrði haldið áfram frá eimi Hóteli New York borgar, og leikin yrðu danslög. Og síðan heyrðist í nokkrar mínútur „Swing-band“ músík. Þá varð skyndilega snögg og óvænt þögn, og síðan var tilkynnt hátíðlega, að prófessor nokkur hefði rétt í þessu orðið var við runu af gassprengingum á jarð- stjörnunni Marz. — Nú er hinn smellni Welles á ferðinni með hrekkjabrögðin sín, hugsaði ég þegar. Nú rak hratt hver gervi-tilkynningin áðra, en þó dreifðar inn á milli raunveru- legi'a fréttapistla úr ýmsum fjarlægum átt- um. Tilkynningar þessar skýrðu mjög ýtar- lega frá því, að stór vígahnöttur eða loft- steinn hefði fallið til jarðar skammt frá bænum Princeton í New Jersey og banað 1500 manns. En síðan hefði þess orðið vart, að þetta var enginn vígahnöttur, heldur stærðar málmhólkur með Marzbúa áhöfn, sem vopnaðir væru dauða-geislum. — Ég gat ekki annað en dáðst að Orson fyr- ir hugkvæmni hans, og hve honum tókst ágætlega að gera sennilega þessa stórkost- legu ævintýrasögu sína. En að stundu lið- inni virtist mér honum takast þetta alltof Vel. Frásögn hans varð svo kynlega ævin- týraleg, að mér tók að leiðast hún, og kortér yfir átta skrúfaði ég fyrir útvarpið. Þegar ég kom í skrifstofu rnína morgun- Uninn eftir, varð ég sem steini lostinn, er ntér var skýrt frá, að algerð þjóðar-skelfing hefði hlotizt af útvarpi þessu kvöldið áður og fram eftir nóttu! Auðvitað hafði ég sjálf- nr ekki af miklu að státa. Mér var kunn- ugt um það af tilviljun, hvaða dagskrá væri 1 vændurn og hefði verið vandlega undir- búin í CBS á milli klukkan átta og níu á sunnudagskvöldið, og ég hafði meira að segja sjálfur starfað í útvarpi og var því vel kunnugur allri útvarpstækni, sem ætíð stefndi að því að líkja sem mest og bezt eftir raunverulesrum viðburðum. En nú höfðu taugar allra útvarpshlust- enda Bandaríkjanna verið þrautspenntar undan farna sex mánuði af stríðsfréttum og stríðsótta, svo að ekkert af því, sem með ljósvakanum barst um geiminn, virtist vera svo ótrúlegt, að það gæti ekki komið fyrir. Fram eftir sunnudagskvöldinu hafði flóð- bylgja fjölskelkunar flætt víða og birzt í furðulegustu myndum. Víðsvegar um New York borg flúðu dauðaskelkaðar fjölskyld- ur úr íbúðum sínum, sumar út í nærliggj- andi lystigarða, margir reyndu að afla sér nánari staðfestingar þessara hræðilegu frétta, og mörg hundruð annarra óttasleg- inna karla og kvenna reyndu á allan hátt að finna einhver ráð til að komast burt úr borginni. Maður nokkur í Pittsburg kom heim í miðjum klíðum og fann konuna sína inni í baðherberginu, hljóðandi og veinandi og með eiturglas í hendinni: „Ég vildi heldur deyja á þennan hátt en hinsegin!" Maður nokkur í Mount Vernon kallaði á lögregl- una til að skýra henni frá, að bróðir sinn, sem væri algerður örkumlamaður, hefði hlustað á útvarpið og orðið svo hræddur, er hann heyrði þessar fréttir, að hann hefði skreiðst út og upp í bílinn og væri nú „horfinn". í Harlem varð allt í ægilegu skelfingar- uppnámi. Maður nokkur fullyrti, að hann hefði heyrt rödd forsetans í útvarpinu, og hann hefði ráðlagt öllum borgarbúum að yfirgefa borgina sem allra fyrst. í raun og veru var maðurinn ekki ásökunarverður, því að einmitt um það leyti sem hámarki spenningarinnar var náð, hafði einn af út- varpsliðinu hermt rödd forsetans og mælt þessi orð. Þegar útvarp þetta hafði staðið yfir um hálfa klukkustund, og Orson Welles stóð enn við hljóðnemann, ýttu þeir félagar hans, Roy Collins og Paul Stewart, allt í

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.