Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 22
58 SVEINN SKYTTA N. Kv. yður mundi ekki langa neitt frekar til þess, fyrst fyrri tilraun yðar heppnaðist ekki bet- ur en raun varð á.“ „En hvernig geturðu annars vitað með vissu, að fyrri tilraun mín hafi ekki heppn- ast?“ „Hvernig ég geti vitað það?“ spurði Sveinn öskuvondur, og gekk fast að mann- inum. ,,Á því, herra minn ,að það lá við, að ég hefði hálsbrotið yður.“ „Það hefði nú verið nrjög (ihyggilegt af yður af tveimur ástæðum, fyrst og fremst sökum þess, að með því lrefðir þú sennilega spillt fyrir sjálfum þér, og þar næst sökum þess, að eftir slíka meðferð hefði ég senni- lega ekki fengið tækifæri til að skýra þér frá, að allt það, sem á undan var gengið, var aðeins gildra, sem ég lagði fyrir þig.“ „Gildra?" mælti Sveinn og dró við sig orðið. „Já, og af jrví muntu sjá hvoru tveggja, að tilraun mín mistókst ekki, og einnig það, að gildra mín var kænlegar lögð en þín, fyrst þú hljópst í hana.“ „Ég verð l.íklega að trúa vður, ef þér færið mér einhverjar sannanir fyrir þessu,“ mælti Sveinn. „En í einu atriði hafið þér nú samt ekki farið skynsamlega að ráði yð- ar. Ég er mjög skapbráður maður, mér er það í blóð borið, og takist einhverjum að reita mig til reiði, hvort senr það kann að vera í gamni eða alvöru, er þeim manni heppilegast að standa svo fjarri mér, að ég nái ekki til hans. — Fari það logandi! Það er ekki vani að skríða inn í hundakofann til að hrekkja hundinn. En fyrst þér eruð nú hvorki leyndarráðsritari né samsksinnaður, liver eruð þér þá?“ „Það skal ég segja þér, þegar við komum á áfangastað þinn. Og þyki þér þá ekki þær upplýsingar, er ég mun skýra þér frá, nægi- fega góðar, er ég svo nærri þér, að auðvelt mun fyrir þig að reyna að hálsbrjóta mig.“ . Gott og vel,“ mælti Sveinn. „Þá liöldum við áfram.“ Eftir langa göngu og erfiða, \fir óteljandi götuslóða og gatnamót, sem ókunni maður- inn gat alls ekki áttað sig á, staðnæmdist Sveinn að lokum við geysimikinn forn- mannahaug, og var hlaðið stærðar grágrýt- issteinum umhverfis hann. Sveinn velti ein- um steininum til hliðar, og kom þá í ljós, að undir honum var nægilega vítt op til þess, að þar mætti skríða niður í. „Leggist þér nú niður og skríðið inn í holu þessa,“ mælti Sveinn. „Það rná ekki seinna vera að komast hér í felur. Senn tek- ur að birta af degi, og þá koma rekkjuvoð- irnar okkur ekki að miklu haldi.“ Ókunni maðurinn skreið ofan í holuna og kom inn úr henni í allvíðan skúta, svo að hann gat þar staðið uppréttur. Sveinn velti steininum fyrir opið á eftir sér og kveikti síðan á skriðbyttu sinni. X. Tildrög pess að Sveinn gerist fégraftarmaðnr. Týra sú, er Sveinn kveikti á, varpaði rauð- um bjarma um allan skútann, sem var hlað- inn úr forngrýti. í einu horni var rúmbálk- ur úr ótegldum beykigreinum, fullur af nýju heyi. Úti við vegginn andspænis lágu allmargir hjálmar, sverð og byssur í hrúgu, og var allt þetta auðkennt sænskum merkj- um. Ókunni maðurinn hvarflaði augum á vopnahrúgu þessa. Hann hafði nú tekið of- an húfu sína og settist niður á trjárót, er notuð var í stóls stað. „Já, nú getið þér litast um hérna inni," mælti Sveinn. „Ég hef lokað að okkur, svo að við erum alveg öruggir." „Það er sannarlega gott, að við getum ræðst við í friði," svaraði hinn, „því að ég hef margt að segja þér.“ „Það mun þá bezt að byrja á nafni yðar.“ „Við skulum heldur byrja á erindi mínu, það er aðalatriði máls, svo kemur nafn mitt síðar til sögunnar, það skiptir engu. Jæja,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.