Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 12
48 ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURDSSONAR N. Kv. og var nú orðið alveg ókleift að láta hann tolla á höfðinu. Varð hann því að halda á hattinum í annarri hendinni. Eg var með prjónahúfu á höfði og gat togað hana niður fyrir eyru og hnakka, svo að rokið náði eng- um tökum á henni. Nú reyndum við að stanza, svo að Bárður gæti bundið á sig hattinn, og ráðgast um, hvort við ættum að snúa aftur. En ekki var það hægt nema með því að leggjast niður, og gerðum við það. Bárður hafði snæri í vasa sínum, og með því batt hann á sig hattinn. Þrýsti hann honum fyrst niður á höfuðið, eins og hægt var, bretti síðan börð- unum niður yfir eyru og batt síðan snær- inu yfir kollinn og niður undir hökuna. Ekki sáum við okkur fært að snúa aftur, Jrví þótt ekki væri nema stuttur spölur nið- ur brekkuna heim að bænum, var ekkert viðlit að hafa sig það á móti veðrinu. Kom okkur því saman um, að ekki væri um ann- að að gera en annað hvort að leggjast hér fyrir, þar til lægði, eða að reyna að standa á skxðunum og láta veðrið bera okkur áfram yfir heiðina. Hættan var aðallega sú, að ef við dyttum, væri sennilega bani vís. En báðir vorum við vel æfðir á skíðum og dutt- um aldrei í hvaða brekku sem var, svo að við treystum okkur til að standa. Önnur hættan var sú, að Jrar sem svo dimmt var bæði af náttmyrkri og af snjókófinu, að ekki sá handaskil, að við gætum tapað hvor af öðrum. Ekki þurfti annað, en að skíði annars okkar væru hálli og rynnu Jrví betur, og drægist þá hinn þegar aftur úr. En á þetta varð samt að hætta. Nú stauluðumst við á fætur og fukum samstundis af stað hlið við hlið, upp bratta brekkuna og upp á háheiði, upp yfir liáa ása og ofan af þeim aftur, þvert yfir breið- an mýrarflóa, og síðan fór að halla undan fæti. Runnum við alltaf á fljúgandi ferð og samhliða. Var nú stöðugt undanhald, og rákumst við þá á bratta hraunkletta. En þá var veðrið svolítið tekið að lægja, svo að við gátum stöðvað okkur og reynt að átta okkur. Þekktum við þá klettana, sem eru utan og neðan við bæinn Þverá í Laxár- dal. En klettarnir eru á bakkanum vestan Laxár. Vorum við nú einni bæjarleið sunn- ar en við ætluðumst til. Og nú var veðrið tekið að sljákka svo, að við gátum gengið á hlið við það út að Halldórsstöðum. En þegar við komum þar í hlaðvarpann, slitn- aði snærið, sem Bárður hafði bundið hatt- inn með, og tók hann í háa loft, og hefir hattur sá ekki sézt síðan. Þegar við komum inn í ljósbirtuna, fór- um við að líta á klukkuna. Sáum við þá, að við höfðum verið rúman hálftíma frá því, er við risum á fætur í Hjalla-brekkunni. Hefðum við gengið þessa leið, með krókn- um niður fyrir Þverá, þá hefði það tekið fulla tvo tíma. Óneitanlega var þetta glæfra- legt ferðalag. En eftir .á fannst mér gaman að því. Ekkert vorum við illa á okkur komn- ir, þegar heim kom. Ég fór starx út í véla- hús og kembdi alla nóttina. Morguninn eftir leysti Bárður mig af hólmi, og fór ég þá að sofa. .. . Seinna fréttist það, að þetta sama kvöld hefðu tveir menn verið á ferð vestur yfir Fljótsheiði. Þeir voru báðir fermingar- bræður mínir. Voru það þeir Jónas á Ein- arsstöðum og Nikulás í Vallnakoti. Jónas hefi ég minnzt á áður og sagði þá, að ég myndi geta hans síðar. Þeir höfðu farið frá Einarsstöðum þetta sunnudagskvöld og ætlað niður í Bárðar- dal. Er þeir komu á háheiðina, fengu þeir rokið á móti sér. Þó héldu þeir áfram, því að þá var farið að halla undan fæti, og ætl- uðu Jreir að ná í Ingjaldsstaði. En veðrið var svo óskaplegt, að þeir réðu sér ekki. Brátt vissu þeir ekki, hvar þeir voru stadd- ir, en reyndu þó að halda áfram. Loks eftir langan tíma eru Jreir komnir niður á Skjálf- andafljót, sem þá var ísi lagt. Þar slær Jón- asi niður á ísnum og dauðrotaðist hann. Bær er þar vestan í heiðinni, sem Vað

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.