Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 37
N. Kv. MANNLÍFIÐ ATHUGAÐ í BÍLSPEGLINUM 73 VI. Einu sinni hafði stúlka kallað á mig á götu. Hún klifraði upp í bílinn, og mér varð starsýnt á hana. Hún var þrútin í andliti óg rauð eins og rauðrófa í fram- an, og augun virtust alveg ætla að springa út úr höfðinu á henni. Hún sat grafkyrr, brött og bein og hnakkakert dálitla stund og virtist varla geta andað. Síðan tók hún að syngja og vinda sig og snúa upp á sig á alla vegu og reyna að losa um beltið sitt, en þó svo hæglátlega og lítið áberandi, sem frekast var unnt. Og loksins tókst henni það, og tók hún þá djúp og mikil andköf, eins og hún kæmi úr sjávardjúpi. Hún hafði sem sé keypt sér belti, sem var þrem númer- um of þröngt, og hafði það nærri kálað henni! — Eg fæ alltaf kökk í hálsinn, er mér verð- ur liugsað til ungu hjónanna með barnið sitt, ofurlítinn þriggja ára drenghnokka, — sem létu mig aka með sig um alla New York borg, frá hverju hótelinu og gistihús- inu til annars til að leita sér að dvalarstað. Þau höfðu fengið endurleigða íbúð hjá nranni, sem farið hafði til Chicagó-borgar, en síðan hafði húseigandi neitað að sam- þykkja þetta. Að lokum báðu aumingja hjónin mig um að lofa sér að hírast í bíln- um um nóttina. En hefði ég gert það, gat það hæglega orðið til þess að ég yrði sviptur ökuleyfinu. Síðast sá ég það til þeirra, að þau flýttu sér í áttina til lystigarðsins og hafa eflaust látið fyrirberast þar um nóttina. VII. Skeð gæti, að atburður sá, er eitt sinn kom fyrir mig, gæti orðið til þess að veita ykkur gleggri skýringu og skilning á því, hvers vegna mér geðjast svo vel að þessu starfi mínu og hef ánægju af því. Það var síðdegis einn þessara ömurlegu daga með blágráan himin og sudda-rign- ingu, sem draup ótt og títt eins og músatif uppi á lofti. Ég tók upp hjón rétt utan við Miklu-stöð (Grand Central) og ók áleiðis. Konan var á að gizka miðaldra og var enn falleg kona, dökkhærð og í blárri regn- kápu. Maðurinn var fölur í andliti og mag- ur, skarpleitur og virtist fremur svipbeizk- ur. Tvær ferðatöskur hans voru með stór- um merkjamiðum frá hótelinu í Mexícó. Konan nefndi áfangastaðinn í útjaðri Brooklyn, og ég stefndi þegar í áttina þangað. „Hvað eigum við að gera þangað?“ segir maðurinn. Hann rétt aðeins hreyfir varirn- ár lítið eitt, er hann talar, og rödd hans er dauf og hljómlaus. „Við förum heim þangað,“ segir hún. „Mér virtist réttast og heppilegast að flytja burt úr gamla nágrenninu.“ I bílspeglin- um sé ég bregða fyrir spurnarsvip á and- liti hennar, eins og hún sé ofurlítið smeyx við það, hvernig hann muni taka þessu. En þetta er einnig blandið umhyggju og nærgætni, eins og vilji hún umfram allt varast að særa liann eða styggja. „Ha — ha!“ en það er ekkert bros á and- liti hans. „Jú, jú, nágrannarnir hefðu víst fengið nóg að þvaðra um, það er alveg satt.“ Konan lítur á hann bænaraugum eins og til að fá hann til að skilja sig. „Til hvers er að vera að blekkja sjálfan sig,“ tautar hann. „Annað eins og þetta fylgir manni ævina á enda. Þú værir betur farin, hefðirðu holað mér ofan í gröfina." „Æ, Jósef,“ segir konan. Tárin hrynja niður yfir kinnar hennar, og hún strýkur þau af sér með vasaklút sínum. „Hefðirðu bara vitað, hvað ég hef verið einmana,“ sagði hún. „Alltaf beðið eftir þér og beðið fyrir þeim degi, er þú yrðir látinn laus, svo að við gætum byrjað lífið saman á ný.“ Hann situr þarna eins og steingervingur og starir fram fyrir sig, svipur hans er sem skorinn í tré. „Ég hefi meira að segja vinnu handa þér,“ segir liún óðamála. Húsbóndi minn í vöru- 10

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.